LeBron tróð fyrir sigri Lakers Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 12. nóvember 2018 07:30 Chandler og James fagna í nótt vísir/getty LeBron James tróð fyrir sigri Los Angeles Lakers gegn Atlanta Hawks í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Lakers vann sinn þriðja leik í röð á tímabilinu. Þegar fimmtán sekúndur voru eftir af leiknum tróð James boltanum í körfu Atlanta og kom Lakers yfir 107-106. Það var svo Tyson Chandler sem sá til þess að þeir færu heim til Los Angeles með sigurinn með því að verja sniðskot Trae Young í lokasókn Atlanta. Sigurinn var sá fimmti í sex leikjum hjá Lakers sem situr nú í áttunda sæti Vesturdeildarinnar.The @Lakers & @ATLHawks go down to the wire in a fantastic finish at Staples Center! #LakeShowpic.twitter.com/ilb2vjjbLR — NBA (@NBA) November 12, 2018 Houston Rockets, sem fór alla leið í úrslit Vesturdeildarinnar í vor, vann loks sinn fyrsta heimaleik á nýju tímabili eftir fjögur töp. Sigurinn var hvað helst James Harden að þakka sem átti stórleik og skoraði 40 stig fyrir Rockets ásamt 9 stoðsendingum og 7 fráköstum. Chris Paul bætti við 26 stigum fyrir Houston í 115-103 sigri á Indiana Pacers. Gestirnir frá Indiana voru nálægt því að gera leikinn spennandi undir lokin þegar Cory Joseph minnkaði muninn í átta stig og 90 sekúndur voru á klukkunni en Chris Paul svaraði strax og batt enda á alla drauma um endurkomu. Indiana tapaði þriðja leiknum í síðustu fjórum.James Harden hits 8 3's en route to a season-high 40 PTS, 9 AST, 7 REB for the @HoustonRockets! #Rocketspic.twitter.com/KrA3WvMmTf — NBA (@NBA) November 12, 2018 Í Portland náðu heimamenn í Portland Trail Blazers í sinn fjórða sigur í röð þegar þeir unnu Boston Celtics 100-94. Portland var mest með 21 stigs forskot í leiknum en gestirnir frá Boston gáfust aldrei upp. Í byrjun fjórða leikhluta tóku þeir 13-2 áhlaup og minnkuðu muninn í 85-83. Heimamenn svöruðu strax og héldu forskotinu út leikinn þökk sé tveimur mikilvægum þristum frá Al-Farouq Aminu á loka mínútunum.Damian Lillard records 19 PTS, 12 AST to lift the @trailblazers to victory at home! #RipCitypic.twitter.com/rs5bsmWSf7 — NBA (@NBA) November 12, 2018Úrslit næturinnar: Detroit Pistons - Charlotte Hornets 103-113 Houston Rockets - Indiana Pacers 115-103 New York Knicks - Orlando Magic 89-115 Denver Nuggets - Milwaukee Bucks 114-121 Portland Trail Blazers - Boston Celtics 100-94 Los Angeles Lakers - Atlanta Hawks 107-106 NBA Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Sport Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira
LeBron James tróð fyrir sigri Los Angeles Lakers gegn Atlanta Hawks í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Lakers vann sinn þriðja leik í röð á tímabilinu. Þegar fimmtán sekúndur voru eftir af leiknum tróð James boltanum í körfu Atlanta og kom Lakers yfir 107-106. Það var svo Tyson Chandler sem sá til þess að þeir færu heim til Los Angeles með sigurinn með því að verja sniðskot Trae Young í lokasókn Atlanta. Sigurinn var sá fimmti í sex leikjum hjá Lakers sem situr nú í áttunda sæti Vesturdeildarinnar.The @Lakers & @ATLHawks go down to the wire in a fantastic finish at Staples Center! #LakeShowpic.twitter.com/ilb2vjjbLR — NBA (@NBA) November 12, 2018 Houston Rockets, sem fór alla leið í úrslit Vesturdeildarinnar í vor, vann loks sinn fyrsta heimaleik á nýju tímabili eftir fjögur töp. Sigurinn var hvað helst James Harden að þakka sem átti stórleik og skoraði 40 stig fyrir Rockets ásamt 9 stoðsendingum og 7 fráköstum. Chris Paul bætti við 26 stigum fyrir Houston í 115-103 sigri á Indiana Pacers. Gestirnir frá Indiana voru nálægt því að gera leikinn spennandi undir lokin þegar Cory Joseph minnkaði muninn í átta stig og 90 sekúndur voru á klukkunni en Chris Paul svaraði strax og batt enda á alla drauma um endurkomu. Indiana tapaði þriðja leiknum í síðustu fjórum.James Harden hits 8 3's en route to a season-high 40 PTS, 9 AST, 7 REB for the @HoustonRockets! #Rocketspic.twitter.com/KrA3WvMmTf — NBA (@NBA) November 12, 2018 Í Portland náðu heimamenn í Portland Trail Blazers í sinn fjórða sigur í röð þegar þeir unnu Boston Celtics 100-94. Portland var mest með 21 stigs forskot í leiknum en gestirnir frá Boston gáfust aldrei upp. Í byrjun fjórða leikhluta tóku þeir 13-2 áhlaup og minnkuðu muninn í 85-83. Heimamenn svöruðu strax og héldu forskotinu út leikinn þökk sé tveimur mikilvægum þristum frá Al-Farouq Aminu á loka mínútunum.Damian Lillard records 19 PTS, 12 AST to lift the @trailblazers to victory at home! #RipCitypic.twitter.com/rs5bsmWSf7 — NBA (@NBA) November 12, 2018Úrslit næturinnar: Detroit Pistons - Charlotte Hornets 103-113 Houston Rockets - Indiana Pacers 115-103 New York Knicks - Orlando Magic 89-115 Denver Nuggets - Milwaukee Bucks 114-121 Portland Trail Blazers - Boston Celtics 100-94 Los Angeles Lakers - Atlanta Hawks 107-106
NBA Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Sport Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira