„Í jafnmiklu áfalli og aðrir að sjá þetta skelfilega orðbragð“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. nóvember 2018 11:42 Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir að málið verði rætt á vettvangi þingsins. vísir/vilhelm Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir að upptökur af samtölum þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins á Klaustur Bar fyrr í mánuðinum sem fjölmiðlar hafa fjallað um síðastliðinn hálfa sólarhring verði ræddar á vettvangi þingsins. Kveðst Steingrímur eiga von á því að ræða málið á fundum með formönnum þingflokka sem og í forsætisnefnd Alþingis. „Þannig að ég geri nú ráð fyrir því að þetta verði á dagskrá reglubundinna funda okkar á mánudaginn. Það er allavega ekki búið að ákveða neitt annað ennþá,“ segir Steingrímur. Hann segist ekki vilja tjá sig að öðru leyti um málið, annað en hið augljósa: „Ég er í jafnmiklu áfalli og aðrir yfir því að sjá þetta skelfilega orðbragð, sem er auðvitað óafsakanlegt og óverjandi, og það er sérstaklega dapurlegt hvernig fjallað er þarna um konur. Að öðru leyti bið ég fólk um að hafa skilning á því að ég vil sem minnst segja fyrr en við erum búin að fara betur yfir það hvernig viðbrögð verða.“ Þær þingkonur sem rætt er um á upptökunni hittust á fundi á Alþingi núna upp úr klukkan 11:30. Þær þingkonur sem voru sérstaklega á milli tanna þingmannanna Gunnars Braga Sveinssonar, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, Bergþórs Ólasonar, Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, Ólafs Ísleifssonar og Karls Gauta Hjaltasonar voru þær Inga Sæland, Oddný G. Harðardóttir, Silja Dögg Gunnarsdóttir og Unnur Brá Konráðsdóttir. Þá er ung Sjálfstæðiskona nefnd á upptökunni og hún sögð sæt stelpa sem farið væri að falla á en samkvæmt heimildum Vísis er það Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir að upptökur af samtölum þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins á Klaustur Bar fyrr í mánuðinum sem fjölmiðlar hafa fjallað um síðastliðinn hálfa sólarhring verði ræddar á vettvangi þingsins. Kveðst Steingrímur eiga von á því að ræða málið á fundum með formönnum þingflokka sem og í forsætisnefnd Alþingis. „Þannig að ég geri nú ráð fyrir því að þetta verði á dagskrá reglubundinna funda okkar á mánudaginn. Það er allavega ekki búið að ákveða neitt annað ennþá,“ segir Steingrímur. Hann segist ekki vilja tjá sig að öðru leyti um málið, annað en hið augljósa: „Ég er í jafnmiklu áfalli og aðrir yfir því að sjá þetta skelfilega orðbragð, sem er auðvitað óafsakanlegt og óverjandi, og það er sérstaklega dapurlegt hvernig fjallað er þarna um konur. Að öðru leyti bið ég fólk um að hafa skilning á því að ég vil sem minnst segja fyrr en við erum búin að fara betur yfir það hvernig viðbrögð verða.“ Þær þingkonur sem rætt er um á upptökunni hittust á fundi á Alþingi núna upp úr klukkan 11:30. Þær þingkonur sem voru sérstaklega á milli tanna þingmannanna Gunnars Braga Sveinssonar, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, Bergþórs Ólasonar, Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, Ólafs Ísleifssonar og Karls Gauta Hjaltasonar voru þær Inga Sæland, Oddný G. Harðardóttir, Silja Dögg Gunnarsdóttir og Unnur Brá Konráðsdóttir. Þá er ung Sjálfstæðiskona nefnd á upptökunni og hún sögð sæt stelpa sem farið væri að falla á en samkvæmt heimildum Vísis er það Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira