Seðlabankinn taldi sig þurfa að sekta vegna jafnræðissjónarmiða Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. nóvember 2018 19:57 Seðlabankinn taldi sig þurfa að beita Samherja stjórnvaldssektum á grundvelli jafnræðissjónarmiða vegna annarra sambærilegra stjórnvaldssekta. Fréttablaðið/Stefán Seðlabankinn taldi sig þurfa að beita Samherja stjórnvaldssektum á grundvelli jafnræðissjónarmiða vegna annarra sambærilegra stjórnvaldssekta. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Seðlabankanum vegna dóms Hæstaréttar sem féll fyrir helgi. Seðlabankinn segir að samkvæmt lögum um gjaldeyrismál hafi hvílt skylda á Seðlabankanum að kæra grun um meiriháttar brot til lögreglu og því hafi verið ákveðið, í samræmi við þá skyldu, að beina kæru til embættis sérstaks saksóknara hinn 10. apríl 2013 vegna meintra brota Samherja hf. Fimmtudaginn 8. nóvember kvað Hæstiréttur upp dóm í máli sem Samherji höfðaði til ógildingar ákvörðunar Seðlabankans um greiðslu sektar að fjárhæð fimmtán milljón króna vegna ætlaðra brota gegn lögum um gjaldeyrismál sem mæla fyrir skilaskyldu erlends gjaldeyris. Seðlabankinn aflaði heimildar til húsleitar og haldlagningar hjá Samherja auk nítján annarra félaga honum tengdum. Húsleitin fór fram á starfsstöð Samherja í marsmánuði 2012. Í ljósi þeirrar umræðu sem hefur skapast um málið fann Seðlabankinn sig knúinn til að koma á framfæri frekari skýringum. Seðlabankinn segir að Embætti sérstaks saksóknara hafi endursent málið hinn 23. ágúst 2013 til Seðlabankans þegar í ljós kom að lögaðilar gætu ekki borið refsiábyrgð á brotum á lögum um gjaldeyrismál. „Þessir annmarkar á lögunum, sem fyrst komu í ljós við meðferð þessa máls, höfðu víðtæk áhrif þar sem sambærilegir annmarkar voru á annarri löggjöf á fjármálamarkaði allt frá árinu 2007. Löggjafinn hefur nú lagfært umrædda annmarka,“ segir í yfirlýsingu Seðlabankans. Í kjölfarið beindi Seðlabankinn kæru hinn 9. september 2013 til embættis sérstaks saksóknara sem beindist að forsvarsmönnum Samherja hf. Og tengdra aðila. Kæran varðaði í meginatriðum sömu meintu sakarefni og fyrri kæra bankans. Málið var til rannsóknar hjá embættinu í tvö ár og var í kjölfarið fellt niður sem sakamál og endursent bankanum 4. september 2015 til ákvörðunar. Embættið benti á þá annmarka sem urðu við setningu laganna um gjaldeyrismál þar sem formlegt samþykki ráðherra skorti. „Ljóst er að þessir annmarkar sem urðu sem urðu við setningu reglnanna í desember 2008 og komu í ljós eftir að málið var kært í seinna skiptið hafa haft áhrif á mál sem vörðuðu meint brot á gildistíma reglnanna. Seðlabankinn tók í kjölfarið málið til meðferðar og felldi niður mestan hluta þess hinn 30. mars 2016, m.a. vegna áðurnefndra annmarka við setningu reglna.“ Seðlabankinn taldi rétt að fá úr álitaefninu skorið fyrir Hæstarétti og liggur nú endanleg niðurstaða dómstóla fyrir. Seðlabankinn mun meta verklag vegna málsmeðferðar innan bankans í kjölfar dómsins. Tengdar fréttir Segja Seðlabankann hafa beðið afhroð Forsvarsmenn útgerðarfyrirtækisins Samherja telja að Seðlabankinn hafi "beðið afhroð“ eftir að Hæstiréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að fimmtán milljóna króna sekt Seðlabanka Íslands á hendur Samherja vegna brota á reglum um gjaldeyrismál væri ógild. 8. nóvember 2018 18:05 Samherji segir rangt sagt frá Lögmaður Samherja segir rangt sem sagði í frétt RÚV að niðurfelling sérstaks saksóknara á kæru Seðlabankans hefði byggt á því að skort hefði á samþykki ráðherra á reglum bankans um gjaldeyrismál 12. nóvember 2018 07:00 Átta ára baráttu lauk með sigri Samherja á Seðlabanka Íslands Fimmtán milljóna króna sekt Seðlabanka Íslands á hendur Samherja vegna brota á reglum um gjaldeyrismál er ógild. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis í dag. 8. nóvember 2018 15:16 Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Sjá meira
Seðlabankinn taldi sig þurfa að beita Samherja stjórnvaldssektum á grundvelli jafnræðissjónarmiða vegna annarra sambærilegra stjórnvaldssekta. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Seðlabankanum vegna dóms Hæstaréttar sem féll fyrir helgi. Seðlabankinn segir að samkvæmt lögum um gjaldeyrismál hafi hvílt skylda á Seðlabankanum að kæra grun um meiriháttar brot til lögreglu og því hafi verið ákveðið, í samræmi við þá skyldu, að beina kæru til embættis sérstaks saksóknara hinn 10. apríl 2013 vegna meintra brota Samherja hf. Fimmtudaginn 8. nóvember kvað Hæstiréttur upp dóm í máli sem Samherji höfðaði til ógildingar ákvörðunar Seðlabankans um greiðslu sektar að fjárhæð fimmtán milljón króna vegna ætlaðra brota gegn lögum um gjaldeyrismál sem mæla fyrir skilaskyldu erlends gjaldeyris. Seðlabankinn aflaði heimildar til húsleitar og haldlagningar hjá Samherja auk nítján annarra félaga honum tengdum. Húsleitin fór fram á starfsstöð Samherja í marsmánuði 2012. Í ljósi þeirrar umræðu sem hefur skapast um málið fann Seðlabankinn sig knúinn til að koma á framfæri frekari skýringum. Seðlabankinn segir að Embætti sérstaks saksóknara hafi endursent málið hinn 23. ágúst 2013 til Seðlabankans þegar í ljós kom að lögaðilar gætu ekki borið refsiábyrgð á brotum á lögum um gjaldeyrismál. „Þessir annmarkar á lögunum, sem fyrst komu í ljós við meðferð þessa máls, höfðu víðtæk áhrif þar sem sambærilegir annmarkar voru á annarri löggjöf á fjármálamarkaði allt frá árinu 2007. Löggjafinn hefur nú lagfært umrædda annmarka,“ segir í yfirlýsingu Seðlabankans. Í kjölfarið beindi Seðlabankinn kæru hinn 9. september 2013 til embættis sérstaks saksóknara sem beindist að forsvarsmönnum Samherja hf. Og tengdra aðila. Kæran varðaði í meginatriðum sömu meintu sakarefni og fyrri kæra bankans. Málið var til rannsóknar hjá embættinu í tvö ár og var í kjölfarið fellt niður sem sakamál og endursent bankanum 4. september 2015 til ákvörðunar. Embættið benti á þá annmarka sem urðu við setningu laganna um gjaldeyrismál þar sem formlegt samþykki ráðherra skorti. „Ljóst er að þessir annmarkar sem urðu sem urðu við setningu reglnanna í desember 2008 og komu í ljós eftir að málið var kært í seinna skiptið hafa haft áhrif á mál sem vörðuðu meint brot á gildistíma reglnanna. Seðlabankinn tók í kjölfarið málið til meðferðar og felldi niður mestan hluta þess hinn 30. mars 2016, m.a. vegna áðurnefndra annmarka við setningu reglna.“ Seðlabankinn taldi rétt að fá úr álitaefninu skorið fyrir Hæstarétti og liggur nú endanleg niðurstaða dómstóla fyrir. Seðlabankinn mun meta verklag vegna málsmeðferðar innan bankans í kjölfar dómsins.
Tengdar fréttir Segja Seðlabankann hafa beðið afhroð Forsvarsmenn útgerðarfyrirtækisins Samherja telja að Seðlabankinn hafi "beðið afhroð“ eftir að Hæstiréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að fimmtán milljóna króna sekt Seðlabanka Íslands á hendur Samherja vegna brota á reglum um gjaldeyrismál væri ógild. 8. nóvember 2018 18:05 Samherji segir rangt sagt frá Lögmaður Samherja segir rangt sem sagði í frétt RÚV að niðurfelling sérstaks saksóknara á kæru Seðlabankans hefði byggt á því að skort hefði á samþykki ráðherra á reglum bankans um gjaldeyrismál 12. nóvember 2018 07:00 Átta ára baráttu lauk með sigri Samherja á Seðlabanka Íslands Fimmtán milljóna króna sekt Seðlabanka Íslands á hendur Samherja vegna brota á reglum um gjaldeyrismál er ógild. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis í dag. 8. nóvember 2018 15:16 Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Sjá meira
Segja Seðlabankann hafa beðið afhroð Forsvarsmenn útgerðarfyrirtækisins Samherja telja að Seðlabankinn hafi "beðið afhroð“ eftir að Hæstiréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að fimmtán milljóna króna sekt Seðlabanka Íslands á hendur Samherja vegna brota á reglum um gjaldeyrismál væri ógild. 8. nóvember 2018 18:05
Samherji segir rangt sagt frá Lögmaður Samherja segir rangt sem sagði í frétt RÚV að niðurfelling sérstaks saksóknara á kæru Seðlabankans hefði byggt á því að skort hefði á samþykki ráðherra á reglum bankans um gjaldeyrismál 12. nóvember 2018 07:00
Átta ára baráttu lauk með sigri Samherja á Seðlabanka Íslands Fimmtán milljóna króna sekt Seðlabanka Íslands á hendur Samherja vegna brota á reglum um gjaldeyrismál er ógild. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis í dag. 8. nóvember 2018 15:16