Fengu uppsagnarbréf á meðan þeir voru á sjó Sveinn Arnarsson skrifar 14. nóvember 2018 07:00 HB Grandi. Uppsagnarbréf sjómanna á Helgu Maríu AK, skipi HB Granda, bárust sjómönnum með ábyrgðarpósti þann 8. nóvember síðastliðinn, meðan þeir voru að veiðum. Áður hafði framkvæmdastjóri fyrirtækisins þverneitað að tekin hefði verið nokkur ákvörðun um að segja upp sjómönnum á skipinu. „Það er rétt. Ég get staðfest að þeir skipverjar sem hafa þrjá mánuði í uppsagnarfrest eða lengri hafa fengið uppsagnarbréf frá okkur. Við munum svo á næstu mánuðum meta stöðu skipsins og endurskoða reksturinn á skipinu,“ segir Ægir Páll Friðbertsson, framkvæmdastjóri HB Granda. „Það hefur engin ákvörðun verið tekin um framtíð skipsins en allar hugmyndir uppi á borðinu hvað það varðar.“ Skipið hélt til veiða í lok október en áður var haldinn starfsmannafundur um borð þar sem skipverjum var tjáð að fram undan yrðu mögulegar uppsagnir og breytingar á útgerð skipsins. HB Grandi hefur á síðustu vikum hagrætt nokkuð í rekstri sínum með uppsögnum á starfsfólki, bæði á Akranesi og á Norðausturlandi, en fyrirtækið er umsvifamikið á Vopnafirði. Ekki er svo langt síðan fyrirtækið ákvað að flytja alla landvinnslu sína frá Akranesi til Reykjavíkur. „Þetta er ekki gott, enn eitt höggið fyrir okkur á Akranesi en Helga María er sannarlega skráð hjá okkur. Það er alveg ljóst að fyrirtækið leitar nú gríðarlegrar hagræðingar sem birtist í uppsögnum þeirra sem búa til verðmætin. Það er aldrei gott þegar fólk missir vinnuna,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. „Maður veltir því fyrir sér hver ábyrgð lífeyrissjóðanna okkar sé sem eiga um helming í fyrirtækinu eins og staðan er núna,“ bætir Vilhjálmur við. HB Grandi hefur á síðustu misserum tekið í notkun þrjú ný og mjög afkastamikil ísfiskskip. Helga María er eitt elsta skipið í flota fyrirtækisins sem nú leitar allra leiða til að hagræða í rekstrinum. Ekki er á þessu stigi vitað hvort skipverjar á Helgu Maríu fái pláss á öðrum skipum fyrirtækisins verði þeirra skipi lagt og það selt.vísir/eyþór Akranes Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Sjávarútvegur Tengdar fréttir Hópuppsagnir hjá HB Granda Ellefu starfsmönnum frystihúss HB Granda á Vopnafirði var sagt upp störfum í dag. 30. október 2018 15:23 Hluthafar HB Granda samþykktu kaupin á Ögurvík Framhaldshluthafafundur HB Granda var haldinn í dag þar sem atkvæði voru greidd um tillögu stjórnar um kaupin. 2. nóvember 2018 20:08 Framkvæmdastjóri HB Granda neitar að áhöfn togara hafi verið sagt upp Skipverjum á Helgu Maríu, AK-16, togara í eigu HB Granda, hefur verið tjáð að þeim verði sagt upp á næstu vikum samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 2. nóvember 2018 08:00 Mest lesið Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Strætómiðinn dýrari Neytendur Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Fleiri fréttir Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Sjá meira
Uppsagnarbréf sjómanna á Helgu Maríu AK, skipi HB Granda, bárust sjómönnum með ábyrgðarpósti þann 8. nóvember síðastliðinn, meðan þeir voru að veiðum. Áður hafði framkvæmdastjóri fyrirtækisins þverneitað að tekin hefði verið nokkur ákvörðun um að segja upp sjómönnum á skipinu. „Það er rétt. Ég get staðfest að þeir skipverjar sem hafa þrjá mánuði í uppsagnarfrest eða lengri hafa fengið uppsagnarbréf frá okkur. Við munum svo á næstu mánuðum meta stöðu skipsins og endurskoða reksturinn á skipinu,“ segir Ægir Páll Friðbertsson, framkvæmdastjóri HB Granda. „Það hefur engin ákvörðun verið tekin um framtíð skipsins en allar hugmyndir uppi á borðinu hvað það varðar.“ Skipið hélt til veiða í lok október en áður var haldinn starfsmannafundur um borð þar sem skipverjum var tjáð að fram undan yrðu mögulegar uppsagnir og breytingar á útgerð skipsins. HB Grandi hefur á síðustu vikum hagrætt nokkuð í rekstri sínum með uppsögnum á starfsfólki, bæði á Akranesi og á Norðausturlandi, en fyrirtækið er umsvifamikið á Vopnafirði. Ekki er svo langt síðan fyrirtækið ákvað að flytja alla landvinnslu sína frá Akranesi til Reykjavíkur. „Þetta er ekki gott, enn eitt höggið fyrir okkur á Akranesi en Helga María er sannarlega skráð hjá okkur. Það er alveg ljóst að fyrirtækið leitar nú gríðarlegrar hagræðingar sem birtist í uppsögnum þeirra sem búa til verðmætin. Það er aldrei gott þegar fólk missir vinnuna,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. „Maður veltir því fyrir sér hver ábyrgð lífeyrissjóðanna okkar sé sem eiga um helming í fyrirtækinu eins og staðan er núna,“ bætir Vilhjálmur við. HB Grandi hefur á síðustu misserum tekið í notkun þrjú ný og mjög afkastamikil ísfiskskip. Helga María er eitt elsta skipið í flota fyrirtækisins sem nú leitar allra leiða til að hagræða í rekstrinum. Ekki er á þessu stigi vitað hvort skipverjar á Helgu Maríu fái pláss á öðrum skipum fyrirtækisins verði þeirra skipi lagt og það selt.vísir/eyþór
Akranes Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Sjávarútvegur Tengdar fréttir Hópuppsagnir hjá HB Granda Ellefu starfsmönnum frystihúss HB Granda á Vopnafirði var sagt upp störfum í dag. 30. október 2018 15:23 Hluthafar HB Granda samþykktu kaupin á Ögurvík Framhaldshluthafafundur HB Granda var haldinn í dag þar sem atkvæði voru greidd um tillögu stjórnar um kaupin. 2. nóvember 2018 20:08 Framkvæmdastjóri HB Granda neitar að áhöfn togara hafi verið sagt upp Skipverjum á Helgu Maríu, AK-16, togara í eigu HB Granda, hefur verið tjáð að þeim verði sagt upp á næstu vikum samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 2. nóvember 2018 08:00 Mest lesið Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Strætómiðinn dýrari Neytendur Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Fleiri fréttir Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Sjá meira
Hópuppsagnir hjá HB Granda Ellefu starfsmönnum frystihúss HB Granda á Vopnafirði var sagt upp störfum í dag. 30. október 2018 15:23
Hluthafar HB Granda samþykktu kaupin á Ögurvík Framhaldshluthafafundur HB Granda var haldinn í dag þar sem atkvæði voru greidd um tillögu stjórnar um kaupin. 2. nóvember 2018 20:08
Framkvæmdastjóri HB Granda neitar að áhöfn togara hafi verið sagt upp Skipverjum á Helgu Maríu, AK-16, togara í eigu HB Granda, hefur verið tjáð að þeim verði sagt upp á næstu vikum samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 2. nóvember 2018 08:00