Innlent

Heiðveig þarf ekki að leggja fram málskostnaðartryggingu

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Listi Heiðveigar Maríu var lagður fram í dag en meðmælendur eru rúmlega hundrað.
Listi Heiðveigar Maríu var lagður fram í dag en meðmælendur eru rúmlega hundrað. visir/Egill
Heiðveig María Einarsdóttir, sjómaður og viðskiptalögfræðingur, skilaði inn framboði til stjórnar Sjómannafélags Íslands í dag þrátt fyrir að hafa verið rekin úr félaginu líkt og Vísir greindi frá fyrr í dag. Framboðsfrestur rann út á hádegi í dag en Heiðveig hefur stefnt félaginu til Félagsdóms vegna málsins.

Fjölskipaður félagsdómur kom saman í dag og komst að þeirri niðurstöðu að Heiðveigu Maríu beri ekki að leggja fram tryggingu fyrir málskostnaði líkt og Sjómannafélagið hafði farið fram á. Aðspurð kveðst Heiðveig handviss um að framboð hennar sé gilt, þrátt fyrir að úrskurður félagsdóms um lögmætti brottrekstrarins liggi ekki fyrir ennþá.

„Við teljum það. Við teljum að brottreksturinn sé ólöglegur sem og þessi þriggja ára regla þannig að því leyti teljum við að það sé gilt. Málið er fyrir dómstólum í dag þannig að vonandi tekur kjörnefnd tillit til þess og hinkrar með málið á meðan eða dæmir listann út frá því,“ segir Heiðveig.




Tengdar fréttir

Jónas gefur lítið fyrir gagnrýni á stjórn

Jónas Garðarsson gefur lítið fyrir gagnrýni ýmissa verkalýðsforingja og ályktun aðalfundar Sjómannafélagsins Jötuns í Vestmannaeyjum um brottvikningu Heiðveigar Maríu Einarsdóttur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×