Eitt leyfisbréf fyrir alla kennara er ekki góð hugmynd Anna Kristín Sigurðardóttir skrifar 14. nóvember 2018 22:31 Enn og aftur eru leyfisbréf kennara til umræðu og lagt til að gefið verði út eitt leyfisbréf fyrir kennara sem veitir réttindi til að kenna á þremur skólastigum í stað þriggja leyfisbréfa eins og nú er. Núverandi kerfi er ekki gallalaust, en að gefa út eitt og sama leyfisbréfið fyrir kennara á öllum skólastigum, gengur of langt og er ekki til bóta. Í þessu sambandi vega þyngst þau rök að það er ekkert í menntunarbakgrunni framhaldsskólakennara sem gefur til kynna að þeir hafi þekkingu til að kenna í leikskóla eða á yngri stigum grunnskóla. Þar má nefna mikilvæga þekkingu svo sem á málþroska barna, læsi eða lestrarkennslu. Að sama skapi er ekkert í menntunarlegum bakgrunni leikskólakennara sem gefur til kynna þekkingu til að kenna ákveðna faggrein eða faggreinar á unglingastigi grunnskóla eða í framhaldsskóla. Þeirra sérhæfing liggur á öðru sviði. Að halda öðru fram er það sama og segja að það sé nóg að hafa háskólagráðu til að kenna á hvaða skólastigi sem er. Hér er ég að vísa til menntunar kennara eins og hún hefur tíðkast síðustu áratugi, en vissulega er hægt að breyta henni til að hún nái yfir öll skólastig að minnsta kosti að hluta. En þá væri skynsamlegra að byrja á þeim enda. Í öðru lagi vil ég minna á að gott menntakerfi reiðir sig á hæfni og þekkingu kennaranna sem þar starfa og á síðust áratugum hefur skilningur aukist á því hve flókið og vandasamt starf þeirra er. Eitt leyfisbréf grefur undan þessari vitund með því að gefa í skyn að sú sérþekking sem fram til þessa hefur verið talin nauðsynleg sé það alls ekki. Faglegt traust til kennarastéttarinnar jafnt sem faglegt sjálfstraust hennar sjálfrar er grundvöllur menntaumbóta. Stefna ber að því að í skólum landsins sé hvert sæti skipað fólki sem hefur bestu fáanlegu þekkingu og hæfni á hverjum tíma til að gegna viðkomandi starfi. Allar aðgerðir sem slaka á kröfum um faglega sérþekkingu ganga í öfuga átt – þar með talið eitt leyfisbréf kennara fyrir öll skólastig. Í þriðja lagi er vert að hafa í huga hver tilgangurinn með leyfisbréfum er, annar en að veita ákveðin réttindi. Leyfisbréf er formleg staðfesting á því að viðkomandi hafi aflað sér þeirrar þekkingar og hæfni sem viðkomandi starfssvið krefst. Leyfisbréf leikskólakennara til að kenna í framhaldsskóla væri fölsk staðfesting rétt eins og leyfisbréf framhaldsskólakennara til að kenna í leikskóla. Hvers virði eru slík leyfisbréf? Meginrökin sem sett eru fram með því að hafa eitt leyfisbréf eru að skólastjórnendur eigi að hafa tækifæri til að velja hæfasta fólkið til starfa. Vissulega eiga þeir að hafa þau tækifæri, en ég vil draga hér fram sem fjórðu rökin gegn einu leyfisbréfi kennara að slíkt fyrirkomulag getur líka takmarkað svigrúm þeirra til að skipta einum út fyrir annan. Hópur fólks verður með réttindi til að vera í starfi sem það hefur ekki þekkingu til að sinna. Skólastjórnendur væru að sumu leyti betur settir með engin leyfisbréf. Leikskólar, grunnskólar og framhaldsskólar eru ólíkar stofnanir sem eiga vissulega margt sameiginlegt. Ekkert er heldur rétt eða rangt í því hvernig nemendur skiptast á þessi skólastig eftir aldri. Mörg rök mæla með því að leyfisbréf kennara nái yfir mörk skólastiganna að einhverju leyti, t.d. mætti brúa bilið milli leikskóla og yngri barna stigs grunnskóla eða milli unglingastigs og framhaldsskóla. En eitt leyfisbréf fyrir alla er alltof langt gengið og grefur undan fagmennsku og faglegri ímynd kennarastéttarinnar. Síðast en ekki síst dregur það úr kröfum um þekkingu og hæfni þess hóps sem ætlað er að bera uppi gæði menntakerfisins.Höfundur er prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Sjá meira
Enn og aftur eru leyfisbréf kennara til umræðu og lagt til að gefið verði út eitt leyfisbréf fyrir kennara sem veitir réttindi til að kenna á þremur skólastigum í stað þriggja leyfisbréfa eins og nú er. Núverandi kerfi er ekki gallalaust, en að gefa út eitt og sama leyfisbréfið fyrir kennara á öllum skólastigum, gengur of langt og er ekki til bóta. Í þessu sambandi vega þyngst þau rök að það er ekkert í menntunarbakgrunni framhaldsskólakennara sem gefur til kynna að þeir hafi þekkingu til að kenna í leikskóla eða á yngri stigum grunnskóla. Þar má nefna mikilvæga þekkingu svo sem á málþroska barna, læsi eða lestrarkennslu. Að sama skapi er ekkert í menntunarlegum bakgrunni leikskólakennara sem gefur til kynna þekkingu til að kenna ákveðna faggrein eða faggreinar á unglingastigi grunnskóla eða í framhaldsskóla. Þeirra sérhæfing liggur á öðru sviði. Að halda öðru fram er það sama og segja að það sé nóg að hafa háskólagráðu til að kenna á hvaða skólastigi sem er. Hér er ég að vísa til menntunar kennara eins og hún hefur tíðkast síðustu áratugi, en vissulega er hægt að breyta henni til að hún nái yfir öll skólastig að minnsta kosti að hluta. En þá væri skynsamlegra að byrja á þeim enda. Í öðru lagi vil ég minna á að gott menntakerfi reiðir sig á hæfni og þekkingu kennaranna sem þar starfa og á síðust áratugum hefur skilningur aukist á því hve flókið og vandasamt starf þeirra er. Eitt leyfisbréf grefur undan þessari vitund með því að gefa í skyn að sú sérþekking sem fram til þessa hefur verið talin nauðsynleg sé það alls ekki. Faglegt traust til kennarastéttarinnar jafnt sem faglegt sjálfstraust hennar sjálfrar er grundvöllur menntaumbóta. Stefna ber að því að í skólum landsins sé hvert sæti skipað fólki sem hefur bestu fáanlegu þekkingu og hæfni á hverjum tíma til að gegna viðkomandi starfi. Allar aðgerðir sem slaka á kröfum um faglega sérþekkingu ganga í öfuga átt – þar með talið eitt leyfisbréf kennara fyrir öll skólastig. Í þriðja lagi er vert að hafa í huga hver tilgangurinn með leyfisbréfum er, annar en að veita ákveðin réttindi. Leyfisbréf er formleg staðfesting á því að viðkomandi hafi aflað sér þeirrar þekkingar og hæfni sem viðkomandi starfssvið krefst. Leyfisbréf leikskólakennara til að kenna í framhaldsskóla væri fölsk staðfesting rétt eins og leyfisbréf framhaldsskólakennara til að kenna í leikskóla. Hvers virði eru slík leyfisbréf? Meginrökin sem sett eru fram með því að hafa eitt leyfisbréf eru að skólastjórnendur eigi að hafa tækifæri til að velja hæfasta fólkið til starfa. Vissulega eiga þeir að hafa þau tækifæri, en ég vil draga hér fram sem fjórðu rökin gegn einu leyfisbréfi kennara að slíkt fyrirkomulag getur líka takmarkað svigrúm þeirra til að skipta einum út fyrir annan. Hópur fólks verður með réttindi til að vera í starfi sem það hefur ekki þekkingu til að sinna. Skólastjórnendur væru að sumu leyti betur settir með engin leyfisbréf. Leikskólar, grunnskólar og framhaldsskólar eru ólíkar stofnanir sem eiga vissulega margt sameiginlegt. Ekkert er heldur rétt eða rangt í því hvernig nemendur skiptast á þessi skólastig eftir aldri. Mörg rök mæla með því að leyfisbréf kennara nái yfir mörk skólastiganna að einhverju leyti, t.d. mætti brúa bilið milli leikskóla og yngri barna stigs grunnskóla eða milli unglingastigs og framhaldsskóla. En eitt leyfisbréf fyrir alla er alltof langt gengið og grefur undan fagmennsku og faglegri ímynd kennarastéttarinnar. Síðast en ekki síst dregur það úr kröfum um þekkingu og hæfni þess hóps sem ætlað er að bera uppi gæði menntakerfisins.Höfundur er prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun