Segir mjög mikla kvenfyrirlitningu í orðum þingmannanna Samúel Karl Ólason skrifar 29. nóvember 2018 08:36 Helga Vala Helgadóttir sagðist Vísir/Vilhelm Þingmennirnir Willum Þór Þórsson og Helga Vala Helgadóttir segjast ekki sátt við hvernig þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins heyrast tala um samstarfsmenn sína á Alþingi á leynilegum upptökum. Fjölmiðlar birtu fréttir af upptökunum í gær, sem DV og Stundin hafa undir höndum, en þær náðust þar sem þingmenn flokkanna sátu á hótelbar við drykkju þann 20. nóvember. Willum sagðist miður sín og hann gæti ekki ímyndað sér annað en að þeir sem að „tóku þátt í þessum galskap líði bara mjög illa með þetta“. Hann sagðist ekki hafa upplifað þessa stemningu meðal fólks á þingi og hann væri hlessa yfir þessu. Helga Vala sagði mikla kvenfyrirlitningu hafa verið í orðum þingmannanna. „Mér finnst þetta bara alveg ömurlegt,“ sagði hún. Hún sagði líka að fleiri angar væru á málinu og nefndi sérstaklega ummæli Gunnars Braga um Utanríkisráðherratíð hans og skipanir hans í sendiherrastöður. „Hvernig hann fer og hittir Bjarna Ben í forsætisráðuneyti og þar er hann beðinn um að gera Geir [Haarde] að sendiherra og hann segir: „Okei, ég skal gera það ef þú gerir mig seinna að sendiherra“ og hvernig þeir ræða það að setja Árna Þór Sigurðsson í sendiherradjobb til þess að fela ósköpin.“ „Að sitja þarna á bar og vera að ræða þetta svona. Í hvaða tilgangi? ég veit það ekki,“ sagði Helga. „Svo er hitt, hvernig samflokksmenn eru að tala um sinn formann. Ingu Sæland. Eru þið að grínast í mér? Sjáið hverju hún hefur áorkað. Hún stofnar stjórnmálaflokk, er formaður, kemur fjórum þingmönnum inn á þing. Hvaða vitleysa er þetta? Hvernig dettur þessum mönnum í hug að tala með þessum hætti um þessa konu?“ Helga nefndi einnig hvernig talað hefði verið um Oddný Harðardóttur. „Það hvarflar ekki að þeim að tala svona um þingkarla. Pælið í því. Það er þetta sem mér þykir svo glatað.“ Helga sagðist ekki ætla að segja til um hvort henni fyndist þingmennirnir eiga að segja af sér eða ekki. Willum sagðist heldur ekki ætla að tjá sig um það hvort þetta væri tilefni til afsagnar. Báðum þótti þeim það erfitt. „Þetta er dæmigerð hrútasamkoma sem fer úr böndunum.“ Hvorugt vildi kveða upp þann dóm að þingmennirnir ættu að segja af sér. Ef litið væri til nágrannalandanna væri þó ljóst að stjórnmálafólk hefði sagt af sér við minna tilefni.Hlusta má á samtal Willum og Helgu í Bítinu á Bylgjunni hér að neðan. Alþingi Tengdar fréttir Glæfralegar yfirlýsingar þingmanna munu draga dilk á eftir sér Formaður Samfylkingarinnar segir ömurlegt að lesa níð um Ingu Sæland og hrossakaup með sendiherrastöður. 28. nóvember 2018 21:16 Fréttir birtar úr leynilegum upptökum af þingmönnum Miðflokks og Flokks fólksins DV og Stundin vitna í leynilegar upptökur af samtali þingmannanna á hótelbar þar sem þeir ræða um skipan sendiherra og tala illa um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. 28. nóvember 2018 20:17 „Maður hefur svona á tilfinningunni að ég sé allt í einu orðin aðalleikarinn í House of Cards“ Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segist ekki taka það nærri sér að Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins hafi kallað hana "húrrandi klikkaða kuntu.“ 29. nóvember 2018 08:16 Gunnar Bragi annar í orði en á barborði Utanríkisráðherrann þáverandi talaði um að breyta þyrfti hugsunarhætti karlmanna í búningsklefanum og rakarastofunni. 28. nóvember 2018 23:32 Bergþór biðst afsökunar Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, segir að svo virðist sem hann hafi notað orðfæri honum framandi á hótelbar í liðinni viku. 29. nóvember 2018 01:01 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Fleiri fréttir Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Sjá meira
Þingmennirnir Willum Þór Þórsson og Helga Vala Helgadóttir segjast ekki sátt við hvernig þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins heyrast tala um samstarfsmenn sína á Alþingi á leynilegum upptökum. Fjölmiðlar birtu fréttir af upptökunum í gær, sem DV og Stundin hafa undir höndum, en þær náðust þar sem þingmenn flokkanna sátu á hótelbar við drykkju þann 20. nóvember. Willum sagðist miður sín og hann gæti ekki ímyndað sér annað en að þeir sem að „tóku þátt í þessum galskap líði bara mjög illa með þetta“. Hann sagðist ekki hafa upplifað þessa stemningu meðal fólks á þingi og hann væri hlessa yfir þessu. Helga Vala sagði mikla kvenfyrirlitningu hafa verið í orðum þingmannanna. „Mér finnst þetta bara alveg ömurlegt,“ sagði hún. Hún sagði líka að fleiri angar væru á málinu og nefndi sérstaklega ummæli Gunnars Braga um Utanríkisráðherratíð hans og skipanir hans í sendiherrastöður. „Hvernig hann fer og hittir Bjarna Ben í forsætisráðuneyti og þar er hann beðinn um að gera Geir [Haarde] að sendiherra og hann segir: „Okei, ég skal gera það ef þú gerir mig seinna að sendiherra“ og hvernig þeir ræða það að setja Árna Þór Sigurðsson í sendiherradjobb til þess að fela ósköpin.“ „Að sitja þarna á bar og vera að ræða þetta svona. Í hvaða tilgangi? ég veit það ekki,“ sagði Helga. „Svo er hitt, hvernig samflokksmenn eru að tala um sinn formann. Ingu Sæland. Eru þið að grínast í mér? Sjáið hverju hún hefur áorkað. Hún stofnar stjórnmálaflokk, er formaður, kemur fjórum þingmönnum inn á þing. Hvaða vitleysa er þetta? Hvernig dettur þessum mönnum í hug að tala með þessum hætti um þessa konu?“ Helga nefndi einnig hvernig talað hefði verið um Oddný Harðardóttur. „Það hvarflar ekki að þeim að tala svona um þingkarla. Pælið í því. Það er þetta sem mér þykir svo glatað.“ Helga sagðist ekki ætla að segja til um hvort henni fyndist þingmennirnir eiga að segja af sér eða ekki. Willum sagðist heldur ekki ætla að tjá sig um það hvort þetta væri tilefni til afsagnar. Báðum þótti þeim það erfitt. „Þetta er dæmigerð hrútasamkoma sem fer úr böndunum.“ Hvorugt vildi kveða upp þann dóm að þingmennirnir ættu að segja af sér. Ef litið væri til nágrannalandanna væri þó ljóst að stjórnmálafólk hefði sagt af sér við minna tilefni.Hlusta má á samtal Willum og Helgu í Bítinu á Bylgjunni hér að neðan.
Alþingi Tengdar fréttir Glæfralegar yfirlýsingar þingmanna munu draga dilk á eftir sér Formaður Samfylkingarinnar segir ömurlegt að lesa níð um Ingu Sæland og hrossakaup með sendiherrastöður. 28. nóvember 2018 21:16 Fréttir birtar úr leynilegum upptökum af þingmönnum Miðflokks og Flokks fólksins DV og Stundin vitna í leynilegar upptökur af samtali þingmannanna á hótelbar þar sem þeir ræða um skipan sendiherra og tala illa um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. 28. nóvember 2018 20:17 „Maður hefur svona á tilfinningunni að ég sé allt í einu orðin aðalleikarinn í House of Cards“ Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segist ekki taka það nærri sér að Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins hafi kallað hana "húrrandi klikkaða kuntu.“ 29. nóvember 2018 08:16 Gunnar Bragi annar í orði en á barborði Utanríkisráðherrann þáverandi talaði um að breyta þyrfti hugsunarhætti karlmanna í búningsklefanum og rakarastofunni. 28. nóvember 2018 23:32 Bergþór biðst afsökunar Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, segir að svo virðist sem hann hafi notað orðfæri honum framandi á hótelbar í liðinni viku. 29. nóvember 2018 01:01 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Fleiri fréttir Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Sjá meira
Glæfralegar yfirlýsingar þingmanna munu draga dilk á eftir sér Formaður Samfylkingarinnar segir ömurlegt að lesa níð um Ingu Sæland og hrossakaup með sendiherrastöður. 28. nóvember 2018 21:16
Fréttir birtar úr leynilegum upptökum af þingmönnum Miðflokks og Flokks fólksins DV og Stundin vitna í leynilegar upptökur af samtali þingmannanna á hótelbar þar sem þeir ræða um skipan sendiherra og tala illa um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. 28. nóvember 2018 20:17
„Maður hefur svona á tilfinningunni að ég sé allt í einu orðin aðalleikarinn í House of Cards“ Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segist ekki taka það nærri sér að Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins hafi kallað hana "húrrandi klikkaða kuntu.“ 29. nóvember 2018 08:16
Gunnar Bragi annar í orði en á barborði Utanríkisráðherrann þáverandi talaði um að breyta þyrfti hugsunarhætti karlmanna í búningsklefanum og rakarastofunni. 28. nóvember 2018 23:32
Bergþór biðst afsökunar Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, segir að svo virðist sem hann hafi notað orðfæri honum framandi á hótelbar í liðinni viku. 29. nóvember 2018 01:01