Þrjú hundruð ný störf á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 18. nóvember 2018 14:08 Ásta Stefánsdóttir, fyrrverandi bæjarstjóri í Árborg og Gísli Halldór Halldórsson, nýr bæjarstjóri óska hér hvort öðru til hamingju með nýja miðbæinn þegar skóflustungan fór fram í gær. Vísir/MHH Á milli tvö hundruð og fimmtíu og þrjú hundruð ný störf munu skapast á Selfossi með tilkomu nýs miðbæjar. Þrettán hús verða byggð í fyrsta áfanga verkefnisins. Fyrstu skóflustungurnar af nýjum miðbæ á Selfossi voru teknar í gær í roki og rigningu. Skurðgröfurnar og vörubílarnir munu síðan mæta á svæðið á þriðjudaginn en það er Borgarverk á Selfossi sem mun sjá um jarðvegsframkvæmdir og JÁVERK á Selfossi mun sjá um smíðavinnuna. Leó Árnason er framkvæmdastjóri Sigtún Þróunarfélags sem byggir nýja miðbæinn. „Við ætlum að fara að byggja núna í fyrsta áfanga í nýjum miðbæ 13 hús sem að eins og sumir vita eiga það öll sameiginlegt að hafa einhvern tíman staðið á Íslandi en verið rifin niður eða brunnið og við ætlum að endurútgefa sögu þessara húsa og byggja upp hér byggingasögusafn fyrir tiltekið tímabil á Íslandi.Leó Árnason, framkvæmdastjóri hjá Sigtún Þróunarfélagi sem mun byggja nýjan miðbæ á Selfossi.Vísir/MHHÞað verður lagt áherslu á Skyrheima, safnið sem á að vera um skyr og sögu mjólkuriðnaðarins. það verður mjög fjölbreytt starfsemi önnur í því húsi. Síðan verða þarna veitingastaðir, verslanir, skrifstofur og íbúðir. Þetta verður alvöru miðbær með öllu því sem þarf að gera til að miðbær verði sem skemmtilegastur,“ segir Leó Árnason. Fyrsti áfangi miðbæjarins verður tilbúin árið 2020 og mun kosta tæpa tvo milljarða. Leó segist reikna með að nýi miðbærinn munu skapa 250 til 300 ný störf á Selfossi. Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg er ánægður með að framkvæmdir séu að hefjast við nýja miðbæinn. „Þetta er spennandi verkefni og menn hafa stórar hugmyndir. Ég vona að þetta gangi allt vel upp. Það eru auðvitað vaxtaverkir í byrjun, það þarf að koma þessu fyrir, þrengja að umferðinni. Það er auðvitað hægt að láta þetta pirra sig en ég held að fyrst og fremst verðum við bara að einblína á að þetta verkefni gangi vel og að það heppnist síðan vel.“ Árborg Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Innlent Fleiri fréttir Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Sjá meira
Á milli tvö hundruð og fimmtíu og þrjú hundruð ný störf munu skapast á Selfossi með tilkomu nýs miðbæjar. Þrettán hús verða byggð í fyrsta áfanga verkefnisins. Fyrstu skóflustungurnar af nýjum miðbæ á Selfossi voru teknar í gær í roki og rigningu. Skurðgröfurnar og vörubílarnir munu síðan mæta á svæðið á þriðjudaginn en það er Borgarverk á Selfossi sem mun sjá um jarðvegsframkvæmdir og JÁVERK á Selfossi mun sjá um smíðavinnuna. Leó Árnason er framkvæmdastjóri Sigtún Þróunarfélags sem byggir nýja miðbæinn. „Við ætlum að fara að byggja núna í fyrsta áfanga í nýjum miðbæ 13 hús sem að eins og sumir vita eiga það öll sameiginlegt að hafa einhvern tíman staðið á Íslandi en verið rifin niður eða brunnið og við ætlum að endurútgefa sögu þessara húsa og byggja upp hér byggingasögusafn fyrir tiltekið tímabil á Íslandi.Leó Árnason, framkvæmdastjóri hjá Sigtún Þróunarfélagi sem mun byggja nýjan miðbæ á Selfossi.Vísir/MHHÞað verður lagt áherslu á Skyrheima, safnið sem á að vera um skyr og sögu mjólkuriðnaðarins. það verður mjög fjölbreytt starfsemi önnur í því húsi. Síðan verða þarna veitingastaðir, verslanir, skrifstofur og íbúðir. Þetta verður alvöru miðbær með öllu því sem þarf að gera til að miðbær verði sem skemmtilegastur,“ segir Leó Árnason. Fyrsti áfangi miðbæjarins verður tilbúin árið 2020 og mun kosta tæpa tvo milljarða. Leó segist reikna með að nýi miðbærinn munu skapa 250 til 300 ný störf á Selfossi. Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg er ánægður með að framkvæmdir séu að hefjast við nýja miðbæinn. „Þetta er spennandi verkefni og menn hafa stórar hugmyndir. Ég vona að þetta gangi allt vel upp. Það eru auðvitað vaxtaverkir í byrjun, það þarf að koma þessu fyrir, þrengja að umferðinni. Það er auðvitað hægt að láta þetta pirra sig en ég held að fyrst og fremst verðum við bara að einblína á að þetta verkefni gangi vel og að það heppnist síðan vel.“
Árborg Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Innlent Fleiri fréttir Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Sjá meira