Uppgjöri þrotabús Samlokubarsins er lokið en ekkert fannst upp í átta milljóna króna kröfur í búið að því er fram kemur í Lögbirtingablaðinu í dag.
Samlokubarinn var rekinn í rúmt ár í Krónunni í Lindum. Staðurinn, sem var opnaður í júní í fyrra, bauð upp á steikarsamlokur, BLT-samlokur, rifjaborgara og veganborgara.
Honum var hins vegar lokað í lok sumars og úrskurðaður gjaldþrota þann 30. ágúst. Eigendur Samlokubarsins voru þau Valþór Sverrisson (65%) og Nadia Tamimi (35%).
