Íhuga stefnu vegna afgreiðslu kjararáðs Jóhann Óli Eiðsson skrifar 13. nóvember 2018 06:00 Kjararáð var lagt niður þegar júní rann sitt skeið. Fréttablaðið/stefán Ekki eru öll kurl komin til grafar vegna lokaákvörðunar kjararáðs. Forstöðumenn funduðu í liðinni viku og veltu upp möguleikum sínum. Félag forstöðumanna ríkisstofnana (FFR) hefur nú til skoðunar hvort höfða skuli dómsmál á hendur ríkinu vegna lokaákvörðunar kjararáðs. Nokkrir félagsmenn telja að erindum þeirra hafi ekki verið svarað og þeir hafi hlotið af tjón vegna afgreiðslu ráðsins. Kjararáð var lagt niður þegar júní rann sitt skeið. Lokaverk ráðsins var að ákvarða laun tæplega 50 forstöðumanna ríkisstofnana. Óánægju gætir meðal forstjóranna vegna stjórnsýsluhátta sem stjórnvaldið viðhafði við sína síðustu ákvörðun. „Það er auðvitað mikil óánægja meðal þeirra sem töldu sig bera skarðan hlut frá borði. Erindum, sem sum hver voru gömul, var ekki svarað eða þeim vísað frá,“ segir Gissur Pétursson, formaður FFR.Gissur Pétursson, formaður FFR.vísir/vilhelmFélagsfundur fór fram í liðinni viku þar sem viðskilnaðurinn við kjararáð var til umræðu. Meðal annars var rætt hvort leita skyldi til umboðsmanns Alþingis vegna málsins eða hvort rétt væri að fara með málið fyrir dóm. „Það er spurning hvort umboðsmaður Alþingis geti yfirhöfuð tekið á málinu þar sem kjararáð hefur verið lagt niður. Það eru ýmsir fletir á þessu sem eru óþægilega óskýrir. Í hópi okkar eru margir löglærðir menn sem vilja hafa hlutina klára og kvitta og geta illa sætt sig við að það sé gengið frá þessu máli svona eins og var gert,“ segir Gissur. Enn liggur ekki fyrir hve marga kjararáð virti ekki svars en Gissur segir að það sé „drjúgur hópur“ sem telji sig hafa orðið fyrir tjóni vegna þessarar málsmeðferðar. Sú leið hafi meðal annars verið rædd að einn forstöðumaður höfði dómsmál, með stuðningi FFR, til að fá úr því skorið. „Það eru forstöðumenn sem sjá ekki aðra leið færa en að fara með málið til dómstóla. Það er mikið vafamál hvort þessi málsmeðferð sé í takti við málsmeðferðarreglur stjórnsýslunnar og mögulega voru þær brotnar,“ segir Gissur. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Kjararáð Mest lesið Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Fleiri fréttir Bolludagur, sprengidagur, öskudagur og maskadagur Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Sjá meira
Ekki eru öll kurl komin til grafar vegna lokaákvörðunar kjararáðs. Forstöðumenn funduðu í liðinni viku og veltu upp möguleikum sínum. Félag forstöðumanna ríkisstofnana (FFR) hefur nú til skoðunar hvort höfða skuli dómsmál á hendur ríkinu vegna lokaákvörðunar kjararáðs. Nokkrir félagsmenn telja að erindum þeirra hafi ekki verið svarað og þeir hafi hlotið af tjón vegna afgreiðslu ráðsins. Kjararáð var lagt niður þegar júní rann sitt skeið. Lokaverk ráðsins var að ákvarða laun tæplega 50 forstöðumanna ríkisstofnana. Óánægju gætir meðal forstjóranna vegna stjórnsýsluhátta sem stjórnvaldið viðhafði við sína síðustu ákvörðun. „Það er auðvitað mikil óánægja meðal þeirra sem töldu sig bera skarðan hlut frá borði. Erindum, sem sum hver voru gömul, var ekki svarað eða þeim vísað frá,“ segir Gissur Pétursson, formaður FFR.Gissur Pétursson, formaður FFR.vísir/vilhelmFélagsfundur fór fram í liðinni viku þar sem viðskilnaðurinn við kjararáð var til umræðu. Meðal annars var rætt hvort leita skyldi til umboðsmanns Alþingis vegna málsins eða hvort rétt væri að fara með málið fyrir dóm. „Það er spurning hvort umboðsmaður Alþingis geti yfirhöfuð tekið á málinu þar sem kjararáð hefur verið lagt niður. Það eru ýmsir fletir á þessu sem eru óþægilega óskýrir. Í hópi okkar eru margir löglærðir menn sem vilja hafa hlutina klára og kvitta og geta illa sætt sig við að það sé gengið frá þessu máli svona eins og var gert,“ segir Gissur. Enn liggur ekki fyrir hve marga kjararáð virti ekki svars en Gissur segir að það sé „drjúgur hópur“ sem telji sig hafa orðið fyrir tjóni vegna þessarar málsmeðferðar. Sú leið hafi meðal annars verið rædd að einn forstöðumaður höfði dómsmál, með stuðningi FFR, til að fá úr því skorið. „Það eru forstöðumenn sem sjá ekki aðra leið færa en að fara með málið til dómstóla. Það er mikið vafamál hvort þessi málsmeðferð sé í takti við málsmeðferðarreglur stjórnsýslunnar og mögulega voru þær brotnar,“ segir Gissur.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Kjararáð Mest lesið Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Fleiri fréttir Bolludagur, sprengidagur, öskudagur og maskadagur Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Sjá meira