Ungmenni vilja meira umferðaröryggi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 11. nóvember 2018 19:00 Ungmennaráð Grindavíkur stóð fyrir helgi fyrir málþingi um umferðaröryggi. Málþingið var haldið með stuðningi Evrópusambandsins þar sem fulltrúum sveitarfélaga, þingmönnum og ráðherrum var boðið. Ungmennaráð Grindavíkur sótti um styrk til Erasmus+, sem er styrkjaáætlun Evrópusambandsins, til þess að halda tveggja daga málþing sem bar heitið „Umferðaröryggi - Okkar mál!“ og fór fram fyrir helgi. Tilefnið eru þau alvarlegu slys sem orðið hafa á Grindavíkurvegi og Reykjanesbraut á liðnum misserum. „Umferðaröryggi er auðvitað bara málefni sem snertir alla og það er mikilvægt að heyra raddir ungs fólks og þess vegna langaði okkur að bjóða ungmennaráðum á landinu að koma og ræða þessu mál,“ sagði Karen Óla Eiríksdóttir, formaður Ungmennaráðs Grindavíkur. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sat fundinn ásamt fulltrúum sveitarfélaga og fulltrúum þeirra stofnana og félaga sem hafa með umferðarmál að gera. Karen segir vona að ráðherra taki ábendingum umferðarráðsins til greina í samgönguáætlun. „Ég auðvitað vona það. Það er auðvitað frábært að það sé loksins verið að gera eitthvað. Vonandi er þetta bara byrjunin og svo að þetta muni halda áfram og að það verði gert ennþá meira,“ sagði Karen og á þar við úrbætur á Grindavíkurvegi.Ráðherra stillti sér upp með Ungmennaráði Grindavíkur áður en máþlingið hófst.Vísir/JóiKMikilvægt að ungt fólk taki þátt „Það er einmitt svona ákall, ekki síst frá ungu fólki hérna úr Grindavík, sem þurfa að fara til skóla eða í vinnu um hættulegan veg og við gátum brugðist við því og þess vegna er frábært að geta, bara með mjög stuttum fyrirvara, sett það í gang,“ Sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Þar á ráðherra þar við úrbætur sem unnið er að á Grindavíkurvegi til þess að tryggja betur umferðaröryggi en eins og áður hefur komið fram var viðbótar fjárframlag sett til vegagerðar sem gerði það kleift að hægt yrði að gera úrbætur á veginum sem nú standa yfir. Samgönguráðherra hefur verið gangrýndur fyrir að umferðaröryggi á Reykjanesbraut verði ekki tryggt fyrr en raun ber vitni í Samgönguáætlun sem hefur verið lögð fram á þingi. Til að hægt sé að flýta mikilvægum framkvæmdum segir Sigurður að breiðari pólitísk samstaða sé að myndast um gjaldtöku til að flýta verkefnum. „Ég hef ekki heyrt annað en að það sé að gerast, þannig að ég vonast til að getum gert frumvörp sem að munu hleypa af stað verkefnum með gjaldtöku og flýta þá örðum verkefnum til að mynda á Reykjanesbrautinni,“ sagði Sigurður. Grindavík Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Ungmennaráð Grindavíkur stóð fyrir helgi fyrir málþingi um umferðaröryggi. Málþingið var haldið með stuðningi Evrópusambandsins þar sem fulltrúum sveitarfélaga, þingmönnum og ráðherrum var boðið. Ungmennaráð Grindavíkur sótti um styrk til Erasmus+, sem er styrkjaáætlun Evrópusambandsins, til þess að halda tveggja daga málþing sem bar heitið „Umferðaröryggi - Okkar mál!“ og fór fram fyrir helgi. Tilefnið eru þau alvarlegu slys sem orðið hafa á Grindavíkurvegi og Reykjanesbraut á liðnum misserum. „Umferðaröryggi er auðvitað bara málefni sem snertir alla og það er mikilvægt að heyra raddir ungs fólks og þess vegna langaði okkur að bjóða ungmennaráðum á landinu að koma og ræða þessu mál,“ sagði Karen Óla Eiríksdóttir, formaður Ungmennaráðs Grindavíkur. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sat fundinn ásamt fulltrúum sveitarfélaga og fulltrúum þeirra stofnana og félaga sem hafa með umferðarmál að gera. Karen segir vona að ráðherra taki ábendingum umferðarráðsins til greina í samgönguáætlun. „Ég auðvitað vona það. Það er auðvitað frábært að það sé loksins verið að gera eitthvað. Vonandi er þetta bara byrjunin og svo að þetta muni halda áfram og að það verði gert ennþá meira,“ sagði Karen og á þar við úrbætur á Grindavíkurvegi.Ráðherra stillti sér upp með Ungmennaráði Grindavíkur áður en máþlingið hófst.Vísir/JóiKMikilvægt að ungt fólk taki þátt „Það er einmitt svona ákall, ekki síst frá ungu fólki hérna úr Grindavík, sem þurfa að fara til skóla eða í vinnu um hættulegan veg og við gátum brugðist við því og þess vegna er frábært að geta, bara með mjög stuttum fyrirvara, sett það í gang,“ Sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Þar á ráðherra þar við úrbætur sem unnið er að á Grindavíkurvegi til þess að tryggja betur umferðaröryggi en eins og áður hefur komið fram var viðbótar fjárframlag sett til vegagerðar sem gerði það kleift að hægt yrði að gera úrbætur á veginum sem nú standa yfir. Samgönguráðherra hefur verið gangrýndur fyrir að umferðaröryggi á Reykjanesbraut verði ekki tryggt fyrr en raun ber vitni í Samgönguáætlun sem hefur verið lögð fram á þingi. Til að hægt sé að flýta mikilvægum framkvæmdum segir Sigurður að breiðari pólitísk samstaða sé að myndast um gjaldtöku til að flýta verkefnum. „Ég hef ekki heyrt annað en að það sé að gerast, þannig að ég vonast til að getum gert frumvörp sem að munu hleypa af stað verkefnum með gjaldtöku og flýta þá örðum verkefnum til að mynda á Reykjanesbrautinni,“ sagði Sigurður.
Grindavík Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira