Umfjöllun: Ísland - Belgia 66-79 | Gekk ekki sem skyldi hjá Íslandi Árni Jóhannsson skrifar 29. nóvember 2018 22:00 Jón Arnór vísir/daníel Það var alveg ljóst að það myndi vera við ramman reip að draga þegar Íslendingar öttu kappi við Belga fyrr í kvöld í undankeppni Eurobasket 2021. Það vantaði sterka pósta hjá Íslandi og Belgar hafa leikmenn í sínum röðum sem spila fyrir bestu lið Evrópu. Íslendingar unnu fyrsta leikhlutann og náðu mest níu stiga forskoti í þeim öðrum áður en Belgar komust aftur inn í leikinn, náðu forystunni og héldu henni það sem eftir lifði leiks. Ísland spilað á köflum fantagóðan varnarleik en þegar á reyndi í sókninni þá náðu þeir ekki að setja boltann ofan í og Belgarnir nýttu sér það til hins ýtrasta þegar þeir fundu lausnir á varnarleik Íslands. Belgar fóru til hálfleiks með níu stig forskot en þeir unnu annan leikhluta 28-12 eftir að Ísland hafði unnið fyrsta leikhlutann 22-15. Þetta forskot létu gestirnir ekki af hendi en Íslendingar sýndu góða baráttu en það vantaði alltaf herslumuninn á að minnka forskotið enn frekar þegar það var komið niður í fimm eða sex stig. Leik lauk síðan með 13 stiga sigri Belganna, 66-79 sem eru í lykilstöðu í riðlinum en úrslit leiksins gefa ekki rétta mynd af leik okkar manna. Afhverju unnu Belgar?Við skulum segja að gæðin eru líklega meiri í leikmannahóp Belga en Íslendingar hefðu með örlítið betri nýtingu í sókninni verið mun nær gestunum og jafnvel í aðstöðu til að klára leikinn og ná sigri í lokin. Íslendingar unnu boltann 18 sinnum af gestunum en skoruðu ekki nema níu stig eftir að hafa unnið boltann og skipti það máli því Belgarnir nýttu sín tækifæri mun betur. Þá myndu flest lið sakna Hauks Helga Pálsson og Martins Hermanssonar en það hafa verið leikmenn hjá Íslandi í gegnum tíðina sem hafa náð í körfur þegar á hefur þurft að halda. Belgar að sama skapi náðu í körfur þegar á þurfti að halda en þeir hittu t.d. mjög oft þriggja stiga skotum þegar Íslendingar nálguðust til að slökkva neistann sem var að myndast hjá okkar mönnum. Hittni þeirra fyrir utan bogan 41% sem er mjög góð nýting.Bestu menn?Sam Van Rossom leikstjórnandi Valencia og Belga var stigahæstur í leiknum með 17 stig og skilaði jafnframt 19 framlagspunktum en hann var sá leikmaður Belga sem Íslendingar réðu verst við. Hjá Íslandi var það Hlynur Bæringsson sem skaraði fram úr en hann skoraði 14 stig, náði í 7 fráköst og skilaði 16 framlagspunktum. Ekki í fyrsta skipti sem Hlynur stendur sig vel fyrir land og þjóð.Tölfræði sem vekur athygli?Liðin skiptust á að hafa forystu átta sinnum í leiknum eí kvöld en eftir að Belgar náðu henni aftur um miðbik annan leikhluta þá var ekki aftur snúið og sigldu þeir heim stigunum nánast örugglega.Hvað næst?Belgía spilar næst við Portúgal á sunnudaginn en vinni þeir þann leik þá hafa þeir unnið riðilinn. Ísland spilar ekki aftur fyrr en í febrúar en þá koma Portúgalir í heimsókn og vonandi verða allir okkar bestu menn leikfærir. Íslenski körfuboltinn
Það var alveg ljóst að það myndi vera við ramman reip að draga þegar Íslendingar öttu kappi við Belga fyrr í kvöld í undankeppni Eurobasket 2021. Það vantaði sterka pósta hjá Íslandi og Belgar hafa leikmenn í sínum röðum sem spila fyrir bestu lið Evrópu. Íslendingar unnu fyrsta leikhlutann og náðu mest níu stiga forskoti í þeim öðrum áður en Belgar komust aftur inn í leikinn, náðu forystunni og héldu henni það sem eftir lifði leiks. Ísland spilað á köflum fantagóðan varnarleik en þegar á reyndi í sókninni þá náðu þeir ekki að setja boltann ofan í og Belgarnir nýttu sér það til hins ýtrasta þegar þeir fundu lausnir á varnarleik Íslands. Belgar fóru til hálfleiks með níu stig forskot en þeir unnu annan leikhluta 28-12 eftir að Ísland hafði unnið fyrsta leikhlutann 22-15. Þetta forskot létu gestirnir ekki af hendi en Íslendingar sýndu góða baráttu en það vantaði alltaf herslumuninn á að minnka forskotið enn frekar þegar það var komið niður í fimm eða sex stig. Leik lauk síðan með 13 stiga sigri Belganna, 66-79 sem eru í lykilstöðu í riðlinum en úrslit leiksins gefa ekki rétta mynd af leik okkar manna. Afhverju unnu Belgar?Við skulum segja að gæðin eru líklega meiri í leikmannahóp Belga en Íslendingar hefðu með örlítið betri nýtingu í sókninni verið mun nær gestunum og jafnvel í aðstöðu til að klára leikinn og ná sigri í lokin. Íslendingar unnu boltann 18 sinnum af gestunum en skoruðu ekki nema níu stig eftir að hafa unnið boltann og skipti það máli því Belgarnir nýttu sín tækifæri mun betur. Þá myndu flest lið sakna Hauks Helga Pálsson og Martins Hermanssonar en það hafa verið leikmenn hjá Íslandi í gegnum tíðina sem hafa náð í körfur þegar á hefur þurft að halda. Belgar að sama skapi náðu í körfur þegar á þurfti að halda en þeir hittu t.d. mjög oft þriggja stiga skotum þegar Íslendingar nálguðust til að slökkva neistann sem var að myndast hjá okkar mönnum. Hittni þeirra fyrir utan bogan 41% sem er mjög góð nýting.Bestu menn?Sam Van Rossom leikstjórnandi Valencia og Belga var stigahæstur í leiknum með 17 stig og skilaði jafnframt 19 framlagspunktum en hann var sá leikmaður Belga sem Íslendingar réðu verst við. Hjá Íslandi var það Hlynur Bæringsson sem skaraði fram úr en hann skoraði 14 stig, náði í 7 fráköst og skilaði 16 framlagspunktum. Ekki í fyrsta skipti sem Hlynur stendur sig vel fyrir land og þjóð.Tölfræði sem vekur athygli?Liðin skiptust á að hafa forystu átta sinnum í leiknum eí kvöld en eftir að Belgar náðu henni aftur um miðbik annan leikhluta þá var ekki aftur snúið og sigldu þeir heim stigunum nánast örugglega.Hvað næst?Belgía spilar næst við Portúgal á sunnudaginn en vinni þeir þann leik þá hafa þeir unnið riðilinn. Ísland spilar ekki aftur fyrr en í febrúar en þá koma Portúgalir í heimsókn og vonandi verða allir okkar bestu menn leikfærir.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti