Loksins fór vörn Lakers í gang Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 11. nóvember 2018 09:14 LeBron og félagar fóru loks að spila vörn í nótt vísir/getty Það tók lið LA Lakers 12 leiki að ná að halda andstæðingi sínum undir 100 stigum og það gott betur þegar liðið vann Sacramento Kings 101-86. Reyk frá skógareldunum sem geysa í Kaliforníufylki lagði inn í Golden 1 höllina í Sacramento og neyddist Luke Walton til að rótera liði Lakers meira en hann hefði annars gert. Það kom þó ekki að sök, hans menn náðu í sinn sjötta sigur á tímabilinu og eru nú 6/6 eftir tólf leiki. LeBron James skoraði 25 stig þrátt fyrir höfuðverk vegna reyksins og Tyson Chandler tók 12 fráköst en það var varnarleikurinn sem skilaði Lakers sigrinum. Þetta var í annað skiptið á tímabilinu sem Sacramento skoraði undir 100 stig.LeBron James drops 25 PTS to lead the way in the @Lakers road W! #LakeShowpic.twitter.com/8oDIghNOsI — NBA (@NBA) November 11, 2018 Í Memphis þurfti að grípa til framlengingar til þess að knýja fram úrslit á milli heimamanna í Grizzlies og Philadelphia 76ers. Gærdagurinn var erfiður fyrir lið 76ers því í gær bárust fréttir af því að tveir byrjunarliðsmenn liðsins, Robert Covington og Dario Saric, ásamt varamanninum Jerryd Bayless eru á leið til Minnesota Timberwolves í skiptum fyrir Jimmy Butler. Kvöldið varð svo enn verra þegar 32 stig Mike Conley hjálpuðu Memphis að 112-106 sigri í framlengingu. Þetta var annað kvöldið í röð sem 76ers fara í framlengingu og því ekki að undra að leikmenn liðsins hafi ekki verið í sínu besta formi. Memphis er enn ósigrað á heimavelli eftir fimm heimaleiki.Mike Conley helps the @memgrizz stay unbeaten at home, posting a season-high 32 PTS in the OT win! #GrindCitypic.twitter.com/3UIa2d7YQd — NBA (@NBA) November 11, 2018 Kevin Durant var með tvöfalda tvennu í sigri meistaranna í Golden State Warriors á Brooklyn Nets. Durant setti 28 stig og tók 11 fráköst í leiknum þar sem Stephen Curry sat hjá vegna meiðsla. Quinn Cook steig upp þegar Curry meiddist í lok síðasta tímabils og hann var tilbúinn í slaginn í nótt. Hann skoraði 27 stig, hans besta á tímabilinu til þessa, og hjálpaði Warriors ná áhlaupi í þriðja leikhluta sem tryggði sigurinn. Kevin Durant fuels the @warriors win with 28 PTS and a season-high 11 AST! #DubNationpic.twitter.com/59xRCcvwf9 — NBA (@NBA) November 11, 2018Úrslit næturinnar: Toronto Raptors - New York Knicks 128-112 LA Clippers - Milwaukee Bucks 128-126 New Orelans Pelicans - Phoenix Suns 119-99 Miami Heat - Washington Wizards 110-116 Chicago Bulls - Cleveland Cavaliers 99-98 Memphis Grizzlies - Philadelphia 76ers 112-106 San Antonio Spurs - Houston Rockets 96-89 Golden State Warriors - Brooklyn Nets 116-100 Dallas Mavericks - Oklahoma City Thunder 111-96 Sacramento Kings - Los Angeles Lakers 86-101 NBA Mest lesið Í lífstíðarbann fyrir tvíburasvindl Sport Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Boltastrákur hjálpaði markverði að verja víti Fótbolti Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Körfubolti Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Íslenski boltinn Mourinho þóttist sofna á miðjum blaðamannafundi Fótbolti Eini leikurinn var í Íslandsförinni frægu Fótbolti Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Fótbolti Fleiri fréttir Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Sjá meira
Það tók lið LA Lakers 12 leiki að ná að halda andstæðingi sínum undir 100 stigum og það gott betur þegar liðið vann Sacramento Kings 101-86. Reyk frá skógareldunum sem geysa í Kaliforníufylki lagði inn í Golden 1 höllina í Sacramento og neyddist Luke Walton til að rótera liði Lakers meira en hann hefði annars gert. Það kom þó ekki að sök, hans menn náðu í sinn sjötta sigur á tímabilinu og eru nú 6/6 eftir tólf leiki. LeBron James skoraði 25 stig þrátt fyrir höfuðverk vegna reyksins og Tyson Chandler tók 12 fráköst en það var varnarleikurinn sem skilaði Lakers sigrinum. Þetta var í annað skiptið á tímabilinu sem Sacramento skoraði undir 100 stig.LeBron James drops 25 PTS to lead the way in the @Lakers road W! #LakeShowpic.twitter.com/8oDIghNOsI — NBA (@NBA) November 11, 2018 Í Memphis þurfti að grípa til framlengingar til þess að knýja fram úrslit á milli heimamanna í Grizzlies og Philadelphia 76ers. Gærdagurinn var erfiður fyrir lið 76ers því í gær bárust fréttir af því að tveir byrjunarliðsmenn liðsins, Robert Covington og Dario Saric, ásamt varamanninum Jerryd Bayless eru á leið til Minnesota Timberwolves í skiptum fyrir Jimmy Butler. Kvöldið varð svo enn verra þegar 32 stig Mike Conley hjálpuðu Memphis að 112-106 sigri í framlengingu. Þetta var annað kvöldið í röð sem 76ers fara í framlengingu og því ekki að undra að leikmenn liðsins hafi ekki verið í sínu besta formi. Memphis er enn ósigrað á heimavelli eftir fimm heimaleiki.Mike Conley helps the @memgrizz stay unbeaten at home, posting a season-high 32 PTS in the OT win! #GrindCitypic.twitter.com/3UIa2d7YQd — NBA (@NBA) November 11, 2018 Kevin Durant var með tvöfalda tvennu í sigri meistaranna í Golden State Warriors á Brooklyn Nets. Durant setti 28 stig og tók 11 fráköst í leiknum þar sem Stephen Curry sat hjá vegna meiðsla. Quinn Cook steig upp þegar Curry meiddist í lok síðasta tímabils og hann var tilbúinn í slaginn í nótt. Hann skoraði 27 stig, hans besta á tímabilinu til þessa, og hjálpaði Warriors ná áhlaupi í þriðja leikhluta sem tryggði sigurinn. Kevin Durant fuels the @warriors win with 28 PTS and a season-high 11 AST! #DubNationpic.twitter.com/59xRCcvwf9 — NBA (@NBA) November 11, 2018Úrslit næturinnar: Toronto Raptors - New York Knicks 128-112 LA Clippers - Milwaukee Bucks 128-126 New Orelans Pelicans - Phoenix Suns 119-99 Miami Heat - Washington Wizards 110-116 Chicago Bulls - Cleveland Cavaliers 99-98 Memphis Grizzlies - Philadelphia 76ers 112-106 San Antonio Spurs - Houston Rockets 96-89 Golden State Warriors - Brooklyn Nets 116-100 Dallas Mavericks - Oklahoma City Thunder 111-96 Sacramento Kings - Los Angeles Lakers 86-101
NBA Mest lesið Í lífstíðarbann fyrir tvíburasvindl Sport Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Boltastrákur hjálpaði markverði að verja víti Fótbolti Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Körfubolti Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Íslenski boltinn Mourinho þóttist sofna á miðjum blaðamannafundi Fótbolti Eini leikurinn var í Íslandsförinni frægu Fótbolti Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Fótbolti Fleiri fréttir Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Körfubolti