Segja engar grafir lagðar undir hótel Samúel Karl Ólason skrifar 18. nóvember 2018 21:21 Frá mótmælunum í dag. Forsvarsmenn framkvæmda á Landssímareitnum segja engar grafir verða lagðar undir hótel þar. Hópurinn sendi frá sér yfirlýsingu vegna mótmæla sem fóru fram í dag. Þar segir að þessum upplýsingum hafi ítrekað verið komið til forsvarsmanna Varðmanna Víkurgarðs, sem skipulögðu mótmælin, og að fornleifafræðingur hafi gert það sömuleiðis. „Framkvæmdaaðilar hafa ítrekað bent á það opinberlega að engin byggingaráform eru fyrirhuguð í Víkurgarði. Það verða engar grafir lagðar undir hótel. Það verður engin bygging reist í Víkurgarði. Þetta getur hver sem er staðreynt með því að skoða deiliskipulagsuppdrætti, sem eru aðgengilegir á www.skipulag.is, sem og samþykkta aðaluppdrætti, sem eru aðgengilegir hjá þjónustuveri Reykjavíkurborgar,“ segir í yfirlýsingunni Þar segir einnig að fyrirhugaðar byggingar hafi verið í skipulagsuppdráttum í rúma þrjá áratugi, eða frá 1987. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, leiddi mótmælin. Þar voru lesin upp nöfn þeirra 600 manna, kvenna og barna sem jarðsett voru í garðinum á árum áður. Hér að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 um mótmælin í dag.Hér er yfirlýsing forsvarsmanna framkvæmda á Landssímareitnum í heild sinni og myndir af deiliskipulaginu. Í dag fóru fram mótmæli í Víkurgarði af hálfu hóps sem kallar sig Varðmenn Víkurgarðs. Er það í annað sinn sem hópurinn mótmælir byggingaráformum á Landssímareitnum. Í fréttatilkynningu frá mótmælendum segir að mótmælin séu til að koma í veg fyrir að „grafir 600 Reykvíkinga verði lagðar undir hótel.“ Jafnframt segir hópurinn að áform séu uppi um að hótel verði byggt í Víkurgarði, þar sem styttan af Skúla fógeta stendur nú. Framkvæmdaaðilar hafa ítrekað bent á það opinberlega að engin byggingaráform eru fyrirhuguð í Víkurgarði. Það verða engar grafir lagðar undir hótel. Það verður engin bygging reist í Víkurgarði. Þetta getur hver sem er staðreynt með því að skoða deiliskipulagsuppdrætti, sem eru aðgengilegir á www.skipulag.is, sem og samþykkta aðaluppdrætti, sem eru aðgengilegir hjá þjónustuveri Reykjavíkurborgar. Fyrirhugaðar byggingar á Landssímareitnum, þar sem Landssímahúsið stendur, hafa verið á skipulagsuppdráttum í rúma þrjá áratugi, eða frá árinu 1987. Þessum uppdráttum er hægt að fletta upp á netinu. Framkvæmdaaðilar hafa jafnframt góðfúslega og ítrekað komið þessum upplýsingum til forsvarsmanna Varðmanna Víkurgarðs. Þá hefur Vala Garðarsdóttir, fornleifafræðingur, bent forsvarsmönnum hópsins á þessar upplýsingar.Aðaluppdráttur.Deiliskipulag frá 1988.Núgildandi deiliskipulag. Tengdar fréttir Leiðir mótmæli afkomendanna Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, leiðir á morgun mótmæli gegn því "að grafir 600 Reykvíkinga verði lagðar undir hótel“, eins og segir í tilkynningu hóps sem kallar sig Vini Víkurgarðs. 17. nóvember 2018 12:00 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Erlent Fleiri fréttir 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Sjá meira
Forsvarsmenn framkvæmda á Landssímareitnum segja engar grafir verða lagðar undir hótel þar. Hópurinn sendi frá sér yfirlýsingu vegna mótmæla sem fóru fram í dag. Þar segir að þessum upplýsingum hafi ítrekað verið komið til forsvarsmanna Varðmanna Víkurgarðs, sem skipulögðu mótmælin, og að fornleifafræðingur hafi gert það sömuleiðis. „Framkvæmdaaðilar hafa ítrekað bent á það opinberlega að engin byggingaráform eru fyrirhuguð í Víkurgarði. Það verða engar grafir lagðar undir hótel. Það verður engin bygging reist í Víkurgarði. Þetta getur hver sem er staðreynt með því að skoða deiliskipulagsuppdrætti, sem eru aðgengilegir á www.skipulag.is, sem og samþykkta aðaluppdrætti, sem eru aðgengilegir hjá þjónustuveri Reykjavíkurborgar,“ segir í yfirlýsingunni Þar segir einnig að fyrirhugaðar byggingar hafi verið í skipulagsuppdráttum í rúma þrjá áratugi, eða frá 1987. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, leiddi mótmælin. Þar voru lesin upp nöfn þeirra 600 manna, kvenna og barna sem jarðsett voru í garðinum á árum áður. Hér að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 um mótmælin í dag.Hér er yfirlýsing forsvarsmanna framkvæmda á Landssímareitnum í heild sinni og myndir af deiliskipulaginu. Í dag fóru fram mótmæli í Víkurgarði af hálfu hóps sem kallar sig Varðmenn Víkurgarðs. Er það í annað sinn sem hópurinn mótmælir byggingaráformum á Landssímareitnum. Í fréttatilkynningu frá mótmælendum segir að mótmælin séu til að koma í veg fyrir að „grafir 600 Reykvíkinga verði lagðar undir hótel.“ Jafnframt segir hópurinn að áform séu uppi um að hótel verði byggt í Víkurgarði, þar sem styttan af Skúla fógeta stendur nú. Framkvæmdaaðilar hafa ítrekað bent á það opinberlega að engin byggingaráform eru fyrirhuguð í Víkurgarði. Það verða engar grafir lagðar undir hótel. Það verður engin bygging reist í Víkurgarði. Þetta getur hver sem er staðreynt með því að skoða deiliskipulagsuppdrætti, sem eru aðgengilegir á www.skipulag.is, sem og samþykkta aðaluppdrætti, sem eru aðgengilegir hjá þjónustuveri Reykjavíkurborgar. Fyrirhugaðar byggingar á Landssímareitnum, þar sem Landssímahúsið stendur, hafa verið á skipulagsuppdráttum í rúma þrjá áratugi, eða frá árinu 1987. Þessum uppdráttum er hægt að fletta upp á netinu. Framkvæmdaaðilar hafa jafnframt góðfúslega og ítrekað komið þessum upplýsingum til forsvarsmanna Varðmanna Víkurgarðs. Þá hefur Vala Garðarsdóttir, fornleifafræðingur, bent forsvarsmönnum hópsins á þessar upplýsingar.Aðaluppdráttur.Deiliskipulag frá 1988.Núgildandi deiliskipulag.
Tengdar fréttir Leiðir mótmæli afkomendanna Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, leiðir á morgun mótmæli gegn því "að grafir 600 Reykvíkinga verði lagðar undir hótel“, eins og segir í tilkynningu hóps sem kallar sig Vini Víkurgarðs. 17. nóvember 2018 12:00 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Erlent Fleiri fréttir 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Sjá meira
Leiðir mótmæli afkomendanna Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, leiðir á morgun mótmæli gegn því "að grafir 600 Reykvíkinga verði lagðar undir hótel“, eins og segir í tilkynningu hóps sem kallar sig Vini Víkurgarðs. 17. nóvember 2018 12:00
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent