„Í jafnmiklu áfalli og aðrir að sjá þetta skelfilega orðbragð“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. nóvember 2018 11:42 Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir að málið verði rætt á vettvangi þingsins. vísir/vilhelm Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir að upptökur af samtölum þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins á Klaustur Bar fyrr í mánuðinum sem fjölmiðlar hafa fjallað um síðastliðinn hálfa sólarhring verði ræddar á vettvangi þingsins. Kveðst Steingrímur eiga von á því að ræða málið á fundum með formönnum þingflokka sem og í forsætisnefnd Alþingis. „Þannig að ég geri nú ráð fyrir því að þetta verði á dagskrá reglubundinna funda okkar á mánudaginn. Það er allavega ekki búið að ákveða neitt annað ennþá,“ segir Steingrímur. Hann segist ekki vilja tjá sig að öðru leyti um málið, annað en hið augljósa: „Ég er í jafnmiklu áfalli og aðrir yfir því að sjá þetta skelfilega orðbragð, sem er auðvitað óafsakanlegt og óverjandi, og það er sérstaklega dapurlegt hvernig fjallað er þarna um konur. Að öðru leyti bið ég fólk um að hafa skilning á því að ég vil sem minnst segja fyrr en við erum búin að fara betur yfir það hvernig viðbrögð verða.“ Þær þingkonur sem rætt er um á upptökunni hittust á fundi á Alþingi núna upp úr klukkan 11:30. Þær þingkonur sem voru sérstaklega á milli tanna þingmannanna Gunnars Braga Sveinssonar, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, Bergþórs Ólasonar, Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, Ólafs Ísleifssonar og Karls Gauta Hjaltasonar voru þær Inga Sæland, Oddný G. Harðardóttir, Silja Dögg Gunnarsdóttir og Unnur Brá Konráðsdóttir. Þá er ung Sjálfstæðiskona nefnd á upptökunni og hún sögð sæt stelpa sem farið væri að falla á en samkvæmt heimildum Vísis er það Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir að upptökur af samtölum þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins á Klaustur Bar fyrr í mánuðinum sem fjölmiðlar hafa fjallað um síðastliðinn hálfa sólarhring verði ræddar á vettvangi þingsins. Kveðst Steingrímur eiga von á því að ræða málið á fundum með formönnum þingflokka sem og í forsætisnefnd Alþingis. „Þannig að ég geri nú ráð fyrir því að þetta verði á dagskrá reglubundinna funda okkar á mánudaginn. Það er allavega ekki búið að ákveða neitt annað ennþá,“ segir Steingrímur. Hann segist ekki vilja tjá sig að öðru leyti um málið, annað en hið augljósa: „Ég er í jafnmiklu áfalli og aðrir yfir því að sjá þetta skelfilega orðbragð, sem er auðvitað óafsakanlegt og óverjandi, og það er sérstaklega dapurlegt hvernig fjallað er þarna um konur. Að öðru leyti bið ég fólk um að hafa skilning á því að ég vil sem minnst segja fyrr en við erum búin að fara betur yfir það hvernig viðbrögð verða.“ Þær þingkonur sem rætt er um á upptökunni hittust á fundi á Alþingi núna upp úr klukkan 11:30. Þær þingkonur sem voru sérstaklega á milli tanna þingmannanna Gunnars Braga Sveinssonar, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, Bergþórs Ólasonar, Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, Ólafs Ísleifssonar og Karls Gauta Hjaltasonar voru þær Inga Sæland, Oddný G. Harðardóttir, Silja Dögg Gunnarsdóttir og Unnur Brá Konráðsdóttir. Þá er ung Sjálfstæðiskona nefnd á upptökunni og hún sögð sæt stelpa sem farið væri að falla á en samkvæmt heimildum Vísis er það Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent