Jón Gnarr segir að Banksy-verk hans sé einungis plakat sem sé hægt að kaupa á netinu fyrir smápeninga Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. nóvember 2018 13:58 Jón Gnarr og verkið umrædda. Fréttablaðið/GVA Jón Gnarr segir að Banksy-listaverkið sem honum var gefið er hann var borgarstjóri og hangi nú heima hjá honum sé ekki upprunalegt verk eftir Banksy heldur einungis plakat sem hægt sé að kaupa á netinu fyrir litlar fjárhæðir. Hann segir af og frá að verkið sé milljónavirði og að hann væri „ekkert annað en spilltur bjáni“ hefði hann reynt að sleppa því að telja verðmætt listarverk fram til hagsmunaskráningar eða skatts. Greint var frá því í Fréttablaðinu í gær að verkið, sem Jón fékk er hann var borgarstjóri, hengi nú heima hjá honum þrátt fyrir að Jón hafi áður sagt að hann hafi fengið verkið með því skilyrði að það yrði hengt upp á borgarstjóraskrifstofunni. Í viðtali við blaðið sagðist Jón líta svo á að verkið hafi verið gjöf til sín persónulega. Í blaðinu sagði einnig að miðað við stærð verksins og sérstöðu mætti ætla að það væri milljónavirði miðað við sölu- og uppboðsverð á eftirprentunum víða á netinu.„Ef ég bæri heim til mín verðmætt listaverk eftir alþjóðlegan listamann, verk sem ég hefði eignast þegar ég var borgarstjóri, sleppt því að telja það fram til bæði hagsmunaskráningar og skatts, hengt það upp í stofunni hjá mér og sýnt það reglulega á myndum og þar með gleymt að hylma yfir þessu mikla undanskoti og spillingarbragði, þá væri ég ekkert annað en spilltur bjáni. Og þá væri ég líka með eitthvað meira en lítið skerta dómgreind,“ skrifar Jón á Facebook-síðu sinni.Banksy í stofunni. Twitter/Jón GnarrHvorki Listasafnið né borgin gert kröfu um að fá verkið Þar segist hann hafa orðið var við mikla umræðu um verkið eftir að frétt Fréttablaðsins birtist og að fólk hafi verið að spyrja hann hvort hann ætli sér að skila verkinu. Hann segir hins vegar að hvorki Listasafn Reykjavíkur né Reykjavíkurborg hafi gert kröfu um að fá verkið til sín.„Þetta er ekki orginal verk eftir Banksy heldur eftirprentun. Hún er ekki einu sinni merkt listamanninum. Þetta er í rauninni bara plaggat. Ég borgaði ekkert fyrir það nema einhvern 50.000 kall fyrir að setja það á álplötu. Það er hægt að kaupa svona á netinu fyrir smápeninga,“ skrifar Jón.Þá gerir hann lítið úr umfjöllun mbl.is um málið þar sem rætt var við Kristján Gunnar Valdimarsson, lektor í skattarétti við Háskóla Íslands, þar sem hann sagði að það væri „alveg ljóst að svona gjöf væri ekki tækifærisgjöf,“ og þá skattskylt samkvæmt lögum.„Blaðamaður, eða bara einhver, virðist gefa sér það að þetta verk sé rosa mikils virði. Það er ekki byggt með neinum haldbærum rökum, bara þvaðri,“ skrifar Jón.„Ég get alveg fallist á það að verkið sé sögulega og pólitískt mikilvægt og ætti jafnvel að hanga í Ráðhúsi Reykjavíkur en ég efast um að Banksy myndi leyfa það.Ég vil taka það fram að ég er enginn listfræðingur. Ég hef ekkert vit á því hvernig listaverk eru metin en þetta er það sem mér finnst og hefur alltaf fundist. Þetta er bara plaggat sem ég fékk kurteysislegt leyfi frá listamanninum sem gerði það bara af því að ég ber svo mikla virðingu fyrir honum. En þetta er samt bara plaggat,“ skrifar Jón að lokum.Uppfært klukkan 19:38Jón Gnarr breytti pistli sínum á Facebook þar sem hann tengdi áður Kristján Gunnar við Mossac Fonseca og Júlíus Vífil Ingvarsson. Í uppfærðum pistli nafngreinir hann hvorki lektorinn né tengir við tengsl hans við lögfræðifyrirtækið eða borgarfulltrúann fyrrverandi.Pistill Jóns sem hann birti á Facebook í heild sinniNokkuð hefur verið fjallað um Banksy verkið sem ég á. Blaðamaður vísis hafði samband við mig í fyrradag og ég ræddi lauslega við hann. Seinni partinn í gær hringdi svo í mig blaðamaður á Mogganum. Síminn minn var bilaður og við heyrðum illa í hvor öðrum og ég sagði honum að ég væri bara að undirbúa sýningu í Hörpu um kvöldið, gæti ekki pælt í þessu en honum væri velkomið að tala við mig í dag. Það hefur enginn hringt í mig en það eru búnar að birtast nokkrar fréttir um þetta og jafnvel einhverjir sem telja að þeir séu hugsanlega að stinga á einhverju spillingarkýli og þetta sé eitthvað rosa dýrt listaverk. Einhverjar umræður hafa sprottið upp á samfélagsmiðlunum og einkennilegasta fólk stigið fram með skoðanir á þessu máli. Það er verið að spyrja mig á facebook hvort ég ætli að skila verkinu. Ég hélt í fyrstu að þetta væru nú bara einhverjir vitleysingar sem væru að pæla í þessu en sá núna að jafnvel menn eins og Pawel Bartoszek eru að snupra mig fyrir þetta og allskonar fólk sem hefur á þessu miklar skoðanir. Mogginn gengur svo langt að draga fram sérfræðing í skattarétti, sem virðist ýja að því að þetta sé jafnvel eitthvað skattalagabrot. Blaðamaður, eða bara einhver, virðist gefa sér það að þetta verk sé rosa mikils virði. Það er ekki byggt með neinum haldbærum rökum, bara þvaðri. Ef ég bæri heim til mín verðmætt listaverk eftir alþjóðlegan listamann, verk sem ég hefði eignast þegar ég var borgarstjóri, sleppt því að telja það fram til bæði hagsmunaskráningar og skatts, hengt það upp í stofunni hjá mér og sýnt það reglulega á myndum og þar með gleymt að hylma yfir þessu mikla undanskoti og spillingarbragði, þá væri ég ekkert annað en spilltur bjáni. Og þá væri ég líka með eitthvað meira en lítið skerta dómgreind.Hvorki LISTASAFN REYKJAVÍKUR REYKJAVIK ART MUSEUM eða Reykjavíkurborg hefur gert neina kröfu um að fá þetta verk til sínÞetta er ekki orginal verk eftir Banksy heldur eftirprentun. Hún er ekki einu sinni merkt listamanninum. Þetta er í rauninni bara plaggat. Ég borgaði ekkert fyrir það nema einhvern 50.000 kall fyrir að setja það á álplötu. Það er hægt að kaupa svona á netinu fyrir smápeninga. Ég hef aldrei litið svo á að þetta verk væri virði einhverra peninga. Það hefur einhvers konar táknrænt gildi hugsanlega, jafnvel sögulegt. En fyrst og fremst hefur það tilfinningalegt gildi fyrir mér. Ef það ætti að meta verðgildi svona verks hver ætti að gera það? Ef ritstjóri Morgunblaðsins myndi bjóða 10 milljónir í það yrði það þá þar með verðmætið? Eða ætti ég að skrifa Banksy og spyrja hann hvað honum finndist að þetta ætti að kosta? Hefur þessi umfjöllun um verkið hugsanlega aukið verðgildi þess og gert það að umdeildu verki? Þetta er bara bull.Ég get alveg fallist á það að verkið sé sögulega og pólitískt mikilvægt og ætti jafnvel að hanga í Ráðhúsi Reykjavíkur en ég efast um að Banksy myndi leyfa það. Ég vil taka það fram að ég er enginn listfræðingur. Ég hef ekkert vit á því hvernig listaverk eru metin en þetta er það sem mér finnst og hefur alltaf fundist. Þetta er bara plaggat sem ég fékk kurteysislegt leyfi frá listamanninum sem gerði það bara af því að ég ber svo mikla virðingu fyrir honum. En þetta er samt bara plaggat. Banksy og Jón Gnarr Tengdar fréttir Banksy persónuleg gjöf og endaði heima í stofu Breski listamaðurinn Banksy færði Jóni Gnarr, þáverandi borgarstjóra, mynd að gjöf með því skilyrði að hún yrði á skrifstofu borgarstjóra. Strangar reglur gilda um gjafir til kjörinna fulltrúa. Persónuleg gjöf segir Jón. 10. nóvember 2018 07:00 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Jón Gnarr segir að Banksy-listaverkið sem honum var gefið er hann var borgarstjóri og hangi nú heima hjá honum sé ekki upprunalegt verk eftir Banksy heldur einungis plakat sem hægt sé að kaupa á netinu fyrir litlar fjárhæðir. Hann segir af og frá að verkið sé milljónavirði og að hann væri „ekkert annað en spilltur bjáni“ hefði hann reynt að sleppa því að telja verðmætt listarverk fram til hagsmunaskráningar eða skatts. Greint var frá því í Fréttablaðinu í gær að verkið, sem Jón fékk er hann var borgarstjóri, hengi nú heima hjá honum þrátt fyrir að Jón hafi áður sagt að hann hafi fengið verkið með því skilyrði að það yrði hengt upp á borgarstjóraskrifstofunni. Í viðtali við blaðið sagðist Jón líta svo á að verkið hafi verið gjöf til sín persónulega. Í blaðinu sagði einnig að miðað við stærð verksins og sérstöðu mætti ætla að það væri milljónavirði miðað við sölu- og uppboðsverð á eftirprentunum víða á netinu.„Ef ég bæri heim til mín verðmætt listaverk eftir alþjóðlegan listamann, verk sem ég hefði eignast þegar ég var borgarstjóri, sleppt því að telja það fram til bæði hagsmunaskráningar og skatts, hengt það upp í stofunni hjá mér og sýnt það reglulega á myndum og þar með gleymt að hylma yfir þessu mikla undanskoti og spillingarbragði, þá væri ég ekkert annað en spilltur bjáni. Og þá væri ég líka með eitthvað meira en lítið skerta dómgreind,“ skrifar Jón á Facebook-síðu sinni.Banksy í stofunni. Twitter/Jón GnarrHvorki Listasafnið né borgin gert kröfu um að fá verkið Þar segist hann hafa orðið var við mikla umræðu um verkið eftir að frétt Fréttablaðsins birtist og að fólk hafi verið að spyrja hann hvort hann ætli sér að skila verkinu. Hann segir hins vegar að hvorki Listasafn Reykjavíkur né Reykjavíkurborg hafi gert kröfu um að fá verkið til sín.„Þetta er ekki orginal verk eftir Banksy heldur eftirprentun. Hún er ekki einu sinni merkt listamanninum. Þetta er í rauninni bara plaggat. Ég borgaði ekkert fyrir það nema einhvern 50.000 kall fyrir að setja það á álplötu. Það er hægt að kaupa svona á netinu fyrir smápeninga,“ skrifar Jón.Þá gerir hann lítið úr umfjöllun mbl.is um málið þar sem rætt var við Kristján Gunnar Valdimarsson, lektor í skattarétti við Háskóla Íslands, þar sem hann sagði að það væri „alveg ljóst að svona gjöf væri ekki tækifærisgjöf,“ og þá skattskylt samkvæmt lögum.„Blaðamaður, eða bara einhver, virðist gefa sér það að þetta verk sé rosa mikils virði. Það er ekki byggt með neinum haldbærum rökum, bara þvaðri,“ skrifar Jón.„Ég get alveg fallist á það að verkið sé sögulega og pólitískt mikilvægt og ætti jafnvel að hanga í Ráðhúsi Reykjavíkur en ég efast um að Banksy myndi leyfa það.Ég vil taka það fram að ég er enginn listfræðingur. Ég hef ekkert vit á því hvernig listaverk eru metin en þetta er það sem mér finnst og hefur alltaf fundist. Þetta er bara plaggat sem ég fékk kurteysislegt leyfi frá listamanninum sem gerði það bara af því að ég ber svo mikla virðingu fyrir honum. En þetta er samt bara plaggat,“ skrifar Jón að lokum.Uppfært klukkan 19:38Jón Gnarr breytti pistli sínum á Facebook þar sem hann tengdi áður Kristján Gunnar við Mossac Fonseca og Júlíus Vífil Ingvarsson. Í uppfærðum pistli nafngreinir hann hvorki lektorinn né tengir við tengsl hans við lögfræðifyrirtækið eða borgarfulltrúann fyrrverandi.Pistill Jóns sem hann birti á Facebook í heild sinniNokkuð hefur verið fjallað um Banksy verkið sem ég á. Blaðamaður vísis hafði samband við mig í fyrradag og ég ræddi lauslega við hann. Seinni partinn í gær hringdi svo í mig blaðamaður á Mogganum. Síminn minn var bilaður og við heyrðum illa í hvor öðrum og ég sagði honum að ég væri bara að undirbúa sýningu í Hörpu um kvöldið, gæti ekki pælt í þessu en honum væri velkomið að tala við mig í dag. Það hefur enginn hringt í mig en það eru búnar að birtast nokkrar fréttir um þetta og jafnvel einhverjir sem telja að þeir séu hugsanlega að stinga á einhverju spillingarkýli og þetta sé eitthvað rosa dýrt listaverk. Einhverjar umræður hafa sprottið upp á samfélagsmiðlunum og einkennilegasta fólk stigið fram með skoðanir á þessu máli. Það er verið að spyrja mig á facebook hvort ég ætli að skila verkinu. Ég hélt í fyrstu að þetta væru nú bara einhverjir vitleysingar sem væru að pæla í þessu en sá núna að jafnvel menn eins og Pawel Bartoszek eru að snupra mig fyrir þetta og allskonar fólk sem hefur á þessu miklar skoðanir. Mogginn gengur svo langt að draga fram sérfræðing í skattarétti, sem virðist ýja að því að þetta sé jafnvel eitthvað skattalagabrot. Blaðamaður, eða bara einhver, virðist gefa sér það að þetta verk sé rosa mikils virði. Það er ekki byggt með neinum haldbærum rökum, bara þvaðri. Ef ég bæri heim til mín verðmætt listaverk eftir alþjóðlegan listamann, verk sem ég hefði eignast þegar ég var borgarstjóri, sleppt því að telja það fram til bæði hagsmunaskráningar og skatts, hengt það upp í stofunni hjá mér og sýnt það reglulega á myndum og þar með gleymt að hylma yfir þessu mikla undanskoti og spillingarbragði, þá væri ég ekkert annað en spilltur bjáni. Og þá væri ég líka með eitthvað meira en lítið skerta dómgreind.Hvorki LISTASAFN REYKJAVÍKUR REYKJAVIK ART MUSEUM eða Reykjavíkurborg hefur gert neina kröfu um að fá þetta verk til sínÞetta er ekki orginal verk eftir Banksy heldur eftirprentun. Hún er ekki einu sinni merkt listamanninum. Þetta er í rauninni bara plaggat. Ég borgaði ekkert fyrir það nema einhvern 50.000 kall fyrir að setja það á álplötu. Það er hægt að kaupa svona á netinu fyrir smápeninga. Ég hef aldrei litið svo á að þetta verk væri virði einhverra peninga. Það hefur einhvers konar táknrænt gildi hugsanlega, jafnvel sögulegt. En fyrst og fremst hefur það tilfinningalegt gildi fyrir mér. Ef það ætti að meta verðgildi svona verks hver ætti að gera það? Ef ritstjóri Morgunblaðsins myndi bjóða 10 milljónir í það yrði það þá þar með verðmætið? Eða ætti ég að skrifa Banksy og spyrja hann hvað honum finndist að þetta ætti að kosta? Hefur þessi umfjöllun um verkið hugsanlega aukið verðgildi þess og gert það að umdeildu verki? Þetta er bara bull.Ég get alveg fallist á það að verkið sé sögulega og pólitískt mikilvægt og ætti jafnvel að hanga í Ráðhúsi Reykjavíkur en ég efast um að Banksy myndi leyfa það. Ég vil taka það fram að ég er enginn listfræðingur. Ég hef ekkert vit á því hvernig listaverk eru metin en þetta er það sem mér finnst og hefur alltaf fundist. Þetta er bara plaggat sem ég fékk kurteysislegt leyfi frá listamanninum sem gerði það bara af því að ég ber svo mikla virðingu fyrir honum. En þetta er samt bara plaggat.
Banksy og Jón Gnarr Tengdar fréttir Banksy persónuleg gjöf og endaði heima í stofu Breski listamaðurinn Banksy færði Jóni Gnarr, þáverandi borgarstjóra, mynd að gjöf með því skilyrði að hún yrði á skrifstofu borgarstjóra. Strangar reglur gilda um gjafir til kjörinna fulltrúa. Persónuleg gjöf segir Jón. 10. nóvember 2018 07:00 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Banksy persónuleg gjöf og endaði heima í stofu Breski listamaðurinn Banksy færði Jóni Gnarr, þáverandi borgarstjóra, mynd að gjöf með því skilyrði að hún yrði á skrifstofu borgarstjóra. Strangar reglur gilda um gjafir til kjörinna fulltrúa. Persónuleg gjöf segir Jón. 10. nóvember 2018 07:00