Erlent

Notaði samfélagsmiðla á meðan árásinni stóð

Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
12 létustt í árásinni síðastliðinn miðvikudag.
12 létustt í árásinni síðastliðinn miðvikudag. AP/Marcio Jose Sanchez
Árásarmaðurinn sem skaut 12 til bana síðastliðinn miðvikudag notaði samfélagsmiðla á meðan að árásin stóð yfir. Hann skrifaði meðal annars um andlegt ástand sitt og efaðist um hvort að fólk myndi trúa því að hann væri heill á geði. Þetta kemur fram í frétt AP fréttastofu um málið.

Rannsakendur eru nú að að athuga hvort að árásarmaðurinn, Ian David Long, hafi vitað hvort að fyrrverandi kærasta hans hafi verið á staðnum. Hann hóf skothríð veitingastað í Thousand Oaks sem er um 60 kílómetrum vestur af Los Angeles. Ekkert hefur verið gefið upp um ástæðu árásarinnar.

Yfirvöld vinna enn að rannsókn málsins og hafa ekki gefið út hvort að geðheilsa mannsins hafi spilað hlutverk í árásinni. Lögregla segir að um tvö hundruð manns hafi verið inni á staðnum þegar árásin var gerð, en kántríkvöld fyrir háskólanema fór þar fram. Þá notaðist árásarmaðurinn einnig við reyksprengjur að sögn lögreglu.


Tengdar fréttir

Skotárás á veitingastað í Kaliforníu

Lögregla í Kaliforníu hefur verið kölluð út eftir að tilkynning barst um skotárás á veitingastað í borginni Thousand Oaks. Bandarískir fjölmiðlar greina frá því að fjölmargir hafi særst í árásinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×