Reisir 1,3 milljarða vinnslu í Rússlandi Helgi Vífill Júlíusson skrifar 14. nóvember 2018 09:00 "Íslensk fyrirtæki í sjávarútvegi vinna mörg saman og styrkja hvert annað,“ segir Helgi Hjálmarsson, framkvæmdastjóri Völku. fréttablaðið/stefán Tæknifyrirtækið Valka hefur samið við rússnesku útgerðina Murman Seafood um uppsetningu á fullkomnustu fiskvinnslu Rússlands, að sögn framkvæmdastjóra íslenska fyrirtækisins. Valka hefur yfirumsjón með heildarhönnun á verksmiðjunni en auk Völku koma fleiri tækjaframleiðendur að uppsetningu vinnslunnar. Samningurinn hljóðar upp á um 1,3 milljarða króna. „Um 80 prósent tækjabúnaðarins munu koma frá íslenskum fyrirtækjum,“ segir Helgi Hjálmarsson, framkvæmdastjóri Völku, í samtali við Markaðinn. „Íslensk fyrirtæki í sjávarútvegi vinna mörg saman og styrkja hvert annað. Það er þessi klasahugsun sem er mjög til bóta,“ segir hann. Um fjórðungur tækjanna, þar á meðal beina- og bitaskurðarvél, munu koma frá Völku en aðrir íslenskir birgjar eru meðal annars Skaginn3X, Vélfag, Kapp og Slippurinn Akureyri.Rússnesk stjórnvöld skerast í leikinn Að sögn Helga hafa rússnesk sjávarútvegsfyrirtæki verið nokkuð aftarlega í tæknimálum. Ríkisstjórnin brá því á það ráð að taka 20 prósent aflaheimilda af öllum útgerðum en þær sem fjárfesta í nýjum skipum eða verksmiðjum fá að skipta þeim hluta á milli sín. Hugmyndin sé að hvetja til þess að fyrirtækin tæknivæðist og skapi meiri verðmæti úr hráefninu. Murman Seafood gerir út sex frystitogara og er eitt þeirra fyrirtækja sem fékk úthlutaðan viðbótarkvóta hjá rússneskum yfirvöldum gegn því að fjárfesta í landvinnslu. „Fram að þessu hefur hráefni útgerðarinnar að mestu leyti verið selt heilfryst en með þessari fjárfestingu getur fyrirtækið boðið upp á ferskar og frosnar hágæða vörur sem eru tilbúnar á neytendamarkað,“ segir Helgi.Meinað að selja matvæli til Rússlands Vinnsluhúsið, sem á að vinna 50 tonn á hverjum degi, verður byggt frá grunni í borginni Kola í Murmansk. Verkefnið hefur verið í undirbúningi í rúmlega ár og er gangsetning áætluð síðla sumars 2019. Athygli vekur að Rússar hafa lagt viðskiptabann á íslensk matvæli frá árinu 2015 því að Ísland studdi refsiaðgerðir gagnvart landinu. Það hefur bitnað á íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum. Rússar innlimuðu Krímskaga sem tilheyrði Úkraínu í ríki sitt í umdeildum kosningum. En Rússar eru reiðubúnir til að kaupa af Íslendingum tækni til að framleiða mat. Um er að ræða næststærsta samning Völku frá stofnun árið 2003. „Stærsti samningur fyrirtækisins var við Samherja í fyrra þegar samið var um stóra nýja fiskvinnslu á Dalvík auk uppfærslu á vinnslunni hjá Útgerðarfélagi Akureyringa. Munurinn á samningunum er sá að í tilviki Samherja komu öll tækin frá okkur en í Rússlandi höfum við yfirumsjón með heildarhönnuninni á vinnslunni og pörum líka saman tækni frá öðrum. Við höfum ekki unnið með þeim hætti áður en það gefur okkur tækifæri til að hafa meiri áhrif á heildarmyndina sem okkur þykir spennandi og við stefnum á að gera meira af í framtíðinni.“Aukin áhersla á Rússland Þetta er í fyrsta skipti sem Valka selur til Rússlands. „Við höfum selt til um tíu landa en salan hefur að mestu leyti verið til íslenskra og norskra fyrirtækja. Við höfum frá upphafi sótt sjávarútvegssýninguna í Brussel og kynnst þar fyrirtækjum frá öllum heimshlutum. Við komumst hins vegar í kynni við forsvarsmenn Murman Seafood eftir ábendingu frá seljanda fiskafurða og hittum þá svo í markaðsferð til Rússlands á vegum Íslandsstofu. Í kjölfarið munum við leggja aukna áherslu á Rússlandsmarkað. Við höfum átt frábært samstarf við stjórnendur Murman Seafood og eykur það á bjartsýni okkar fyrir þennan markað.“Veltan tvöfaldast í ár Í ár stefnir í að velta Völku nánast tvöfaldist og verði yfir tveir milljarðar króna. Á næsta ári er reiknað með 40 til 50 prósenta vexti. „Vöxtinn má að miklu leyti rekja til sölu til Samherja og Murman Seafood. Salan er alla jafna með þeim hætti að um er að ræða færri en stærri verkefni. Það getur verið krefjandi því það getur leitt til meiri sveiflna í tekjum,“ segir Helgi. Fjöldi starfsmanna hjá Völku hefur tvöfaldast á tveimur árum og eru þeir nú tæplega 80. „Við höfum haft hluthafa sem hafa burði til að styðja við fyrirtækið. Við höfum því getað fjármagnað reksturinn að mestu með hlutafé. Það hefur létt róðurinn enda eru vextir háir hér á landi,“ segir hann. Á meðal stærstu hluthafa Völku eru, auk Helga, Vogabakki, sem er í eigu Árna Haukssonar og Hallbjörns Karlssonar, og Fossar, sem er í eigu Sigurbjörns Þorkelssonar. „Þetta er sterkur kjarni. Þeir eru félagar mínir úr verkfræðinni. Það skiptir sköpum að hafa þolinmóða hluthafa. Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins og Frumtak hafa einnig fjárfest í fyrirtækinu en þeir seldu hlut sinn við upphaf árs að mestu til núverandi hluthafa. Nýsköpunarsjóðurinn hafði verið hluthafi í tíu ár og Frumtak í sjö ár.“ Birtist í Fréttablaðinu Rússland Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Sjá meira
Tæknifyrirtækið Valka hefur samið við rússnesku útgerðina Murman Seafood um uppsetningu á fullkomnustu fiskvinnslu Rússlands, að sögn framkvæmdastjóra íslenska fyrirtækisins. Valka hefur yfirumsjón með heildarhönnun á verksmiðjunni en auk Völku koma fleiri tækjaframleiðendur að uppsetningu vinnslunnar. Samningurinn hljóðar upp á um 1,3 milljarða króna. „Um 80 prósent tækjabúnaðarins munu koma frá íslenskum fyrirtækjum,“ segir Helgi Hjálmarsson, framkvæmdastjóri Völku, í samtali við Markaðinn. „Íslensk fyrirtæki í sjávarútvegi vinna mörg saman og styrkja hvert annað. Það er þessi klasahugsun sem er mjög til bóta,“ segir hann. Um fjórðungur tækjanna, þar á meðal beina- og bitaskurðarvél, munu koma frá Völku en aðrir íslenskir birgjar eru meðal annars Skaginn3X, Vélfag, Kapp og Slippurinn Akureyri.Rússnesk stjórnvöld skerast í leikinn Að sögn Helga hafa rússnesk sjávarútvegsfyrirtæki verið nokkuð aftarlega í tæknimálum. Ríkisstjórnin brá því á það ráð að taka 20 prósent aflaheimilda af öllum útgerðum en þær sem fjárfesta í nýjum skipum eða verksmiðjum fá að skipta þeim hluta á milli sín. Hugmyndin sé að hvetja til þess að fyrirtækin tæknivæðist og skapi meiri verðmæti úr hráefninu. Murman Seafood gerir út sex frystitogara og er eitt þeirra fyrirtækja sem fékk úthlutaðan viðbótarkvóta hjá rússneskum yfirvöldum gegn því að fjárfesta í landvinnslu. „Fram að þessu hefur hráefni útgerðarinnar að mestu leyti verið selt heilfryst en með þessari fjárfestingu getur fyrirtækið boðið upp á ferskar og frosnar hágæða vörur sem eru tilbúnar á neytendamarkað,“ segir Helgi.Meinað að selja matvæli til Rússlands Vinnsluhúsið, sem á að vinna 50 tonn á hverjum degi, verður byggt frá grunni í borginni Kola í Murmansk. Verkefnið hefur verið í undirbúningi í rúmlega ár og er gangsetning áætluð síðla sumars 2019. Athygli vekur að Rússar hafa lagt viðskiptabann á íslensk matvæli frá árinu 2015 því að Ísland studdi refsiaðgerðir gagnvart landinu. Það hefur bitnað á íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum. Rússar innlimuðu Krímskaga sem tilheyrði Úkraínu í ríki sitt í umdeildum kosningum. En Rússar eru reiðubúnir til að kaupa af Íslendingum tækni til að framleiða mat. Um er að ræða næststærsta samning Völku frá stofnun árið 2003. „Stærsti samningur fyrirtækisins var við Samherja í fyrra þegar samið var um stóra nýja fiskvinnslu á Dalvík auk uppfærslu á vinnslunni hjá Útgerðarfélagi Akureyringa. Munurinn á samningunum er sá að í tilviki Samherja komu öll tækin frá okkur en í Rússlandi höfum við yfirumsjón með heildarhönnuninni á vinnslunni og pörum líka saman tækni frá öðrum. Við höfum ekki unnið með þeim hætti áður en það gefur okkur tækifæri til að hafa meiri áhrif á heildarmyndina sem okkur þykir spennandi og við stefnum á að gera meira af í framtíðinni.“Aukin áhersla á Rússland Þetta er í fyrsta skipti sem Valka selur til Rússlands. „Við höfum selt til um tíu landa en salan hefur að mestu leyti verið til íslenskra og norskra fyrirtækja. Við höfum frá upphafi sótt sjávarútvegssýninguna í Brussel og kynnst þar fyrirtækjum frá öllum heimshlutum. Við komumst hins vegar í kynni við forsvarsmenn Murman Seafood eftir ábendingu frá seljanda fiskafurða og hittum þá svo í markaðsferð til Rússlands á vegum Íslandsstofu. Í kjölfarið munum við leggja aukna áherslu á Rússlandsmarkað. Við höfum átt frábært samstarf við stjórnendur Murman Seafood og eykur það á bjartsýni okkar fyrir þennan markað.“Veltan tvöfaldast í ár Í ár stefnir í að velta Völku nánast tvöfaldist og verði yfir tveir milljarðar króna. Á næsta ári er reiknað með 40 til 50 prósenta vexti. „Vöxtinn má að miklu leyti rekja til sölu til Samherja og Murman Seafood. Salan er alla jafna með þeim hætti að um er að ræða færri en stærri verkefni. Það getur verið krefjandi því það getur leitt til meiri sveiflna í tekjum,“ segir Helgi. Fjöldi starfsmanna hjá Völku hefur tvöfaldast á tveimur árum og eru þeir nú tæplega 80. „Við höfum haft hluthafa sem hafa burði til að styðja við fyrirtækið. Við höfum því getað fjármagnað reksturinn að mestu með hlutafé. Það hefur létt róðurinn enda eru vextir háir hér á landi,“ segir hann. Á meðal stærstu hluthafa Völku eru, auk Helga, Vogabakki, sem er í eigu Árna Haukssonar og Hallbjörns Karlssonar, og Fossar, sem er í eigu Sigurbjörns Þorkelssonar. „Þetta er sterkur kjarni. Þeir eru félagar mínir úr verkfræðinni. Það skiptir sköpum að hafa þolinmóða hluthafa. Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins og Frumtak hafa einnig fjárfest í fyrirtækinu en þeir seldu hlut sinn við upphaf árs að mestu til núverandi hluthafa. Nýsköpunarsjóðurinn hafði verið hluthafi í tíu ár og Frumtak í sjö ár.“
Birtist í Fréttablaðinu Rússland Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Sjá meira