„Langar fyrst og fremst að mínar stelpur eigi sem best líf“ Samúel Karl Ólason skrifar 19. nóvember 2018 20:00 Bjarki og Ástrós. Bjarki Már Sigvaldason hefur barist við krabbamein í sex ár. Hann er eingöngu 31 árs gamall og nú segja læknar að ekkert sé við ráðið og hann eigi stutt eftir. Bjarki og kona hans, Ástrós eiga tveggja mánaða dóttur en Bjarki segist bara vilja að stelpurnar hans eigi góða framtíð. Þau voru í viðtali í Ísland í dag nú í kvöld.Þau hafa verið saman frá því þau voru sextán ára gömul. Bjarki greindist með krabbamein þegar hann var 25 ára gamall. Hann fór strax í aðgerð, fékk stóma og stór hluti ristils hans var fjarlægður. Eftir erfiða hálfs árs lyfjameðferð virtist Bjarki vera læknaður. „Þannig að við fögnuðum vel, ég og konan, og ætluðum bara að taka lífið með trompi og byrja þá að lifa. Stofna fjölskyldu. Síðan akkúrat ári seinna, í rannsókn, kemur í ljós að það eru komin mein upp í lungun,“ segir Bjarki. Aftur tók meðferð við og átti Bjarki að vera læknaður á nýjan leik. Aftur á móti kom í ljós, um ári seinna, að meinin voru komin upp í heila. Meðferð við því gekk vel en krabbameinið kom þó aftur.Ákvað að sóa engum tíma Bjarki ákvað að sóa engum tíma og spurði Ástrós hvort hún vildi giftast honum. „Ég gat náttúrulega ekki sagt nei, þar sem að hann var að fara í aðgerð daginn eftir,“ segi Ástrós í spaugi. „Það hefði verið frekar vandræðaleg. Ég þurfti að deila með honum herbergi og svona, þannig að ég ákvað bara að segja já.“ Hún bætir þó við að hún hefði alltaf sagt já. Bjarki væri sálufélagi hennar. Nú eru fjögur eða fimm æxli komin víðs vegar um heilann og er ekki hægt að skera þau á brott. „Þetta er bara komið á þennan stað,“ segir Ástrós. „Hann er búinn að berjast í sex ár. Við erum búin að eiga ótrúlega gott líf í sex ár en maður undirbýr sig aldrei fyrir þetta. Að heyra að það sé ekkert hægt að gera og það séu bara nokkrir mánuðir eftir.“ Bjarki segir það hafa verið mikið áfall að heyra að hann ætti bara nokkra mánuði eftir. Þau hafi ákveðið að reyna að njóta þeirra eins vel og hægt væri. „Það er það eina sem ég hugsa um núna. Að vakna á hverjum degi og lifa einn dag í einu.“ Þau Bjarki og Ástrós eignuðust stelpu fyrir tveimur mánuðum og Bjarki segist sjá heiminn í nýju ljósi eftir það. Hann sé þakklátur fyrir þau sex ár sem hann hafi fengið því hann hefði geta dáið fyrr og segir þau hafa gert ótrúlega hluti á þessum sex árum. „Þótt ég færi á morgun væri ég mjög sáttur með mitt líf. Þótt ég sé bara 31 finnst mér ég hafa fengið meira en margir aðrir,“ segir Bjarki.Stofnaður hefur verið styrktarreikningur fyrir Bjarka og Ástrósu fyrir þá sem vilja styðja við bakið á fjölskyldunni. Reikningsnúmer: 130-26-20898Kennitala: 120487-2729 Ísland í dag Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Sjá meira
Bjarki Már Sigvaldason hefur barist við krabbamein í sex ár. Hann er eingöngu 31 árs gamall og nú segja læknar að ekkert sé við ráðið og hann eigi stutt eftir. Bjarki og kona hans, Ástrós eiga tveggja mánaða dóttur en Bjarki segist bara vilja að stelpurnar hans eigi góða framtíð. Þau voru í viðtali í Ísland í dag nú í kvöld.Þau hafa verið saman frá því þau voru sextán ára gömul. Bjarki greindist með krabbamein þegar hann var 25 ára gamall. Hann fór strax í aðgerð, fékk stóma og stór hluti ristils hans var fjarlægður. Eftir erfiða hálfs árs lyfjameðferð virtist Bjarki vera læknaður. „Þannig að við fögnuðum vel, ég og konan, og ætluðum bara að taka lífið með trompi og byrja þá að lifa. Stofna fjölskyldu. Síðan akkúrat ári seinna, í rannsókn, kemur í ljós að það eru komin mein upp í lungun,“ segir Bjarki. Aftur tók meðferð við og átti Bjarki að vera læknaður á nýjan leik. Aftur á móti kom í ljós, um ári seinna, að meinin voru komin upp í heila. Meðferð við því gekk vel en krabbameinið kom þó aftur.Ákvað að sóa engum tíma Bjarki ákvað að sóa engum tíma og spurði Ástrós hvort hún vildi giftast honum. „Ég gat náttúrulega ekki sagt nei, þar sem að hann var að fara í aðgerð daginn eftir,“ segi Ástrós í spaugi. „Það hefði verið frekar vandræðaleg. Ég þurfti að deila með honum herbergi og svona, þannig að ég ákvað bara að segja já.“ Hún bætir þó við að hún hefði alltaf sagt já. Bjarki væri sálufélagi hennar. Nú eru fjögur eða fimm æxli komin víðs vegar um heilann og er ekki hægt að skera þau á brott. „Þetta er bara komið á þennan stað,“ segir Ástrós. „Hann er búinn að berjast í sex ár. Við erum búin að eiga ótrúlega gott líf í sex ár en maður undirbýr sig aldrei fyrir þetta. Að heyra að það sé ekkert hægt að gera og það séu bara nokkrir mánuðir eftir.“ Bjarki segir það hafa verið mikið áfall að heyra að hann ætti bara nokkra mánuði eftir. Þau hafi ákveðið að reyna að njóta þeirra eins vel og hægt væri. „Það er það eina sem ég hugsa um núna. Að vakna á hverjum degi og lifa einn dag í einu.“ Þau Bjarki og Ástrós eignuðust stelpu fyrir tveimur mánuðum og Bjarki segist sjá heiminn í nýju ljósi eftir það. Hann sé þakklátur fyrir þau sex ár sem hann hafi fengið því hann hefði geta dáið fyrr og segir þau hafa gert ótrúlega hluti á þessum sex árum. „Þótt ég færi á morgun væri ég mjög sáttur með mitt líf. Þótt ég sé bara 31 finnst mér ég hafa fengið meira en margir aðrir,“ segir Bjarki.Stofnaður hefur verið styrktarreikningur fyrir Bjarka og Ástrósu fyrir þá sem vilja styðja við bakið á fjölskyldunni. Reikningsnúmer: 130-26-20898Kennitala: 120487-2729
Ísland í dag Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Sjá meira