Allir hefðbundnir í jólatónlist Oddur Freyr Þorsteinsson skrifar 18. desember 2018 09:00 Matthías Már hefur séð um að velja jólatónlistina á spilunarlista Rásar 2 árum saman. Hann reynir að bjóða upp á blöndu af klassískum íslenskum og erlendum lögum í bland við eitthvað skrítið og skemmtilegt. MYNDIR/ANTON BRINK Útvarpsmaðurinn Matthías Már Magnússon hjá Rás 2 hefur sinnt því hlutverki að velja tónlist á spilunarlista rásarinnar yfir jólin árum saman. Hann segir að flestir séu frekar hefðbundnir þegar kemur að jólatónlist og Íslendingar vilji heyra jólatónlist á sínu tungumáli, en það skipti máli að spila rétt lög á réttum tíma. Matthías, eða Matti, segist ekki hafa mikið velt fyrir sér ábyrgðinni sem fylgir því að velja jólatónlist fyrir landsmenn, þó að fólk hafi vissulega sterkar skoðanir á jólatónlistinni sinni. „Ég hef bara aldrei pælt í því þannig,“ segir hann. „Maður reynir bara einhvern veginn að gera sitt besta og hafa blöndu af þessum klassísku íslensku og erlendu lögum sem maður veit að flestir hafa gaman af í bland við eitthvað skrítnara og skemmtilegra.“ Erfitt að meta hæfilegt magn „Það er kúnst að vita hvað er hæfilegt magn hverju sinni, því skoðanir fólks á því hvað er nóg af jólatónlist eru svo skiptar,“ segir Matti. „Tautið sem ég fæ á hverju ári er „þið spilið alltof lítið af jólatónlist“ eða „þið spilið alltof mikið af jólatónlist“. Þannig að maður reynir að feta meðalveginn. Ég get ekki svarað því enn þá hvað er hæfilegt magn af jólatónlist, ég hef ekki hugmynd og ég held að það viti það enginn.“ Það eru ekki jól nema maður heyri Helgu Möller syngja. Á aðfangadag er svo hefð að Heims um ból og þessi allra heilögustu lög heyrist fyrst. Gaman að heyra nýju lögin „Það skemmtilegasta við að velja jólatónlistina er að heyra nýju lögin á hverju ári. Það gleður mig ótrúlega mikið þegar það kemur nýtt gott íslenskt jólalag og maður hugsar „þetta er klassík, þetta verður spilað alltaf núna“,“ segir Matti. „Með fullri virðingu fyrir Jólahjóli, þá þarf ég ekkert að hlusta á það aftur sko. Það er æðislegt lag, en það er mjög gaman að fá eitthvað nýtt. Við erum með jólalagakeppni á Rás 2 sem hefur verið hefð núna í 15-20 ár,“ segir Matti. „Það koma 80-150 ný íslensk jólalög á ári í þessa keppni, svo veljum við úr þau bestu og þjóðin kýs sitt uppáhaldslag. Rás 2 væri í rauninni ekki að sinna hlutverki sínu ef hún spilaði bara þekktustu og vinsælustu jólalögin. Það eru heilu útvarpsstöðvarnar sem sjá um það og gera það bara vel,“ segir Matti. „Okkar hlutverk er að finna það nýja, skrítna og öðruvísi í jólamúsík og kynna það í bland við þetta hefðbundna. Það er einmitt hugmyndin með jólalagakeppninni, að hvetja til sköpunar á nýrri jólatónlist.“ Spila rétt lög á réttum tíma „Annars eru spilunarlistarnir nokkurn veginn eins milli ára og íslensk jólatónlist er vinsælli en erlend. Íslendingar vilja sína jólatónlist á sínu tungumáli. Eftir því sem nær dregur jólum verður fólk svo íhaldssamara og rólegra. Þú ert ekki til í Hauk Morthens 1. desember, en þú ert alveg til í hann 22. desember,“ segir Matti. „Þetta skiptist svolítið í aðventulög og jólalög. Öll lögin sem fjalla um aðventuna ganga ekki upp eftir 24. desember. Þú spilar ekki „Ég hlakka svo til“ með Svölu eftir 24. desember, alveg eins og þú spilar ekki sólarsamba í janúar. En þessi klassísku íslensku jólalög virka alltaf og þurfa að heyrast. Það eru ekki jól nema maður heyri Helgu Möller syngja,“ segir Matti. „Það er svo hefð að Heims um ból og þessi allra heilögustu lög heyrist ekki fyrr en á aðfangadag.“ Allir frekar hefðbundnir Matti á ekki í vandræðum með að nefna sína eigin uppáhaldsjólatónlist. „Persónulega finnst mér platan hans Sigurðar Guðmundssonar, „Nú stendur mikið til“, æðisleg. Það er tiltölulega ný plata sem er gaman að eiga og geta hlustað á,“ segir hann. „Svo finnst mér platan Svöl jól eftir Jólaketti geggjuð, hún er algjör perla. Þetta er plata frá 10. áratugnum sem Móa og Páll Óskar syngja á og Karl Olgeirsson gerði. Ég hef hlustað mikið á hana á jólunum og mæli með henni fyrir alla. Hún er á Spotify. Svo kann ég að meta plöturnar hans Hauks Morthens og Deans Martin og Franks Sinatra og alla þessa „crooner-a“ jólatónlist,“ segir Matti. „Þetta er mjög hefðbundið, það eru allir frekar hefðbundnir í jólatónlist.“ Birtist í Fréttablaðinu Jólalög Fjölmiðlar Tónlist Mest lesið Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Jól Heimagert rauðkál að hætti Helgu Sig Jól Jólastöðin er komin í loftið Jól Wellington-grænmetisætunnar Jól Marengshringur og jólakonfekt Evu Laufeyjar úr Ísland í dag Jól Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jól Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jól Fleiri fréttir Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira
Útvarpsmaðurinn Matthías Már Magnússon hjá Rás 2 hefur sinnt því hlutverki að velja tónlist á spilunarlista rásarinnar yfir jólin árum saman. Hann segir að flestir séu frekar hefðbundnir þegar kemur að jólatónlist og Íslendingar vilji heyra jólatónlist á sínu tungumáli, en það skipti máli að spila rétt lög á réttum tíma. Matthías, eða Matti, segist ekki hafa mikið velt fyrir sér ábyrgðinni sem fylgir því að velja jólatónlist fyrir landsmenn, þó að fólk hafi vissulega sterkar skoðanir á jólatónlistinni sinni. „Ég hef bara aldrei pælt í því þannig,“ segir hann. „Maður reynir bara einhvern veginn að gera sitt besta og hafa blöndu af þessum klassísku íslensku og erlendu lögum sem maður veit að flestir hafa gaman af í bland við eitthvað skrítnara og skemmtilegra.“ Erfitt að meta hæfilegt magn „Það er kúnst að vita hvað er hæfilegt magn hverju sinni, því skoðanir fólks á því hvað er nóg af jólatónlist eru svo skiptar,“ segir Matti. „Tautið sem ég fæ á hverju ári er „þið spilið alltof lítið af jólatónlist“ eða „þið spilið alltof mikið af jólatónlist“. Þannig að maður reynir að feta meðalveginn. Ég get ekki svarað því enn þá hvað er hæfilegt magn af jólatónlist, ég hef ekki hugmynd og ég held að það viti það enginn.“ Það eru ekki jól nema maður heyri Helgu Möller syngja. Á aðfangadag er svo hefð að Heims um ból og þessi allra heilögustu lög heyrist fyrst. Gaman að heyra nýju lögin „Það skemmtilegasta við að velja jólatónlistina er að heyra nýju lögin á hverju ári. Það gleður mig ótrúlega mikið þegar það kemur nýtt gott íslenskt jólalag og maður hugsar „þetta er klassík, þetta verður spilað alltaf núna“,“ segir Matti. „Með fullri virðingu fyrir Jólahjóli, þá þarf ég ekkert að hlusta á það aftur sko. Það er æðislegt lag, en það er mjög gaman að fá eitthvað nýtt. Við erum með jólalagakeppni á Rás 2 sem hefur verið hefð núna í 15-20 ár,“ segir Matti. „Það koma 80-150 ný íslensk jólalög á ári í þessa keppni, svo veljum við úr þau bestu og þjóðin kýs sitt uppáhaldslag. Rás 2 væri í rauninni ekki að sinna hlutverki sínu ef hún spilaði bara þekktustu og vinsælustu jólalögin. Það eru heilu útvarpsstöðvarnar sem sjá um það og gera það bara vel,“ segir Matti. „Okkar hlutverk er að finna það nýja, skrítna og öðruvísi í jólamúsík og kynna það í bland við þetta hefðbundna. Það er einmitt hugmyndin með jólalagakeppninni, að hvetja til sköpunar á nýrri jólatónlist.“ Spila rétt lög á réttum tíma „Annars eru spilunarlistarnir nokkurn veginn eins milli ára og íslensk jólatónlist er vinsælli en erlend. Íslendingar vilja sína jólatónlist á sínu tungumáli. Eftir því sem nær dregur jólum verður fólk svo íhaldssamara og rólegra. Þú ert ekki til í Hauk Morthens 1. desember, en þú ert alveg til í hann 22. desember,“ segir Matti. „Þetta skiptist svolítið í aðventulög og jólalög. Öll lögin sem fjalla um aðventuna ganga ekki upp eftir 24. desember. Þú spilar ekki „Ég hlakka svo til“ með Svölu eftir 24. desember, alveg eins og þú spilar ekki sólarsamba í janúar. En þessi klassísku íslensku jólalög virka alltaf og þurfa að heyrast. Það eru ekki jól nema maður heyri Helgu Möller syngja,“ segir Matti. „Það er svo hefð að Heims um ból og þessi allra heilögustu lög heyrist ekki fyrr en á aðfangadag.“ Allir frekar hefðbundnir Matti á ekki í vandræðum með að nefna sína eigin uppáhaldsjólatónlist. „Persónulega finnst mér platan hans Sigurðar Guðmundssonar, „Nú stendur mikið til“, æðisleg. Það er tiltölulega ný plata sem er gaman að eiga og geta hlustað á,“ segir hann. „Svo finnst mér platan Svöl jól eftir Jólaketti geggjuð, hún er algjör perla. Þetta er plata frá 10. áratugnum sem Móa og Páll Óskar syngja á og Karl Olgeirsson gerði. Ég hef hlustað mikið á hana á jólunum og mæli með henni fyrir alla. Hún er á Spotify. Svo kann ég að meta plöturnar hans Hauks Morthens og Deans Martin og Franks Sinatra og alla þessa „crooner-a“ jólatónlist,“ segir Matti. „Þetta er mjög hefðbundið, það eru allir frekar hefðbundnir í jólatónlist.“
Birtist í Fréttablaðinu Jólalög Fjölmiðlar Tónlist Mest lesið Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Jól Heimagert rauðkál að hætti Helgu Sig Jól Jólastöðin er komin í loftið Jól Wellington-grænmetisætunnar Jól Marengshringur og jólakonfekt Evu Laufeyjar úr Ísland í dag Jól Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jól Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jól Fleiri fréttir Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira