Mark Clattenburg: Átti að fá rautt spjald fyrir brotið á Gylfa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. nóvember 2018 09:00 Gylfi Þór Sigurðsson. Vísir/Getty Mark Clattenburg, fyrrum dómari í ensku úrvalsdeildinni, skrifar um það í pistli sínum í Daily Mail, að Chelsea-maðurinn Jorginho hefði átt að fara útaf með rautt spjald eftir brotið á Gylfa Þór Sigurðssyni í fyrri hálfleik í markalausu jafntefli Chelsea og Everton á Stamford Bridge í gær. Gylfi meiddist á ökkla við brotið en píndi sig áfram langt fram í seinni hálfleik. Eftir leik komust Everton menn hinsvegar betur að alvarleika meiðslanna. Mark Clattenburg átti mjög farsælan feril sem alþjóðadómari og náði sem dæmi magnaðri þrennu sumarið 2016 þegar hann dæmdi úrslialeik enska bikarsins, úrslitaleik Meistaradeildarinnar og úrslitaleik Evrópukeppninnar á 50 dögum. Mark Clattenburg hefur skrifað pistla um dómgæslu í ensku úrvalsdeildinni í vetur og að þessu sinni var það gróft brot á íslenska landsliðsmanninum Gylfa Þór Sigurðssyni sem hann tók fyrir.Klippa: Brot Jorginho á Gylfa Þór Jorginho klippti niður Gylfa með þeim afleiðingum að Gylfi lá lengi í jörðinni og yfirgaf seinna leikvanginn í spelku. Gylfi mun væntanlega missa af næstu leikjum íslenska landsliðsins vegna þessa grófa brots. Jorginho fékk gult spjald frá dómara leiksin en Mark Clattenburg var einn af þeim sem taldi að það hafi verið vitlaus litur á spjaldinu.6 MARK CLATTENBURG: Jorginho can count himself lucky not to have been sent off for his tackle on Gylfi Sigurdsson. He was off the ground with both feet and caught his opponent. 6 https://t.co/jA9FY2NO48pic.twitter.com/MFSXrsmYDO — Football Corner (@footcor) November 11, 2018 „Jorginho var heppinn að fá ekki rauða spjaldið fyrir þetta brot á Gylfa Sigurðssyni. Hann var með báða fætur á lofti og klippti mótherja sinn niður,“ skrifaði Mark Clattenburg meðal annars. „Þetta var mjög glannaleg tækling og átti skilið rautt spjald,“ bætti Mark Clattenburg en hann vildi þó jafnframt ekki vera mjög harður við Kevin Friend, dómara leiksins, því það var að hans mati erfitt að sjá það að báðir fætur Jorginho hafi verið á lofti. Enski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Sjá meira
Mark Clattenburg, fyrrum dómari í ensku úrvalsdeildinni, skrifar um það í pistli sínum í Daily Mail, að Chelsea-maðurinn Jorginho hefði átt að fara útaf með rautt spjald eftir brotið á Gylfa Þór Sigurðssyni í fyrri hálfleik í markalausu jafntefli Chelsea og Everton á Stamford Bridge í gær. Gylfi meiddist á ökkla við brotið en píndi sig áfram langt fram í seinni hálfleik. Eftir leik komust Everton menn hinsvegar betur að alvarleika meiðslanna. Mark Clattenburg átti mjög farsælan feril sem alþjóðadómari og náði sem dæmi magnaðri þrennu sumarið 2016 þegar hann dæmdi úrslialeik enska bikarsins, úrslitaleik Meistaradeildarinnar og úrslitaleik Evrópukeppninnar á 50 dögum. Mark Clattenburg hefur skrifað pistla um dómgæslu í ensku úrvalsdeildinni í vetur og að þessu sinni var það gróft brot á íslenska landsliðsmanninum Gylfa Þór Sigurðssyni sem hann tók fyrir.Klippa: Brot Jorginho á Gylfa Þór Jorginho klippti niður Gylfa með þeim afleiðingum að Gylfi lá lengi í jörðinni og yfirgaf seinna leikvanginn í spelku. Gylfi mun væntanlega missa af næstu leikjum íslenska landsliðsins vegna þessa grófa brots. Jorginho fékk gult spjald frá dómara leiksin en Mark Clattenburg var einn af þeim sem taldi að það hafi verið vitlaus litur á spjaldinu.6 MARK CLATTENBURG: Jorginho can count himself lucky not to have been sent off for his tackle on Gylfi Sigurdsson. He was off the ground with both feet and caught his opponent. 6 https://t.co/jA9FY2NO48pic.twitter.com/MFSXrsmYDO — Football Corner (@footcor) November 11, 2018 „Jorginho var heppinn að fá ekki rauða spjaldið fyrir þetta brot á Gylfa Sigurðssyni. Hann var með báða fætur á lofti og klippti mótherja sinn niður,“ skrifaði Mark Clattenburg meðal annars. „Þetta var mjög glannaleg tækling og átti skilið rautt spjald,“ bætti Mark Clattenburg en hann vildi þó jafnframt ekki vera mjög harður við Kevin Friend, dómara leiksins, því það var að hans mati erfitt að sjá það að báðir fætur Jorginho hafi verið á lofti.
Enski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Sjá meira