Southgate: Kannski erum við ekki nýja England, heldur gamla góða England Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar 18. nóvember 2018 16:46 Southgate fagnar með lærisveinum sínum eftir sigurinn í dag Vísir/Getty Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins var að vonum kampakátur með sigur sinna manna gegn Króatíu í Þjóðadeildinni í dag. Með sigrinum er England komið í undanúrslit Þjóðadeildarinnar. „Ég er fyrst og fremst mjög stoltur. Mér fannst við stjórna leiknum og við fengum góð færi í fyrri hálfleik. Við gefum þeim mark og það var alvöru próf á okkur að koma til baka. Við treystum mikið á skyndisóknir og þeir björguðu einu sinni á línu,“ sagði Southgate. Englendingar voru heilt yfir mikið betra liðið í leiknum. Liðið spilaði boltanum vel sín á milli, og sköpuðu góð færi. Hins vegar komu mörk Englendinga eftir föst leikatriði, annars vegar langt innkast og hins vegar aukaspyrnu. „Við spiluðum mjög vel í þessum leik, en við skorum úr löngu innkasti og föstu leikatriði. Kannski erum við ekki nýja England, heldur gamla góða England.“ „Ég er stoltur af því hvernig við höfum verið allt árið. Ég hef ekki heyrt svona mikinn hávaða á Wembley í langan tíma.“ Mikið var í húfi fyrir leikinn í dag. Sigurliðið myndi fá sæti í undanúrslitum en tapliðið myndi falla úr A-deild Þjóðadeildarinnar. „Við ræddum ekkert um að falla fyrir leikinn. Við sáum þetta bara sem tækifæri. Við horfðum á þetta sem leik í 8-liða úrslitum. Það var frábært að við þurftum að standast pressuna. Ef við getum náð svona andrúmslofti, getum við verið mjög sterkir. Við vorum að komast upp úr gríðarlega erfiðum riðli.“ Króatía og England mættust í undanúrslitum heimsmeistaramótsins í Rússlandi síðasta sumar og voru það Króatar sem báru sigur úr býtum eftir framlengdan leik. „Mér fannst við stjórna þessum leik miklu betur en undanúrslitaleiknum á heimsmeistaramótinu. Við gátum opnað þá og skapað góð færi. Leikmennirnir eru farnir að trúa á leikkerfið. Leikmannahópurinn hefur breikkað síðan í sumar með innkomu ungra leikmanna. Allir þeir sem hafa komið inn í þessari keppni hafa skilað sínu.“ Fótbolti Þjóðadeild UEFA Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Sjá meira
Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins var að vonum kampakátur með sigur sinna manna gegn Króatíu í Þjóðadeildinni í dag. Með sigrinum er England komið í undanúrslit Þjóðadeildarinnar. „Ég er fyrst og fremst mjög stoltur. Mér fannst við stjórna leiknum og við fengum góð færi í fyrri hálfleik. Við gefum þeim mark og það var alvöru próf á okkur að koma til baka. Við treystum mikið á skyndisóknir og þeir björguðu einu sinni á línu,“ sagði Southgate. Englendingar voru heilt yfir mikið betra liðið í leiknum. Liðið spilaði boltanum vel sín á milli, og sköpuðu góð færi. Hins vegar komu mörk Englendinga eftir föst leikatriði, annars vegar langt innkast og hins vegar aukaspyrnu. „Við spiluðum mjög vel í þessum leik, en við skorum úr löngu innkasti og föstu leikatriði. Kannski erum við ekki nýja England, heldur gamla góða England.“ „Ég er stoltur af því hvernig við höfum verið allt árið. Ég hef ekki heyrt svona mikinn hávaða á Wembley í langan tíma.“ Mikið var í húfi fyrir leikinn í dag. Sigurliðið myndi fá sæti í undanúrslitum en tapliðið myndi falla úr A-deild Þjóðadeildarinnar. „Við ræddum ekkert um að falla fyrir leikinn. Við sáum þetta bara sem tækifæri. Við horfðum á þetta sem leik í 8-liða úrslitum. Það var frábært að við þurftum að standast pressuna. Ef við getum náð svona andrúmslofti, getum við verið mjög sterkir. Við vorum að komast upp úr gríðarlega erfiðum riðli.“ Króatía og England mættust í undanúrslitum heimsmeistaramótsins í Rússlandi síðasta sumar og voru það Króatar sem báru sigur úr býtum eftir framlengdan leik. „Mér fannst við stjórna þessum leik miklu betur en undanúrslitaleiknum á heimsmeistaramótinu. Við gátum opnað þá og skapað góð færi. Leikmennirnir eru farnir að trúa á leikkerfið. Leikmannahópurinn hefur breikkað síðan í sumar með innkomu ungra leikmanna. Allir þeir sem hafa komið inn í þessari keppni hafa skilað sínu.“
Fótbolti Þjóðadeild UEFA Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Sjá meira