Heil fjölskylda grunuð í einu umfangsmesta fjársvikamáli Danmerkur Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 16. nóvember 2018 13:45 Öll börn Brittu Nielsen eru flækt í svik móður sinnar. AP/Themba Hadebe Anna Britta Troelsgaard Nielsen var óbreyttur opinber starfsmaður í Danmörku í um 40 ár. Hún var nýlega handtekin, grunuð um ein umfangsmestu fjársvik í sögu Danmerkur. Hin 64 ára Britta er grunuð um að hafa svikið minnst 111 milljónir danskra króna, eða um tvo milljarða íslenskra króna úr sjóðum danskra félagsmálayfirvalda sem hún starfaði fyrir. Dætur Brittu, sem þáðu fé frá móður sinni, gætu verið samsekar ef yfirvöld komast að þeirri niðurstöðu að þær hefðu átt að spyrjast fyrir um hvaðan peningarnir komu og þá er sonur hennar einnig í haldi vegna málsins. Samita og Jamilla ræddu málið við Kanal 5Skjáskot Britta nýtti féð í að fjárfesta í dýrum hrossum, bílum og skartgripum meðal annars. Yngsta dóttir hennar, Samina Hayat hefur tekið virkan þátt í hestamennsku í Danmörku, Þýskalandi og Hollandi og fékk peninga frá móður sinni, meðal annars til að kaupa 60 keppnishross. Alls fékk hún 18 milljónir danskra króna frá móður sinni, eða tæpar 340 milljónir íslenskra króna. Eldri dóttirin, Jamilla Hayat fékk hálfa milljón danskra króna til að kaupa Audi bifreið, eða um 9,4 milljónir íslenskra króna. Auk þess ferðuðust systurnar margoft til Suður-Afríku í boði móður sinnar. Sonur Brittu, 38 ára gamall, er einnig í haldi lögreglu vegna málsins. Hann hefur búið í nokkur ár í Suður-Afríku, þar sem hann og móðir hans voru handtekin. Hann er grunaður um að hafa tekið við illa fengnu fé, eða nánar tiltekið 3,6 milljónum danskra króna í reiðufé, hlutabréfum og landi í Suður-Afríku, eða sem nemur um 68 milljónum íslenskra króna. Hann er grunaður um að hafa gegnt lykilhlutverki í að koma peningunum í umferð en neitar sök. Spurðu aldrei hvaðan féð kæmi Samita og Jamilla ræddu við Kanal 5 á miðvikudag. Þar sögðu þær aldrei hafa spurt móður sína hvaðan féð kæmi. „Það var ekki eitthvað sem við töluðum um,“ sagði Jamilla. Þær sögðust sannfærðar um að féð hefði verið tilkomið vegna sparnaðar, arfs og líftryggingar eftir að faðir þeirra lést árið 2005 og neita báðar sök í málinu. „Þegar móðir mín segir „ég og pabbi lögðum þetta til hliðar“ þá spyr ég ekki hvort hún sé viss um að hún hafi ekki rænt banka,“ sagði Jamilla. Þær gátu hvorugar svarað því nákvæmlega hversu mikið fé þær höfðu fengið að láni frá móður sinni. Britta starfaði hjá dönskum félagsmálayfirvöldum frá árinu 1977 og er talið að hún hafi dregið sér fé frá árinu 2002. Eiga ólöglegar færslur úr sjóðum yfirvalda að telja 274 að minnsta kosti. Kannaðist ekki við svo háa upphæð Yngri dóttirin virtist slegin yfir málinu. Hún rekur fyrirtæki í Þýskalandi og Hollandi þar sem hún hefur sýslað með hross og segist hún hafa einblínt á íþróttina og treyst móður sinni og endurskoðanda til að sjá til þess að allt væri með felldu. AP/Themba Hadebe Þegar fréttamaður Kanal 5 benti henni á að fyrirtæki hennar hefði fengið 18 milljónir króna sagðist hún ekkert vita um það. „Það hljómar ótrúlega. Ég hef aldrei heyrt þá tölu. Það hljómar eins og biluð tala,“ sagði hún en sagði að ef slíkir fjármunir hefðu verið fengnir hafi þeir líklegast allir farið í hross og keppnir. Lögreglan hefur lagt hald á töluverðar eignir í tengslum við málið en hefur hætt við að leggja hald á fjölda hrossa sem talið er að hafi verið keypt með illa fengnu fé. Efnahagsbrotadeild dönsku lögreglunnar bárust fyrst ábendingar um málið árið 2012 en í stað þess að málið væri tekið til rannsóknar þá var það sent til skattayfirvalda sem rannsökuðu málið sem möguleg skattsvik. Hin grunuðu: Britta Nielsen, 64 ára. Starfaði hjá hinu opinbera frá 1977. Keypti fasteignir í Suður Afríku, dýra bíla, hross og dýra skartgripi. Aðalsakborningur grunuð um að hafa dregið að sér minnst 111 milljónir danskra króna úr opinberum sjóðum á árunum 2002 til 2018. Ekki vitað hver afstaða hennar er til sakargifta. Handtekin í Suður-Afríku þann 5. nóvember og er í haldi lögreglu í Danmörku. Nadia Samina Hayat, 31 árs gömul. Hefur verið virk í hestamennsku í Danmörku, Þýskalandi og Hollandi. Hefur keypt og selt dýr hross og tekið við fé frá móður sinni. Grunuð um hylmingu en neitar sök. Karina Jamilla Hayat, 34 ára. Á mann og tvö börn. Tók við hálfri milljón danskra króna til kaupa á bifreið. Grunuð um hylmingu en neitar sök. Sonur Brittu, 38 ára, hefur ekki verið nafngreindur í dönskum fjölmiðlum. Á land í Suður-Afríku. Grunaður um hylmingu fyrir að taka við 3,6 milljónum danskra króna. Handtekinn í Jóhannesarborg 30. október og situr í varðhaldi í danmerku. Neitar sök.Þessi grein er byggð á umfjöllunum Danska ríkisútvarpsins sem má nálgast hér, hér, hér og hér. Danmörk Fjársvik Brittu Nielsen Norðurlönd Suður-Afríka Tengdar fréttir Danski fjársvikarinn Britta Nielsen handtekin Dönsk kona sem grunuð er um að hafa svikið um 111 milljónum danskra króna, rúma tvo milljarða íslenskra króna, úr sjóðum danskra félagsmálayfirvalda, var handtekin í Jóhannesarborg í Suður-Afríku í morgun. 5. nóvember 2018 09:50 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Anna Britta Troelsgaard Nielsen var óbreyttur opinber starfsmaður í Danmörku í um 40 ár. Hún var nýlega handtekin, grunuð um ein umfangsmestu fjársvik í sögu Danmerkur. Hin 64 ára Britta er grunuð um að hafa svikið minnst 111 milljónir danskra króna, eða um tvo milljarða íslenskra króna úr sjóðum danskra félagsmálayfirvalda sem hún starfaði fyrir. Dætur Brittu, sem þáðu fé frá móður sinni, gætu verið samsekar ef yfirvöld komast að þeirri niðurstöðu að þær hefðu átt að spyrjast fyrir um hvaðan peningarnir komu og þá er sonur hennar einnig í haldi vegna málsins. Samita og Jamilla ræddu málið við Kanal 5Skjáskot Britta nýtti féð í að fjárfesta í dýrum hrossum, bílum og skartgripum meðal annars. Yngsta dóttir hennar, Samina Hayat hefur tekið virkan þátt í hestamennsku í Danmörku, Þýskalandi og Hollandi og fékk peninga frá móður sinni, meðal annars til að kaupa 60 keppnishross. Alls fékk hún 18 milljónir danskra króna frá móður sinni, eða tæpar 340 milljónir íslenskra króna. Eldri dóttirin, Jamilla Hayat fékk hálfa milljón danskra króna til að kaupa Audi bifreið, eða um 9,4 milljónir íslenskra króna. Auk þess ferðuðust systurnar margoft til Suður-Afríku í boði móður sinnar. Sonur Brittu, 38 ára gamall, er einnig í haldi lögreglu vegna málsins. Hann hefur búið í nokkur ár í Suður-Afríku, þar sem hann og móðir hans voru handtekin. Hann er grunaður um að hafa tekið við illa fengnu fé, eða nánar tiltekið 3,6 milljónum danskra króna í reiðufé, hlutabréfum og landi í Suður-Afríku, eða sem nemur um 68 milljónum íslenskra króna. Hann er grunaður um að hafa gegnt lykilhlutverki í að koma peningunum í umferð en neitar sök. Spurðu aldrei hvaðan féð kæmi Samita og Jamilla ræddu við Kanal 5 á miðvikudag. Þar sögðu þær aldrei hafa spurt móður sína hvaðan féð kæmi. „Það var ekki eitthvað sem við töluðum um,“ sagði Jamilla. Þær sögðust sannfærðar um að féð hefði verið tilkomið vegna sparnaðar, arfs og líftryggingar eftir að faðir þeirra lést árið 2005 og neita báðar sök í málinu. „Þegar móðir mín segir „ég og pabbi lögðum þetta til hliðar“ þá spyr ég ekki hvort hún sé viss um að hún hafi ekki rænt banka,“ sagði Jamilla. Þær gátu hvorugar svarað því nákvæmlega hversu mikið fé þær höfðu fengið að láni frá móður sinni. Britta starfaði hjá dönskum félagsmálayfirvöldum frá árinu 1977 og er talið að hún hafi dregið sér fé frá árinu 2002. Eiga ólöglegar færslur úr sjóðum yfirvalda að telja 274 að minnsta kosti. Kannaðist ekki við svo háa upphæð Yngri dóttirin virtist slegin yfir málinu. Hún rekur fyrirtæki í Þýskalandi og Hollandi þar sem hún hefur sýslað með hross og segist hún hafa einblínt á íþróttina og treyst móður sinni og endurskoðanda til að sjá til þess að allt væri með felldu. AP/Themba Hadebe Þegar fréttamaður Kanal 5 benti henni á að fyrirtæki hennar hefði fengið 18 milljónir króna sagðist hún ekkert vita um það. „Það hljómar ótrúlega. Ég hef aldrei heyrt þá tölu. Það hljómar eins og biluð tala,“ sagði hún en sagði að ef slíkir fjármunir hefðu verið fengnir hafi þeir líklegast allir farið í hross og keppnir. Lögreglan hefur lagt hald á töluverðar eignir í tengslum við málið en hefur hætt við að leggja hald á fjölda hrossa sem talið er að hafi verið keypt með illa fengnu fé. Efnahagsbrotadeild dönsku lögreglunnar bárust fyrst ábendingar um málið árið 2012 en í stað þess að málið væri tekið til rannsóknar þá var það sent til skattayfirvalda sem rannsökuðu málið sem möguleg skattsvik. Hin grunuðu: Britta Nielsen, 64 ára. Starfaði hjá hinu opinbera frá 1977. Keypti fasteignir í Suður Afríku, dýra bíla, hross og dýra skartgripi. Aðalsakborningur grunuð um að hafa dregið að sér minnst 111 milljónir danskra króna úr opinberum sjóðum á árunum 2002 til 2018. Ekki vitað hver afstaða hennar er til sakargifta. Handtekin í Suður-Afríku þann 5. nóvember og er í haldi lögreglu í Danmörku. Nadia Samina Hayat, 31 árs gömul. Hefur verið virk í hestamennsku í Danmörku, Þýskalandi og Hollandi. Hefur keypt og selt dýr hross og tekið við fé frá móður sinni. Grunuð um hylmingu en neitar sök. Karina Jamilla Hayat, 34 ára. Á mann og tvö börn. Tók við hálfri milljón danskra króna til kaupa á bifreið. Grunuð um hylmingu en neitar sök. Sonur Brittu, 38 ára, hefur ekki verið nafngreindur í dönskum fjölmiðlum. Á land í Suður-Afríku. Grunaður um hylmingu fyrir að taka við 3,6 milljónum danskra króna. Handtekinn í Jóhannesarborg 30. október og situr í varðhaldi í danmerku. Neitar sök.Þessi grein er byggð á umfjöllunum Danska ríkisútvarpsins sem má nálgast hér, hér, hér og hér.
Danmörk Fjársvik Brittu Nielsen Norðurlönd Suður-Afríka Tengdar fréttir Danski fjársvikarinn Britta Nielsen handtekin Dönsk kona sem grunuð er um að hafa svikið um 111 milljónum danskra króna, rúma tvo milljarða íslenskra króna, úr sjóðum danskra félagsmálayfirvalda, var handtekin í Jóhannesarborg í Suður-Afríku í morgun. 5. nóvember 2018 09:50 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Danski fjársvikarinn Britta Nielsen handtekin Dönsk kona sem grunuð er um að hafa svikið um 111 milljónum danskra króna, rúma tvo milljarða íslenskra króna, úr sjóðum danskra félagsmálayfirvalda, var handtekin í Jóhannesarborg í Suður-Afríku í morgun. 5. nóvember 2018 09:50