Sker upp herör gegn drukknum flugmönnum Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. nóvember 2018 10:42 Vonandi hefur sá sem stýrir þessari vél Japan Airlines ekki fengið sér of mikið sake fyrir flugið. Getty/s3studio Japanska flugfélagið Japan Airlines (JAL) mun gera flugmönnum sínum að blása í áfengismæla áður en þeir setjast undir stýri. Blásturinn er liður í aðgerðum flugfélagsins sem ætlað er að stemma stigu við drykkjufaraldri meðal flugmanna Japan Airlines. Hið minnsta 12 flugferðum félagsins hefur seinkað vegna áfengisþambs flugmanna á síðustu 15 mánuðum og þá var flugmaður JAL handtekinn á Heathrow á dögunum vegna ölvunar. Í blóði flugmannsins, sem nafngreindur er sem Katsutoshi Jitsukawa á vef breska ríkisútvarpsins, mældist nífalt meiri vínandi en leyfilegt er á Bretlandseyjum - 189mg á hverja 100ml, en hámarkið fyrir flugmenn eru 20mg. Vandamálið er rakið til þess að í japönskum lögum er ekki kveðið á um það hversu ölvaðir flugmenn mega vera áður en þeir setjast undir flugvélastýrið. Þess í stað er það undir flugfélögunum sjálfum komið að setja sér reglur í þessum efnum. Japan Airlines segist líta málið alvarlegum augum og hefur flugfélagið í hyggju að innleiða ýmsar nýjungar svo að hægt verði að koma í veg fyrir sambærileg mál í framtíðinni. Ein þeirra er fyrrnefndur áfengismælir, sem flugmenn JAL munu þurfa að blása í áður en þeir hyggjast yfirgefa flugstöðvarnar. Flugmenn munu þar að auki ekki geta flogið fyrr en sólarhring eftir að áfengisdrykkjunni lýkur og þá verða kynntar til sögunnar ýmsar refsingar sem flugfélagið getur beitt flugmenn sem fara yfir strikið. Nú þegar er búið að kynna áfengismælinn til sögunnar á Heathrow og á innanlandsflugvöllum í Japan. Gert er ráð fyrir því að mælirinn verði kominn í gagnið á öðrum áfangastöðum JAL eftir helgi. Fréttir af flugi Mest lesið Northvolt í þrot Viðskipti erlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Viðskipti innlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Japanska flugfélagið Japan Airlines (JAL) mun gera flugmönnum sínum að blása í áfengismæla áður en þeir setjast undir stýri. Blásturinn er liður í aðgerðum flugfélagsins sem ætlað er að stemma stigu við drykkjufaraldri meðal flugmanna Japan Airlines. Hið minnsta 12 flugferðum félagsins hefur seinkað vegna áfengisþambs flugmanna á síðustu 15 mánuðum og þá var flugmaður JAL handtekinn á Heathrow á dögunum vegna ölvunar. Í blóði flugmannsins, sem nafngreindur er sem Katsutoshi Jitsukawa á vef breska ríkisútvarpsins, mældist nífalt meiri vínandi en leyfilegt er á Bretlandseyjum - 189mg á hverja 100ml, en hámarkið fyrir flugmenn eru 20mg. Vandamálið er rakið til þess að í japönskum lögum er ekki kveðið á um það hversu ölvaðir flugmenn mega vera áður en þeir setjast undir flugvélastýrið. Þess í stað er það undir flugfélögunum sjálfum komið að setja sér reglur í þessum efnum. Japan Airlines segist líta málið alvarlegum augum og hefur flugfélagið í hyggju að innleiða ýmsar nýjungar svo að hægt verði að koma í veg fyrir sambærileg mál í framtíðinni. Ein þeirra er fyrrnefndur áfengismælir, sem flugmenn JAL munu þurfa að blása í áður en þeir hyggjast yfirgefa flugstöðvarnar. Flugmenn munu þar að auki ekki geta flogið fyrr en sólarhring eftir að áfengisdrykkjunni lýkur og þá verða kynntar til sögunnar ýmsar refsingar sem flugfélagið getur beitt flugmenn sem fara yfir strikið. Nú þegar er búið að kynna áfengismælinn til sögunnar á Heathrow og á innanlandsflugvöllum í Japan. Gert er ráð fyrir því að mælirinn verði kominn í gagnið á öðrum áfangastöðum JAL eftir helgi.
Fréttir af flugi Mest lesið Northvolt í þrot Viðskipti erlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Viðskipti innlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira