Fréttir birtar úr leynilegum upptökum af þingmönnum Miðflokks og Flokks fólksins Atli Ísleifsson og Kjartan Kjartansson skrifa 28. nóvember 2018 20:17 Forsíðuvísun á umfjöllun upp úr upptökunum á vefsíðu Stundarinnar nú í kvöld. Skjáskot Fréttamiðlarnir DV og Stundin birtu í kvöld bæði fréttir upp úr samtali nokkurra þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins úr leynilegum upptökum sem voru gerðar á hótelbar þar sem þingmennirnir sátu. Á þeim er fyrrverandi utanríkisráðherra meðal annars sagður hafa upplýst að hann hafi skipað sendiherra úr röðum VG til að draga athygli frá skipan Geirs H. Haarde sem sendiherra í Bandaríkjunum og þingmenn Miðflokksins sagðir hafa uppi stór orð um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. Fréttir beggja miðla birtust um svipað leyti nú undir kvöld. Báðir vísa þeir í leynilegar upptökur sem hafi verið gerðar án vitundar þingmannanna á Klaustri, bar hótels Kvosin við Kirkjutorg 20. nóvember. Þar eru sögð hafa verið viðstödd Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, Gunnar Bragi Sveinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og þingflokksformaður Miðflokksins, Anna Kolbrún Árnadóttir og Bergþór Ólason, þingmenn flokksins auk Ólafs Ísleifssonar og Karls Gauta Hjaltasonar, þingmanna Flokks fólksins. Ekki kemur fram í fréttum miðlanna hvernig þeir komust yfir upptökurnar. Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Flokks fólksins, bar ekki brigður á upptökurnar í samtali við Vísi. „Ég set hins vegar spurningamerki hvert við erum komin, íslenskt samfélag – með þessum fáu hræðum sem hér búa og þessum örfáu stjórnmálamönnum sem starfa fyrir land og þjóð – að menn fari á veitingastað og eigi þar samtöl og menn megi búast við því að fólk læðist aftan að því og taki þau samtöl upp. Ég spyr mig: Á hvaða stað erum við komin?“ Vísir hefur reynt að ná tali af þeim Gunnari Braga, Sigmundi Davíð, Önnu Kolbrúnu og Bergþóri en þau hafa ekki svarað. DV segir að á upptökunum heyrist Gunnar Bragi tala um að hann hafi sem utanríkisráðherra skipað Árna Þór Sigurðsson, fyrrverandi þingmann Vinstri grænna, sem sendiherra í Finnlandi til að draga athygli frá skipan Geirs H. Haarde sem sendiherra í Bandaríkjunum. Með því hafi hann talið sig eiga inni greiða hjá Sjálfstæðisflokknum og eiga sjálfur sendiherrastöðu vísa síðar meir. „Ég átti fund með Bjarna [Benediktssyni] í fjármálaráðuneytinu. Ég sagði við Bjarna: „Það er algjörlega sjálfsagt. Auðvitað geri ég Geir að sendiherra.“ Og ég sagði við hann: „Og mér finnst sanngjarnt að þið horfið til svipaðra hluta þegar ég þarf á því að halda.“ Það var ekki vegna þess að ég hafi verið að hugsa um að skipta um flokk. Ég var ekki kominn út þegar Þórólfur (Gíslason) hringir og spyr: „Ætlar þú að verða sendiherra?“ Ég var ekki kominn út úr ráðuneytinu,“ hefur DV eftir Gunnari Braga. Sigmundur Davíð, sem þá var forsætisráðherra, er sagður staðfesta að lýsing Gunnars Braga hafi verið rétt. „Bjarni má eiga það, hann viðurkenndi þetta. Bjarni fór út um víðan völl en niðurstaðan var sú að Bjarni féllst á það að ef þetta gengi eftir, þá ætti Gunnar inni hjá Sjálfstæðismönnum,“ hefur DV eftir Sigmundi Davíð.Frétt sem DV birti upp úr upptökunum í kvöld.SkjáskotFúkyrði um Ingu Sæland Umræða þingmannanna um formann Flokks fólksins virðist hafa verið tæpitungulaus ef marka má fréttir DV og Stundarinnar. Þingmenn Miðflokksins hafi reynt að fá Ólaf og Karl Gauta til þess að ganga til liðs við þá. Stundin hefur eftir Karli Gauta að þeir Ólafur væru sammála um að Inga Sæland, formaður flokks þeirra, væri ekki starfi sínu vaxin. „Við erum ekki að pressa á ykkur að koma bara inn í eitthvað. Við gerum okkur grein fyrir því að þið eruð burðarásarnir í Flokki fólksins og fyrir vikið, áttum okkur á því...að ef þið komið með okkur myndum við kunna að meta það,“ er haft eftir Sigmundi Davíð. Karl Gauti segir við Vísi að hann hafi sjálfur oft fengið boð um það að ganga til liðs við aðra flokka á þingi og séu ekki tekin of alvarlega. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um það sem haft er upp úr upptökunum. Nokkrir þingmenn Miðflokksins eru sagðir fara ófögrum orðum um Ingu Sæland á upptökunni. Þannig segi Bergþór um Ingu að hún sé „fokking tryllt“ og „húrrandi klikkuð kunta“. „Þið verðið að átta ykkur á því að þið getið ekkert endalaust látið „madame Sæland“ bara grilla ykkur eins og þið séuð ekki til,“ hefur Stundin eftir Gunnari Braga. Blaðið segir þá Ólaf og Karl Gauta nær ekkert hafa komið Ingu til varnar. Fleiri óviðurkvæmileg orð eru höfð eftir Gunnari Braga í DV þar sem hann ræðir um skipan á sendiherrum. Lýsir hann því hvernig þingmenn Vinstri grænna hefðu getað orðið brjálaðir þegar hann skipaði Geir sem sendiherra. Virðist hann vísa til Katrínar Jakobsdóttur þegar hann segir hana ekki hafa sagt orð þegar þau funduðu. „Geir slapp í gegnum þetta eins og smjör á smokknum hjá honum þarna Friðriki Ómari,“ hefur DV eftir Gunnari Braga. Virðist hann þar vísa til söngvarans Friðriks Ómars Hjörleifssonar sem er samkynhneigður. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Vonbetri eftir daginn í dag Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Sjá meira
Fréttamiðlarnir DV og Stundin birtu í kvöld bæði fréttir upp úr samtali nokkurra þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins úr leynilegum upptökum sem voru gerðar á hótelbar þar sem þingmennirnir sátu. Á þeim er fyrrverandi utanríkisráðherra meðal annars sagður hafa upplýst að hann hafi skipað sendiherra úr röðum VG til að draga athygli frá skipan Geirs H. Haarde sem sendiherra í Bandaríkjunum og þingmenn Miðflokksins sagðir hafa uppi stór orð um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. Fréttir beggja miðla birtust um svipað leyti nú undir kvöld. Báðir vísa þeir í leynilegar upptökur sem hafi verið gerðar án vitundar þingmannanna á Klaustri, bar hótels Kvosin við Kirkjutorg 20. nóvember. Þar eru sögð hafa verið viðstödd Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, Gunnar Bragi Sveinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og þingflokksformaður Miðflokksins, Anna Kolbrún Árnadóttir og Bergþór Ólason, þingmenn flokksins auk Ólafs Ísleifssonar og Karls Gauta Hjaltasonar, þingmanna Flokks fólksins. Ekki kemur fram í fréttum miðlanna hvernig þeir komust yfir upptökurnar. Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Flokks fólksins, bar ekki brigður á upptökurnar í samtali við Vísi. „Ég set hins vegar spurningamerki hvert við erum komin, íslenskt samfélag – með þessum fáu hræðum sem hér búa og þessum örfáu stjórnmálamönnum sem starfa fyrir land og þjóð – að menn fari á veitingastað og eigi þar samtöl og menn megi búast við því að fólk læðist aftan að því og taki þau samtöl upp. Ég spyr mig: Á hvaða stað erum við komin?“ Vísir hefur reynt að ná tali af þeim Gunnari Braga, Sigmundi Davíð, Önnu Kolbrúnu og Bergþóri en þau hafa ekki svarað. DV segir að á upptökunum heyrist Gunnar Bragi tala um að hann hafi sem utanríkisráðherra skipað Árna Þór Sigurðsson, fyrrverandi þingmann Vinstri grænna, sem sendiherra í Finnlandi til að draga athygli frá skipan Geirs H. Haarde sem sendiherra í Bandaríkjunum. Með því hafi hann talið sig eiga inni greiða hjá Sjálfstæðisflokknum og eiga sjálfur sendiherrastöðu vísa síðar meir. „Ég átti fund með Bjarna [Benediktssyni] í fjármálaráðuneytinu. Ég sagði við Bjarna: „Það er algjörlega sjálfsagt. Auðvitað geri ég Geir að sendiherra.“ Og ég sagði við hann: „Og mér finnst sanngjarnt að þið horfið til svipaðra hluta þegar ég þarf á því að halda.“ Það var ekki vegna þess að ég hafi verið að hugsa um að skipta um flokk. Ég var ekki kominn út þegar Þórólfur (Gíslason) hringir og spyr: „Ætlar þú að verða sendiherra?“ Ég var ekki kominn út úr ráðuneytinu,“ hefur DV eftir Gunnari Braga. Sigmundur Davíð, sem þá var forsætisráðherra, er sagður staðfesta að lýsing Gunnars Braga hafi verið rétt. „Bjarni má eiga það, hann viðurkenndi þetta. Bjarni fór út um víðan völl en niðurstaðan var sú að Bjarni féllst á það að ef þetta gengi eftir, þá ætti Gunnar inni hjá Sjálfstæðismönnum,“ hefur DV eftir Sigmundi Davíð.Frétt sem DV birti upp úr upptökunum í kvöld.SkjáskotFúkyrði um Ingu Sæland Umræða þingmannanna um formann Flokks fólksins virðist hafa verið tæpitungulaus ef marka má fréttir DV og Stundarinnar. Þingmenn Miðflokksins hafi reynt að fá Ólaf og Karl Gauta til þess að ganga til liðs við þá. Stundin hefur eftir Karli Gauta að þeir Ólafur væru sammála um að Inga Sæland, formaður flokks þeirra, væri ekki starfi sínu vaxin. „Við erum ekki að pressa á ykkur að koma bara inn í eitthvað. Við gerum okkur grein fyrir því að þið eruð burðarásarnir í Flokki fólksins og fyrir vikið, áttum okkur á því...að ef þið komið með okkur myndum við kunna að meta það,“ er haft eftir Sigmundi Davíð. Karl Gauti segir við Vísi að hann hafi sjálfur oft fengið boð um það að ganga til liðs við aðra flokka á þingi og séu ekki tekin of alvarlega. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um það sem haft er upp úr upptökunum. Nokkrir þingmenn Miðflokksins eru sagðir fara ófögrum orðum um Ingu Sæland á upptökunni. Þannig segi Bergþór um Ingu að hún sé „fokking tryllt“ og „húrrandi klikkuð kunta“. „Þið verðið að átta ykkur á því að þið getið ekkert endalaust látið „madame Sæland“ bara grilla ykkur eins og þið séuð ekki til,“ hefur Stundin eftir Gunnari Braga. Blaðið segir þá Ólaf og Karl Gauta nær ekkert hafa komið Ingu til varnar. Fleiri óviðurkvæmileg orð eru höfð eftir Gunnari Braga í DV þar sem hann ræðir um skipan á sendiherrum. Lýsir hann því hvernig þingmenn Vinstri grænna hefðu getað orðið brjálaðir þegar hann skipaði Geir sem sendiherra. Virðist hann vísa til Katrínar Jakobsdóttur þegar hann segir hana ekki hafa sagt orð þegar þau funduðu. „Geir slapp í gegnum þetta eins og smjör á smokknum hjá honum þarna Friðriki Ómari,“ hefur DV eftir Gunnari Braga. Virðist hann þar vísa til söngvarans Friðriks Ómars Hjörleifssonar sem er samkynhneigður.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Vonbetri eftir daginn í dag Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Sjá meira