Viljum enda árið með sigri Hjörvar Ólafsson skrifar 10. nóvember 2018 11:00 Erik Hamrén er án sigurs í fyrstu fjórum leikjum sínum sem landsliðsþjálfari Íslands. vísir/vilhelm Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu leikur sína síðustu leiki á árinu þegar liðið mætir Belgíu í lokaleik sínum í Þjóðadeild UEFA og svo vináttulandsleik gegn Katar. Leikirnir fara báðir fram á belgískri grundu en íslenska liðið mætir Belgíu í Þjóðadeild UEFA fimmtudaginn 15. nóvember og Katar mánudaginn 19. nóvember. Emil Hallfreðsson, Jón Daði Böðvarsson, Hólmar Örn Eyjólfsson, Rúnar Már Sigurjónsson og Björn Bergmann Sigurðarson geta ekki tekið þátt í þessum verkefnum vegna meiðsla. Þá tekur Ragnar Sigurðsson út leikbann í leiknum gegn Belgíu og verður ekki með í leiknum gegn Katar. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska liðsins, sem hefur verið fjarri góðu gamni síðan á heimsmeistaramótinu í sumar kemur inn í leikmannahópinn. Hann mun taka þátt í leiknum gegn Belgíu, en fær hvíld í leiknum gegn Katar. Þá koma Arnór Sigurðsson, Hjörtur Hermannsson, Eggert Gunnþór Jónsson og Guðmundur Þórarinsson inn í hópinn frá síðustu leikjum. Erik Hamrén, þjálfari íslenska liðsins, minnti á að sigur í leiknum gegn Belgíu gæti orðið til þess að liðið hafni á meðal tíu efstu þjóðanna í A-deild Þjóðadeildarinnar og það myndi þýða að liðið yrði í hærri styrkleikaflokki en ella þegar dregið verður í undankeppni EM 2020. Þar af leiðandi leggi liðið allt kapp á að fara með sigur af hólmi í þeim leik. Þá hafi liðið ekki náð í mörg hagstæð úrslit á þessu ári og af þeim sökum muni það leggja allt kapp á að vinna Katar þrátt fyrir að um vináttulandsleik sé að ræða. „Mér fannst ég merkja mikla bætingu í síðustu tveimur leikjum liðsins og við stefnum á að byggja á því í komandi verkefnum. Mér fannst liðið mun þéttara í varnarleiknum og við vorum skarpari í sóknarleiknum. Við sköpuðum fjölmörg góð færi til þess að skora fleiri mörk en við skoruðum. Við bættum okkur í föstum leikatriðum báðum megin á vellinum,“ sagði Hamrén í samtali við Fréttablaðið á blaðamannafundinum í gær. „Hugarfarið var einnig allt annað og það var gaman að sjá það. Við þurfum hins vegar að bæta okkur í varnarleiknum og bæta smáatriðin þar. Við erum að fá á okkur of mörg mörk og þurfum að laga það. Það er auðvitað slæmt að vera án jafn margra lykilleikmanna og raun ber vitni. Það er hins vegar ekki í okkar höndum að koma í veg fyrir þau. Þetta er hluti af fótboltanum og ég vorkenni mest þeim leikmönnum sem hafa orðið fyrir þessum meiðslum,“ sagði hann enn fremur. „Það er hins vegar jákvætt að við fáum Aron [Einar Gunnarsson] aftur inn í liðið. Ég mætti honum þegar ég stýrði sænska liðinu og hef rætt við hann mikið í síma. Ég hlakka mikið til þess að hitta hann og fara yfir málin með honum. Það verður gott að fá hann aftur inn í liðið,“ sagði Svíinn um mikilvægi þess að fá fyrirliðann aftur í hópinn. „Við förum í þessa leiki til þess að vinna þá og það getur skipt okkur miklu máli að ná hagstæðum úrslitum á móti Belgíu. Það munu einhverjir leikmenn fá tækifæri í leiknum gegn Katar, en þrátt fyrir að við munum breyta byrjunarliðinu á einhvern hátt ætlum við að fara með sigur af hólmi,“ segir hann um komandi verkefni. Birtist í Fréttablaðinu Þjóðadeild UEFA Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Leik lokið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Í beinni: Stjarnan - ÍR | Rifjast upp gamall rígur? Körfubolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Í beinni: Chelsea - Tottenham | Mikið í húfi hjá heimamönnum Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu leikur sína síðustu leiki á árinu þegar liðið mætir Belgíu í lokaleik sínum í Þjóðadeild UEFA og svo vináttulandsleik gegn Katar. Leikirnir fara báðir fram á belgískri grundu en íslenska liðið mætir Belgíu í Þjóðadeild UEFA fimmtudaginn 15. nóvember og Katar mánudaginn 19. nóvember. Emil Hallfreðsson, Jón Daði Böðvarsson, Hólmar Örn Eyjólfsson, Rúnar Már Sigurjónsson og Björn Bergmann Sigurðarson geta ekki tekið þátt í þessum verkefnum vegna meiðsla. Þá tekur Ragnar Sigurðsson út leikbann í leiknum gegn Belgíu og verður ekki með í leiknum gegn Katar. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska liðsins, sem hefur verið fjarri góðu gamni síðan á heimsmeistaramótinu í sumar kemur inn í leikmannahópinn. Hann mun taka þátt í leiknum gegn Belgíu, en fær hvíld í leiknum gegn Katar. Þá koma Arnór Sigurðsson, Hjörtur Hermannsson, Eggert Gunnþór Jónsson og Guðmundur Þórarinsson inn í hópinn frá síðustu leikjum. Erik Hamrén, þjálfari íslenska liðsins, minnti á að sigur í leiknum gegn Belgíu gæti orðið til þess að liðið hafni á meðal tíu efstu þjóðanna í A-deild Þjóðadeildarinnar og það myndi þýða að liðið yrði í hærri styrkleikaflokki en ella þegar dregið verður í undankeppni EM 2020. Þar af leiðandi leggi liðið allt kapp á að fara með sigur af hólmi í þeim leik. Þá hafi liðið ekki náð í mörg hagstæð úrslit á þessu ári og af þeim sökum muni það leggja allt kapp á að vinna Katar þrátt fyrir að um vináttulandsleik sé að ræða. „Mér fannst ég merkja mikla bætingu í síðustu tveimur leikjum liðsins og við stefnum á að byggja á því í komandi verkefnum. Mér fannst liðið mun þéttara í varnarleiknum og við vorum skarpari í sóknarleiknum. Við sköpuðum fjölmörg góð færi til þess að skora fleiri mörk en við skoruðum. Við bættum okkur í föstum leikatriðum báðum megin á vellinum,“ sagði Hamrén í samtali við Fréttablaðið á blaðamannafundinum í gær. „Hugarfarið var einnig allt annað og það var gaman að sjá það. Við þurfum hins vegar að bæta okkur í varnarleiknum og bæta smáatriðin þar. Við erum að fá á okkur of mörg mörk og þurfum að laga það. Það er auðvitað slæmt að vera án jafn margra lykilleikmanna og raun ber vitni. Það er hins vegar ekki í okkar höndum að koma í veg fyrir þau. Þetta er hluti af fótboltanum og ég vorkenni mest þeim leikmönnum sem hafa orðið fyrir þessum meiðslum,“ sagði hann enn fremur. „Það er hins vegar jákvætt að við fáum Aron [Einar Gunnarsson] aftur inn í liðið. Ég mætti honum þegar ég stýrði sænska liðinu og hef rætt við hann mikið í síma. Ég hlakka mikið til þess að hitta hann og fara yfir málin með honum. Það verður gott að fá hann aftur inn í liðið,“ sagði Svíinn um mikilvægi þess að fá fyrirliðann aftur í hópinn. „Við förum í þessa leiki til þess að vinna þá og það getur skipt okkur miklu máli að ná hagstæðum úrslitum á móti Belgíu. Það munu einhverjir leikmenn fá tækifæri í leiknum gegn Katar, en þrátt fyrir að við munum breyta byrjunarliðinu á einhvern hátt ætlum við að fara með sigur af hólmi,“ segir hann um komandi verkefni.
Birtist í Fréttablaðinu Þjóðadeild UEFA Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Leik lokið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Í beinni: Stjarnan - ÍR | Rifjast upp gamall rígur? Körfubolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Í beinni: Chelsea - Tottenham | Mikið í húfi hjá heimamönnum Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Sjá meira