Fótbolti

Gazza kærður fyrir kynferðislega áreitni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gascoigne er hér á hnefaleikaviðburði í Belfast tveimur dögum áður en hann á að hafa þuklað á konunni.
Gascoigne er hér á hnefaleikaviðburði í Belfast tveimur dögum áður en hann á að hafa þuklað á konunni. vísir/getty
Enska knattspyrnugoðsögnin Paul Gascoigne var í dag kærð fyrir kynferðislega áreitni um borð í lest í ágúst síðastliðnum.

Kona, sem var um borð í lestinni með Gazza, sakar knattspyrnumanninn fyrrverandi um að hafa þuklað á sér um borð í lestinni.

Gazza hefur kosið að tjá sig ekki um málið en verður að gera það hinn 11. desember næstkomandi er mál hans verður tekið fyrir.

Gascoigne átti glæstan knattspyrnuferil en líf hans eftir ferilinn hefur verið erfitt þar sem hann hefur lengstum átt í mjög erfiðri baráttu við bakkus.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×