Umhverfisráðherra segir hjól friðlýsingar farin að snúast Sighvatur Arnmundsson skrifar 10. nóvember 2018 09:00 Guðmundur Ingi Guðbrandsson ræddi meðal annars um friðlýsingar á Umhverfisþingi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK „Friðlýsingarhjólin eru aftur farin að snúast,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, í ræðu sinni á Umhverfisþingi sem fram fór í gær. Meginumfjöllunarefni þingsins var náttúruvernd og var sjónum sérstaklega beint að friðlýstum svæðum og þjóðgarði á miðhálendinu. Guðmundur Ingi fór yfir það hvernig átak í friðlýsingum sem hann kynnti í ríkisstjórn síðastliðið sumar gengi. „Nú þegar hafa friðlýsingarskilmálar fyrir fimm svæði í verndarflokki rammaáætlunar verið sendir út til kynningar og ekki er langt að bíða þess að fleiri bætist í hópinn. Hægt ætti að vera að ljúka þessum friðlýsingum fyrir mitt næsta ár.“ Þá sé til skoðunar að friðlýsa svæði sem eru viðkvæm fyrir ágangi ferðamanna. Þar nefndi ráðherra sérstaklega Reykjadal í Ölfusi og Gjána í Þjórsárdal. Hann velti einnig upp þeirri spurningu hvort friðlýsingar drægju ekki bara fleiri ferðamenn á viðkvæm svæði. Rannsóknir sýni að fólk hafi áhyggjur af því að ferðaþjónustu fylgi of mikið álag á náttúruna. „Það liggur því fyrir að nauðsynlegt er að búa til skýra umgjörð svo að tækifærin sem fólk sér í ferðamönnum glatist ekki og að áhyggjum fólks vegna ágangs sé mætt og þær raungerist ekki,“ sagði Guðmundur. Á þinginu voru einnig kynntar niðurstöður rannsóknar sem unnin var af Hagfræðistofnun Háskóla Íslands á efnahagslegum áhrifum á tólf friðlýst svæði á Íslandi og nærumhverfi þeirra. Er þetta fyrsta rannsóknin sem gerð hefur verið á þessu hérlendis. Á síðasta ári var beinn efnahagslegur ávinningur fyrir þessi svæði og nærsamfélög 10 milljarðar króna en ávinningur fyrir þjóðarbúið í heild var 33,5 milljarðar. Um 45 prósent af eyðslu ferðamanna voru inni á friðlýstum svæðum eða í næsta nágrenni. Þetta skapaði um 1.800 störf á umræddum stöðum en stöðugildin voru um 1.500 talsins. Einnig kemur fram í niðurstöðum rannsóknarinnar að fyrir hverja krónu sem ríkið leggi til friðlýstra svæða skili 23 krónur sér til baka. Þá skiluðu svæðin sem rannsóknin náði til áttföldum tekjuskatti miðað við rekstrarkostnað. Þá voru kynntar niðurstöður spurningakönnunar sem unnin var af Félagsvísindastofnun um viðhorf til stofnunar þjóðgarðs á miðhálendinu. Um 63 prósent aðspurðra sögðust fylgjandi stofnun slíks þjóðgarðs en um tíu prósent voru því andvíg. Umhverfis jörðina á 80 dögum Umhverfismál Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira
„Friðlýsingarhjólin eru aftur farin að snúast,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, í ræðu sinni á Umhverfisþingi sem fram fór í gær. Meginumfjöllunarefni þingsins var náttúruvernd og var sjónum sérstaklega beint að friðlýstum svæðum og þjóðgarði á miðhálendinu. Guðmundur Ingi fór yfir það hvernig átak í friðlýsingum sem hann kynnti í ríkisstjórn síðastliðið sumar gengi. „Nú þegar hafa friðlýsingarskilmálar fyrir fimm svæði í verndarflokki rammaáætlunar verið sendir út til kynningar og ekki er langt að bíða þess að fleiri bætist í hópinn. Hægt ætti að vera að ljúka þessum friðlýsingum fyrir mitt næsta ár.“ Þá sé til skoðunar að friðlýsa svæði sem eru viðkvæm fyrir ágangi ferðamanna. Þar nefndi ráðherra sérstaklega Reykjadal í Ölfusi og Gjána í Þjórsárdal. Hann velti einnig upp þeirri spurningu hvort friðlýsingar drægju ekki bara fleiri ferðamenn á viðkvæm svæði. Rannsóknir sýni að fólk hafi áhyggjur af því að ferðaþjónustu fylgi of mikið álag á náttúruna. „Það liggur því fyrir að nauðsynlegt er að búa til skýra umgjörð svo að tækifærin sem fólk sér í ferðamönnum glatist ekki og að áhyggjum fólks vegna ágangs sé mætt og þær raungerist ekki,“ sagði Guðmundur. Á þinginu voru einnig kynntar niðurstöður rannsóknar sem unnin var af Hagfræðistofnun Háskóla Íslands á efnahagslegum áhrifum á tólf friðlýst svæði á Íslandi og nærumhverfi þeirra. Er þetta fyrsta rannsóknin sem gerð hefur verið á þessu hérlendis. Á síðasta ári var beinn efnahagslegur ávinningur fyrir þessi svæði og nærsamfélög 10 milljarðar króna en ávinningur fyrir þjóðarbúið í heild var 33,5 milljarðar. Um 45 prósent af eyðslu ferðamanna voru inni á friðlýstum svæðum eða í næsta nágrenni. Þetta skapaði um 1.800 störf á umræddum stöðum en stöðugildin voru um 1.500 talsins. Einnig kemur fram í niðurstöðum rannsóknarinnar að fyrir hverja krónu sem ríkið leggi til friðlýstra svæða skili 23 krónur sér til baka. Þá skiluðu svæðin sem rannsóknin náði til áttföldum tekjuskatti miðað við rekstrarkostnað. Þá voru kynntar niðurstöður spurningakönnunar sem unnin var af Félagsvísindastofnun um viðhorf til stofnunar þjóðgarðs á miðhálendinu. Um 63 prósent aðspurðra sögðust fylgjandi stofnun slíks þjóðgarðs en um tíu prósent voru því andvíg.
Umhverfis jörðina á 80 dögum Umhverfismál Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira