„Maður veit eiginlega ekki hvar mörkin liggja hérna“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. nóvember 2018 15:18 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata. vísir/hanna Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir að þeir þingmenn sem heyrast tala með niðrandi hætti um kollega sína á þingi á upptökum af Klaustur Bar fyrr í mánuðinum ættu virkilega að skoða hug sinn gagnvart því að segja af sér þingmennsku. Hún veltir því hins vegar fyrir sér hvar mörkin liggja inni á þingi varðandi það að sitjast sem fastast í sínum stól. „Mér finnst að þeir eigi virkilega að skoða sinn hug gagnvart því en ég sé dómsmálaráðherra sem skipar ólöglega í dómarastöður og dettur ekki í hug að segja af sér. Ég veit ekki hvenær það er komið að þeim tímapunkti að fólk ákveður að víkja af sínum stóli hér ef við eigum að bera hlutina saman, maður veit eiginlega ekki hvar mörkin liggja hérna,“ sagði Þórhildur Sunna í samtali við Sighvat Jónsson, fréttamann, á Alþingi fyrr í dag. Sighvatur ræddi einnig við Ingu Sæland, formann Flokks fólksins, en samflokksmenn hennar, þeir Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, eru á meðal þingmannanna sex sem heyrast á upptökunni. Karl Gauti heyrist meðal annars segja að Inga geti ekki stjórnað. Spurð út í þau ummæli sagði Inga Karl Gauta eitthvað hafa misskilið hvað hún væri klár stjórnandi. Hún tók fram að hann hefði beðist afsökunar á ummælum sínum og hún trúi því. „Ég veit ekki betur en að við séum fínasta fjölskylda í Flokki fólksins.“En er nóg að biðjast afsökunar? „Nei, það er engan veginn, ekki þannig lagað séð. Þó að ég sé seinþreytt til vandræða og mun náttúrulega taka mark á því þegar ég er beðin afsökunar ef ég held og trúi að það sé gert af heilum hug. En við eigum siðanefnd hérna og það er kannski nákvæmlega svona mál sem eru í rauninni grafalvarlega og kasta mikilli rýrð á okkur og trúverðugleika löggjafans,“ sagði Inga og bætti því við að málið kallaði ef til vill á það að kalla saman siðanefnd Alþingis. Aðspurð hvort hún teldi að þingmennirnir ættu að segja af sér sagðist Inga ekki ætla að dæma um það. „Það lýsir þá þeirra siðferði, hvað þeim finnst um slíkt. Ég er ekki einu sinni búin að kynna mér allt það sem fer þarna fram og mér skilst að þetta eigi eftir að koma hér meira fram í ljós í dag og kannski á morgun. [...] Ég er svona að átta mig á þessu og stjórnin okkar kemur saman í dag og Flokkur fólksins og grasrótin, við tökum sameiginlega á svona uppákomu.“ Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, sagði í samtali við Fréttablaðið í dag að hann teldi að þingmennirnir ættu að segja af sér. Auk þeirra Karls Gauta og Ólafs er um að ræða þau Sigmund Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Braga Sveinsson, Bergþór Ólason og Önnu Kolbrúnu Árnadóttur. Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingar, er einn þeirra sem þingmennirnir ræða um með niðrandi hætti. Í samtali við Stundina sagðist hún ekki sjá fyrir sér hvernig þessir menn sitji áfram á Alþingi. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Reiknar með að sleppa áfenginu í veislunni á Bessastöðum í kvöld Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, segist ekki vera viss um að nokkur þeirra þingmanna sem náðust á upptöku tala tæpitungulaust um kollega sína á Alþingi eigi við áfengisvandamál að stríða. 29. nóvember 2018 14:01 Segir einkennilegt að þingmennirnir íhugi ekki afsögn Henry Alexander Henrysson, aðjúnkt í heimspeki við Háskóla Íslands, segir að samtal þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins, sem fór fram á barnum Klaustur fyrr í mánuðinum, varpi ljósi á það að kjörnir fulltrúar virðist ekki alveg skilja hvaða skyldur fylgi því hlutverki. 29. nóvember 2018 14:00 Þingmenn Miðflokksins ætla að læra af þessu Sendu frá sér stutta afsökunarbeiðni á Facebook. 29. nóvember 2018 13:21 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir að þeir þingmenn sem heyrast tala með niðrandi hætti um kollega sína á þingi á upptökum af Klaustur Bar fyrr í mánuðinum ættu virkilega að skoða hug sinn gagnvart því að segja af sér þingmennsku. Hún veltir því hins vegar fyrir sér hvar mörkin liggja inni á þingi varðandi það að sitjast sem fastast í sínum stól. „Mér finnst að þeir eigi virkilega að skoða sinn hug gagnvart því en ég sé dómsmálaráðherra sem skipar ólöglega í dómarastöður og dettur ekki í hug að segja af sér. Ég veit ekki hvenær það er komið að þeim tímapunkti að fólk ákveður að víkja af sínum stóli hér ef við eigum að bera hlutina saman, maður veit eiginlega ekki hvar mörkin liggja hérna,“ sagði Þórhildur Sunna í samtali við Sighvat Jónsson, fréttamann, á Alþingi fyrr í dag. Sighvatur ræddi einnig við Ingu Sæland, formann Flokks fólksins, en samflokksmenn hennar, þeir Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, eru á meðal þingmannanna sex sem heyrast á upptökunni. Karl Gauti heyrist meðal annars segja að Inga geti ekki stjórnað. Spurð út í þau ummæli sagði Inga Karl Gauta eitthvað hafa misskilið hvað hún væri klár stjórnandi. Hún tók fram að hann hefði beðist afsökunar á ummælum sínum og hún trúi því. „Ég veit ekki betur en að við séum fínasta fjölskylda í Flokki fólksins.“En er nóg að biðjast afsökunar? „Nei, það er engan veginn, ekki þannig lagað séð. Þó að ég sé seinþreytt til vandræða og mun náttúrulega taka mark á því þegar ég er beðin afsökunar ef ég held og trúi að það sé gert af heilum hug. En við eigum siðanefnd hérna og það er kannski nákvæmlega svona mál sem eru í rauninni grafalvarlega og kasta mikilli rýrð á okkur og trúverðugleika löggjafans,“ sagði Inga og bætti því við að málið kallaði ef til vill á það að kalla saman siðanefnd Alþingis. Aðspurð hvort hún teldi að þingmennirnir ættu að segja af sér sagðist Inga ekki ætla að dæma um það. „Það lýsir þá þeirra siðferði, hvað þeim finnst um slíkt. Ég er ekki einu sinni búin að kynna mér allt það sem fer þarna fram og mér skilst að þetta eigi eftir að koma hér meira fram í ljós í dag og kannski á morgun. [...] Ég er svona að átta mig á þessu og stjórnin okkar kemur saman í dag og Flokkur fólksins og grasrótin, við tökum sameiginlega á svona uppákomu.“ Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, sagði í samtali við Fréttablaðið í dag að hann teldi að þingmennirnir ættu að segja af sér. Auk þeirra Karls Gauta og Ólafs er um að ræða þau Sigmund Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Braga Sveinsson, Bergþór Ólason og Önnu Kolbrúnu Árnadóttur. Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingar, er einn þeirra sem þingmennirnir ræða um með niðrandi hætti. Í samtali við Stundina sagðist hún ekki sjá fyrir sér hvernig þessir menn sitji áfram á Alþingi.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Reiknar með að sleppa áfenginu í veislunni á Bessastöðum í kvöld Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, segist ekki vera viss um að nokkur þeirra þingmanna sem náðust á upptöku tala tæpitungulaust um kollega sína á Alþingi eigi við áfengisvandamál að stríða. 29. nóvember 2018 14:01 Segir einkennilegt að þingmennirnir íhugi ekki afsögn Henry Alexander Henrysson, aðjúnkt í heimspeki við Háskóla Íslands, segir að samtal þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins, sem fór fram á barnum Klaustur fyrr í mánuðinum, varpi ljósi á það að kjörnir fulltrúar virðist ekki alveg skilja hvaða skyldur fylgi því hlutverki. 29. nóvember 2018 14:00 Þingmenn Miðflokksins ætla að læra af þessu Sendu frá sér stutta afsökunarbeiðni á Facebook. 29. nóvember 2018 13:21 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Reiknar með að sleppa áfenginu í veislunni á Bessastöðum í kvöld Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, segist ekki vera viss um að nokkur þeirra þingmanna sem náðust á upptöku tala tæpitungulaust um kollega sína á Alþingi eigi við áfengisvandamál að stríða. 29. nóvember 2018 14:01
Segir einkennilegt að þingmennirnir íhugi ekki afsögn Henry Alexander Henrysson, aðjúnkt í heimspeki við Háskóla Íslands, segir að samtal þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins, sem fór fram á barnum Klaustur fyrr í mánuðinum, varpi ljósi á það að kjörnir fulltrúar virðist ekki alveg skilja hvaða skyldur fylgi því hlutverki. 29. nóvember 2018 14:00
Þingmenn Miðflokksins ætla að læra af þessu Sendu frá sér stutta afsökunarbeiðni á Facebook. 29. nóvember 2018 13:21