Hugmyndir formanns VR um lífeyrissjóðina leggjast illa í SA Heimir Már Pétursson skrifar 28. nóvember 2018 14:30 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Fréttablaðið/Anton Brink Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir það ekki liðka fyrir samningum að forysta verkalýðshrefingarinnar hóti að beina því til lífeyrissjóða að frysta fjárfestingar á meðan samningar séu lausir. Hins vegar sé hann bjartsýnn á að samningar takist tímalega en meira máli skipti nú en oft áður að klára samninga tímalega. Stíf fundarhöld eru þessa dagana milli Samtaka atvinnulífsins, Starfsgreinasambandsins og VR og á föstudag hefjast viðræður við iðnaðarmenn. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir helstu liði í samningsáætlun SA og kröfugerðum verkalýðsfélaganna hafa verið rædda. „Við erum að taka þessa stærstu þætti. Við höfum rætt um vinnutímaskilgreiningar, sveigjanlegri vinnutíma, styttingu heildarvinnutíma. Við höfum rætt skipulag á vinnumarkaði og auðvitað er undirliggjandi þarna umræða um kaup og kjör. Þetta er flókið ferli og að mörgu sem þarf að huga,“ segir Halldór Benjamín. Ríkisstjórnin kom á laggirnar starfshópi í vikunni sem skila á tillögum til lausnar húsnæðisvandans fyrir 20. janúar næst komandi. Halldór Benjamín segir óumdeilt að húsnæðismálin séu einn stærsti liðurinn í komandi samningum og hann bindi því vonir við þetta útspil stjórnvalda. „Það ríkir framboðsskortur á húsnæðismarkaði og við þurfum að greiða úr honum. Það gerum við fyrst og fremst með því að byggja meira og hratt af hagkvæmu húsnæði til að léttaf af þeim þrýstingi sem of margir búa við. Þannig að já ég bind vonir við það,“ segir framkvæmdastjóri SA.Mikilvægt að ljúka samningum tímalega Ljóst er að töluverð óþreyja er meðal forystufólks innan verkalýðshreyfingarinnar meðal annars varðandi launaliðinn. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR minnti á það í þættinum Kveik á Ríkissjónvarpinu í gær að verkalýðsfélögin væru aðilar að íslenska lífeyrisjóðakerfinu og gætu beitt áhrifum sínum þar með því að beina því til sjóðanna að skrúfa fyrir fjárfestingar á meðan samningar væru lausir. Halldór Benjamín segir þetta vera nýmæli í samskiptum. “Þetta er ekki til að liðka fyrir málum í mínum huga. Ég held að það þurfi að fá frekari skýringar á því hvað þau eiga við með þessum orðum því ég átta mig ekki á því sjálfur hvað átt er við,” segir Halldór Benjamín. Hins vegar hafi Samtök atvinnulífsins og verkalýðsfélögin sem skipi fulltrúa í stjórn lífeyrissjóðanna ekkert boðvald yfir stjórnum sjóðanna. Stjórnarmenn eigi að vera óháðir og sýna sjálfstæði í störfum sínum. Framkvmdastjóri SA er þrátt fyrir þetta bjartsýnn á að samningar takist í tæka tíð. „Ég hygg hins vegar að tíminn skipti sérstaklega miklu máli að þessu sinni. Því miður eru blikur á lofti í efnahagslífinu. Við sjáum að það er kurr og titringur víða. Og því fyrr sem við eyðum þeirri óvissu sem ríkir á kjarasamningssviðinu því betra fyrir hag allra landsmanna,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson. Kjaramál Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Segir lífeyrissjóðina ekki mega stjórnast af þvingunum Lífeyrissjóðirnir myndu bregðast lögbundnu hlutverki sínu ef skrúfað yrði fyrir fjárfestingar. 28. nóvember 2018 11:30 Verkalýðsforkólfar segjast standa í „stéttastríði“ og hóta að stöðva fjárfestingar Formaður VR veltir upp möguleikanum á að verkalýðshreyfingin stöðvi fjárfestingar lífeyrissjóða til að knýja á um kröfur sínar í kjarasamningsviðræðum. 27. nóvember 2018 20:50 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Fleiri fréttir Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir það ekki liðka fyrir samningum að forysta verkalýðshrefingarinnar hóti að beina því til lífeyrissjóða að frysta fjárfestingar á meðan samningar séu lausir. Hins vegar sé hann bjartsýnn á að samningar takist tímalega en meira máli skipti nú en oft áður að klára samninga tímalega. Stíf fundarhöld eru þessa dagana milli Samtaka atvinnulífsins, Starfsgreinasambandsins og VR og á föstudag hefjast viðræður við iðnaðarmenn. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir helstu liði í samningsáætlun SA og kröfugerðum verkalýðsfélaganna hafa verið rædda. „Við erum að taka þessa stærstu þætti. Við höfum rætt um vinnutímaskilgreiningar, sveigjanlegri vinnutíma, styttingu heildarvinnutíma. Við höfum rætt skipulag á vinnumarkaði og auðvitað er undirliggjandi þarna umræða um kaup og kjör. Þetta er flókið ferli og að mörgu sem þarf að huga,“ segir Halldór Benjamín. Ríkisstjórnin kom á laggirnar starfshópi í vikunni sem skila á tillögum til lausnar húsnæðisvandans fyrir 20. janúar næst komandi. Halldór Benjamín segir óumdeilt að húsnæðismálin séu einn stærsti liðurinn í komandi samningum og hann bindi því vonir við þetta útspil stjórnvalda. „Það ríkir framboðsskortur á húsnæðismarkaði og við þurfum að greiða úr honum. Það gerum við fyrst og fremst með því að byggja meira og hratt af hagkvæmu húsnæði til að léttaf af þeim þrýstingi sem of margir búa við. Þannig að já ég bind vonir við það,“ segir framkvæmdastjóri SA.Mikilvægt að ljúka samningum tímalega Ljóst er að töluverð óþreyja er meðal forystufólks innan verkalýðshreyfingarinnar meðal annars varðandi launaliðinn. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR minnti á það í þættinum Kveik á Ríkissjónvarpinu í gær að verkalýðsfélögin væru aðilar að íslenska lífeyrisjóðakerfinu og gætu beitt áhrifum sínum þar með því að beina því til sjóðanna að skrúfa fyrir fjárfestingar á meðan samningar væru lausir. Halldór Benjamín segir þetta vera nýmæli í samskiptum. “Þetta er ekki til að liðka fyrir málum í mínum huga. Ég held að það þurfi að fá frekari skýringar á því hvað þau eiga við með þessum orðum því ég átta mig ekki á því sjálfur hvað átt er við,” segir Halldór Benjamín. Hins vegar hafi Samtök atvinnulífsins og verkalýðsfélögin sem skipi fulltrúa í stjórn lífeyrissjóðanna ekkert boðvald yfir stjórnum sjóðanna. Stjórnarmenn eigi að vera óháðir og sýna sjálfstæði í störfum sínum. Framkvmdastjóri SA er þrátt fyrir þetta bjartsýnn á að samningar takist í tæka tíð. „Ég hygg hins vegar að tíminn skipti sérstaklega miklu máli að þessu sinni. Því miður eru blikur á lofti í efnahagslífinu. Við sjáum að það er kurr og titringur víða. Og því fyrr sem við eyðum þeirri óvissu sem ríkir á kjarasamningssviðinu því betra fyrir hag allra landsmanna,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson.
Kjaramál Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Segir lífeyrissjóðina ekki mega stjórnast af þvingunum Lífeyrissjóðirnir myndu bregðast lögbundnu hlutverki sínu ef skrúfað yrði fyrir fjárfestingar. 28. nóvember 2018 11:30 Verkalýðsforkólfar segjast standa í „stéttastríði“ og hóta að stöðva fjárfestingar Formaður VR veltir upp möguleikanum á að verkalýðshreyfingin stöðvi fjárfestingar lífeyrissjóða til að knýja á um kröfur sínar í kjarasamningsviðræðum. 27. nóvember 2018 20:50 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Fleiri fréttir Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Sjá meira
Segir lífeyrissjóðina ekki mega stjórnast af þvingunum Lífeyrissjóðirnir myndu bregðast lögbundnu hlutverki sínu ef skrúfað yrði fyrir fjárfestingar. 28. nóvember 2018 11:30
Verkalýðsforkólfar segjast standa í „stéttastríði“ og hóta að stöðva fjárfestingar Formaður VR veltir upp möguleikanum á að verkalýðshreyfingin stöðvi fjárfestingar lífeyrissjóða til að knýja á um kröfur sínar í kjarasamningsviðræðum. 27. nóvember 2018 20:50