Tvær fjöldagrafir í Hólavallagarði vegna spænsku veikinnar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. nóvember 2018 18:46 Hundrað ár eru síðan spænska veikin náði hámarki sínu í Reykjavík en hátt í fimm hundruð manns létust vegna hennar. Af þeim eru næstum þrjúhundruð grafnir í Hólavallagarði. Sérfræðingur í smitsjúkdómum segir líklegt að svo alvarleg flensa komi aftur upp og mikilvægt að hafa viðbragðsáætlun. Spænska veikin barst til Íslands í október 1918 og mánuði síðar er fyrsta dauðsfallið vegna hennar skráð í Reykjavík. Veikin breiddist út á skömmum tíma og talið er að allt að 75 prósent reykvíkinga hafi veikst, þá fjölgaði dauðsföllum gífurlega. Þetta kom fram á málþingi sem Borgarsögusafn Reykjavíkur hélt um veikina í Iðnó í dag. Magnús Gottfreðsson prófessor og sérfræðingur í smitsjúkdómum segir að dánartíðni há. „Af þeim sem veiktust þá voru um tvö og hálft og þrjú prósent sem að létust í borginni. Dánartalan var svipuð í vestrænum löndum en sum staðar var hún allt að 25%,“ segir Magnús. Um þrjúhundruð manns voru grafnir í Hólavallagarði við Suðurgötu vegna veikinnar. Heimir Björn Janusarson umsjónarmaður Hólavallagarðs segir að alls hafi 24 verið grafnir í tveimur fjöldagröfum. „Fyrsta gröfin var hérna fyrir neðan þar sem 18 manns voru grafnir í einni gröf. Daginn eftir voru svo sex grafnir í annarri fjöldagröf,“ segir Heimir. Magnús Gottfreðsson segir líklegt að svo alvarleg inflúensa eða veirutegund komi aftur en hins vegar sé erfitt að spá fyrir um hvenær. Afar mikilvægt sé að hafa góða inniviði og heilbrigðiskerfi ef það gerist. ] Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Hundrað ár eru síðan spænska veikin náði hámarki sínu í Reykjavík en hátt í fimm hundruð manns létust vegna hennar. Af þeim eru næstum þrjúhundruð grafnir í Hólavallagarði. Sérfræðingur í smitsjúkdómum segir líklegt að svo alvarleg flensa komi aftur upp og mikilvægt að hafa viðbragðsáætlun. Spænska veikin barst til Íslands í október 1918 og mánuði síðar er fyrsta dauðsfallið vegna hennar skráð í Reykjavík. Veikin breiddist út á skömmum tíma og talið er að allt að 75 prósent reykvíkinga hafi veikst, þá fjölgaði dauðsföllum gífurlega. Þetta kom fram á málþingi sem Borgarsögusafn Reykjavíkur hélt um veikina í Iðnó í dag. Magnús Gottfreðsson prófessor og sérfræðingur í smitsjúkdómum segir að dánartíðni há. „Af þeim sem veiktust þá voru um tvö og hálft og þrjú prósent sem að létust í borginni. Dánartalan var svipuð í vestrænum löndum en sum staðar var hún allt að 25%,“ segir Magnús. Um þrjúhundruð manns voru grafnir í Hólavallagarði við Suðurgötu vegna veikinnar. Heimir Björn Janusarson umsjónarmaður Hólavallagarðs segir að alls hafi 24 verið grafnir í tveimur fjöldagröfum. „Fyrsta gröfin var hérna fyrir neðan þar sem 18 manns voru grafnir í einni gröf. Daginn eftir voru svo sex grafnir í annarri fjöldagröf,“ segir Heimir. Magnús Gottfreðsson segir líklegt að svo alvarleg inflúensa eða veirutegund komi aftur en hins vegar sé erfitt að spá fyrir um hvenær. Afar mikilvægt sé að hafa góða inniviði og heilbrigðiskerfi ef það gerist. ]
Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira