OECD kippir Íslandi út úr tölum um vinnutíma Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. nóvember 2018 09:00 Íslendingar vinna 1487 klukkustundir að meðaltali á ári samkvæmt tölum Hagstofunnar fyrir árið 2017. OECD - World Economic Forum Ísland er í flokki þeirra ríkja heims sem vinna fæstar vinnustundir ólíkt því sem áður var talið. Þá ályktun má draga út frá tölum Hagstofunnar fyrir árið 2017 séu þær bornar saman nýjar tölur frá Efnahags- og framfarastofnuninni, OECD. Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, vekur athygli á því að upplýsingar um Ísland sé ekki að finna í nýbirtum tölum OECD um vinnustundir þjóða heimsins. Telur hann það mega rekja til þess að Hagstofa Íslands hafi birt nýtt mat á útreikningum vinnustunda fyrr á árinu. OECD eigi líkast til eftir að taka tillit til þeirra forsendna. Ósamræmi virðist hafa verið í mælingu vinnustunda hér og annars staðar, meðal annars vegna marartíma á vinnutíma. OECD segir í klausu með birtingu nýjustu talnanna að samanburður sé varhugaverður þar sem forsendur talna frá hverju landi fyrir sig geti verið breytilegur. Þrátt fyrir það eru tölur frá Íslandi ekki teknar með til samanburðar.Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs.Matartími talinn til vinnutímaHagstofan sendi frá sér tilkynningu í febrúar síðastliðnum undir yfirskriftinni „Ný tölfræði um vinnumagn og framleiðni vinnuafls.“ Þar kemur fram að ný aðferðarfræði bendi til þess að fjöldi vinnustunda sé minni en áður er talið. Munurinn sé á bilinu 16-22 prósent. Tveir þættir geti skýrt það. Annars vegar gætu þeir einstaklingar sem svara í úrtakskönnun vinnumarkaðsrannsóknarinnar gefið upp of margar vinnustundir. „Í því sambandi hefur verið bent á að hefðbundin 40 stunda vinnuvika sé í raun styttri vegna kjarasamningsbundinna réttinda,“ segir á vef Hagstofunnar. Einnig sé þekkt að afstaða launamanna til lengdar vinnutíma geti haft áhrif á svör en hér á landi hafi langur vinnudagur þótt merki um eljusemi og starfsþrótt. Mikilvægt sé þó að undirstrika að ekki liggi fyrir rannsóknir um þessi atriði og því einungis um tilgátur að ræða. „Eftir stendur að lækkun á fjölda heildarvinnustunda hefur í för með sér töluverða breytingu á stöðu Íslands í alþjóðlegum samanburði á verðmætasköpun miðað við vinnutíma. Hafa ber í huga að í mörgum tilvikum liggja ólíkar aðferðir að baki alþjóðlegs samanburðar en niðurstöður samkvæmt þjóðhagsreikningastaðlinum eiga að gera samanburð mögulegan. Mismunurinn sem hér kemur fram undirstrikar nauðsyn þess að vel sé hugað að þeim aðferðum sem beitt er og gerðar séu frekari rannsóknir á þeim.“Úr skýrslu Viðskiptaráðs frá því í sumar. Þar er komist að þeirri niðurstöðu, miðað við tölur frá Hagstofu Íslands, að framleiðni á Íslandi sé á pari við hin Norðurlöndin en ekki minni eins og talið hefur verið.Á meðal þeirra sem vinna fæstar stundir Konráð bendir á að séu tölurnar fyrir árið 2017 skoðaðar á vef Hagstofunnar komi í ljós að fjöldi vinnustunda Íslendings á árinu sé að meðaltali 1487 klukkustundir. Það fær hann út með því að taka saman fjölda vinnustunda allra starfandi og deila með fjölda þeirra. Þegar sá fjöldi vinnustunda er borinn saman við nýjustu tölur OECD er Ísland á nýjum stað. Á meðal þeirra þjóða sem hafa hvað fæstar vinnustundir, aðeins fleiri en Holland (1433 klukkustundir) en færri en Frakkland (1514 klukkustundir). Til þessa hefur verið talið að Íslendingar ynnu mun fleiri vinnustundir, 1883 vinnustundir í gögnum OECD frá því í fyrra.Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.Fréttablaðið/Anton BrinkFramleiðni vanmetin til þessa Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, benti á það í febrúar, í tengslum við frumvarp Pírata um skiptingu vinnuvikunnar, að ekki væri rétt að vinnustundir á Íslandi væru mun fleiri en í flestum samanburðarríkjum á Norðurlöndum og í Evrópu. „Virkar vinnustundir á Íslandi eru samkvæmt flestum kjarasamningum þrjátíu og sjö stundir. Í sumum kjarasamningum rétt um 36 stundir á viku en ekki 40 stundir. Ef þú tekur dagvinnustundir í Evrópu er Ísland sem næst stystu vinnuvikuna. Aðeins Frakkar eru með styttri vinnuviku,“ sagði Halldór Benjamín. Konráð segir í samtali við Vísi að þótt tölurnar um vinnustundir virðist vera mýta megi ekki gleyma því að atvinnuþátttaka Íslendinga sé mjög mikil. Ungt fólk og konur vinni mun meira hér en víða annars staðar. Þá hafi nýju tölurnar sömuleiðis sýnt það að framleiðni á Íslandi sé nánast á pari við hin Norðurlöndin en ekki talsvert minni eins og áður var talið. Kjaramál Tengdar fréttir Minni veikindi og hreinni samviska með styttri vinnuviku Karlar og konur sem tekið hafa þátt í tilraunaverkefni er snýr að styttingu vinnuvikunnar eru sammála um að færri vinnustundir hafi auðveldað þeim að samræma vinnu og einkalíf auk þess að minnka það álag sem sé á heimilinu. 17. október 2018 15:41 Vinnuvikan stytt hjá einum vinnustað í tilraunaverkefni Velferðarráðuneytið auglýsir eftir þátttöku vaktavinnustaðar í tilraunaverkefni um styttingu vinnutíma hjá ríkinu. 7. júní 2018 14:20 SA leggst gegn fækkun dagvinnustunda og segir byrjað á öfugum enda Í dag verður mælt fyrir frumvarpi þingmanna Pírata um að vinnuvikan verði stytt í 35 stundir eða um klukkustund á dag 21. febrúar 2018 12:56 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Ísland er í flokki þeirra ríkja heims sem vinna fæstar vinnustundir ólíkt því sem áður var talið. Þá ályktun má draga út frá tölum Hagstofunnar fyrir árið 2017 séu þær bornar saman nýjar tölur frá Efnahags- og framfarastofnuninni, OECD. Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, vekur athygli á því að upplýsingar um Ísland sé ekki að finna í nýbirtum tölum OECD um vinnustundir þjóða heimsins. Telur hann það mega rekja til þess að Hagstofa Íslands hafi birt nýtt mat á útreikningum vinnustunda fyrr á árinu. OECD eigi líkast til eftir að taka tillit til þeirra forsendna. Ósamræmi virðist hafa verið í mælingu vinnustunda hér og annars staðar, meðal annars vegna marartíma á vinnutíma. OECD segir í klausu með birtingu nýjustu talnanna að samanburður sé varhugaverður þar sem forsendur talna frá hverju landi fyrir sig geti verið breytilegur. Þrátt fyrir það eru tölur frá Íslandi ekki teknar með til samanburðar.Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs.Matartími talinn til vinnutímaHagstofan sendi frá sér tilkynningu í febrúar síðastliðnum undir yfirskriftinni „Ný tölfræði um vinnumagn og framleiðni vinnuafls.“ Þar kemur fram að ný aðferðarfræði bendi til þess að fjöldi vinnustunda sé minni en áður er talið. Munurinn sé á bilinu 16-22 prósent. Tveir þættir geti skýrt það. Annars vegar gætu þeir einstaklingar sem svara í úrtakskönnun vinnumarkaðsrannsóknarinnar gefið upp of margar vinnustundir. „Í því sambandi hefur verið bent á að hefðbundin 40 stunda vinnuvika sé í raun styttri vegna kjarasamningsbundinna réttinda,“ segir á vef Hagstofunnar. Einnig sé þekkt að afstaða launamanna til lengdar vinnutíma geti haft áhrif á svör en hér á landi hafi langur vinnudagur þótt merki um eljusemi og starfsþrótt. Mikilvægt sé þó að undirstrika að ekki liggi fyrir rannsóknir um þessi atriði og því einungis um tilgátur að ræða. „Eftir stendur að lækkun á fjölda heildarvinnustunda hefur í för með sér töluverða breytingu á stöðu Íslands í alþjóðlegum samanburði á verðmætasköpun miðað við vinnutíma. Hafa ber í huga að í mörgum tilvikum liggja ólíkar aðferðir að baki alþjóðlegs samanburðar en niðurstöður samkvæmt þjóðhagsreikningastaðlinum eiga að gera samanburð mögulegan. Mismunurinn sem hér kemur fram undirstrikar nauðsyn þess að vel sé hugað að þeim aðferðum sem beitt er og gerðar séu frekari rannsóknir á þeim.“Úr skýrslu Viðskiptaráðs frá því í sumar. Þar er komist að þeirri niðurstöðu, miðað við tölur frá Hagstofu Íslands, að framleiðni á Íslandi sé á pari við hin Norðurlöndin en ekki minni eins og talið hefur verið.Á meðal þeirra sem vinna fæstar stundir Konráð bendir á að séu tölurnar fyrir árið 2017 skoðaðar á vef Hagstofunnar komi í ljós að fjöldi vinnustunda Íslendings á árinu sé að meðaltali 1487 klukkustundir. Það fær hann út með því að taka saman fjölda vinnustunda allra starfandi og deila með fjölda þeirra. Þegar sá fjöldi vinnustunda er borinn saman við nýjustu tölur OECD er Ísland á nýjum stað. Á meðal þeirra þjóða sem hafa hvað fæstar vinnustundir, aðeins fleiri en Holland (1433 klukkustundir) en færri en Frakkland (1514 klukkustundir). Til þessa hefur verið talið að Íslendingar ynnu mun fleiri vinnustundir, 1883 vinnustundir í gögnum OECD frá því í fyrra.Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.Fréttablaðið/Anton BrinkFramleiðni vanmetin til þessa Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, benti á það í febrúar, í tengslum við frumvarp Pírata um skiptingu vinnuvikunnar, að ekki væri rétt að vinnustundir á Íslandi væru mun fleiri en í flestum samanburðarríkjum á Norðurlöndum og í Evrópu. „Virkar vinnustundir á Íslandi eru samkvæmt flestum kjarasamningum þrjátíu og sjö stundir. Í sumum kjarasamningum rétt um 36 stundir á viku en ekki 40 stundir. Ef þú tekur dagvinnustundir í Evrópu er Ísland sem næst stystu vinnuvikuna. Aðeins Frakkar eru með styttri vinnuviku,“ sagði Halldór Benjamín. Konráð segir í samtali við Vísi að þótt tölurnar um vinnustundir virðist vera mýta megi ekki gleyma því að atvinnuþátttaka Íslendinga sé mjög mikil. Ungt fólk og konur vinni mun meira hér en víða annars staðar. Þá hafi nýju tölurnar sömuleiðis sýnt það að framleiðni á Íslandi sé nánast á pari við hin Norðurlöndin en ekki talsvert minni eins og áður var talið.
Kjaramál Tengdar fréttir Minni veikindi og hreinni samviska með styttri vinnuviku Karlar og konur sem tekið hafa þátt í tilraunaverkefni er snýr að styttingu vinnuvikunnar eru sammála um að færri vinnustundir hafi auðveldað þeim að samræma vinnu og einkalíf auk þess að minnka það álag sem sé á heimilinu. 17. október 2018 15:41 Vinnuvikan stytt hjá einum vinnustað í tilraunaverkefni Velferðarráðuneytið auglýsir eftir þátttöku vaktavinnustaðar í tilraunaverkefni um styttingu vinnutíma hjá ríkinu. 7. júní 2018 14:20 SA leggst gegn fækkun dagvinnustunda og segir byrjað á öfugum enda Í dag verður mælt fyrir frumvarpi þingmanna Pírata um að vinnuvikan verði stytt í 35 stundir eða um klukkustund á dag 21. febrúar 2018 12:56 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Minni veikindi og hreinni samviska með styttri vinnuviku Karlar og konur sem tekið hafa þátt í tilraunaverkefni er snýr að styttingu vinnuvikunnar eru sammála um að færri vinnustundir hafi auðveldað þeim að samræma vinnu og einkalíf auk þess að minnka það álag sem sé á heimilinu. 17. október 2018 15:41
Vinnuvikan stytt hjá einum vinnustað í tilraunaverkefni Velferðarráðuneytið auglýsir eftir þátttöku vaktavinnustaðar í tilraunaverkefni um styttingu vinnutíma hjá ríkinu. 7. júní 2018 14:20
SA leggst gegn fækkun dagvinnustunda og segir byrjað á öfugum enda Í dag verður mælt fyrir frumvarpi þingmanna Pírata um að vinnuvikan verði stytt í 35 stundir eða um klukkustund á dag 21. febrúar 2018 12:56