Lee andaðist á hjúkrunarheimili í Los Angeles fyrr í morgun.
Hann var andlit fyrirtækisins Marvel, en myndasögurnar um ofurhetjurnar voru gefnar út undir merkjum þess fyrirtækis. Marvel hóf kvikmyndaframleiðslu fyrir um áratug og státar af þeirri kvikmyndaseríu sem hefur notið velgengni sem á sér fá fordæmi.
Stan Lee hefur birst í flestum Marvel-myndunum eins og sjá má í myndbandinu að neðan.