Ætla að bæta varnir á Krímskaga Samúel Karl Ólason skrifar 28. nóvember 2018 11:03 S-400 loftvarnarkerfi í Moskvu. EPA/SERGEI ILNITSKY Yfirvöld Rússlands tilkynntu í morgun að flytja ætti loftvarnarkerfi til Krímskaga og koma þeim þar fyrir. Spennan á milli Rússlands og Úkraínu hefur aukist til muna eftir að Rússar hertóku þrjú skip sjóhers Úkraínu og handsömuðu áhafnir skipanna. Þing Úkraínu samþykkti í kjölfarið að setja herlög á í stórum hlutum landsins.Samkvæmt AP fréttaveitunni, sem vísar í fjölmiðla í Rússlandi, sagði æðsti yfirmaður rússneska hersins á svæðinu að loftvarnarkerfi af gerðinni S-400 yrði komið fyrir á Krímskaga, til viðbótar við þrjú sem eru þar fyrir. Til stendur að kerfið verði virkt fyrir áramót.Með þessum loftvörnum hafa Rússar stjórn á himninum yfir stórum hluta Svartahafs og öllu Asóvshafi. Þá segir Reuters að rússnesku herskipi, Vice-Admiral Zakharin, hafi verið siglt um Kerchsund og inn á Asóvshaf.Ríkin gerðu samkomulag árið 2003 um að Asóvshaf væri sameiginlegt hafsvæði þeirra. Asóvsaf liggur austur af Krímskaga og suður af landsvæði Úkraínu og yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu, sem studdir eru af Rússlandi. Rússar innlimuðu Krímskaga af Úkraínu árið 2014 og tóku óeinkennisklæddir sérsveitarmenn þátt í innlimuninni. Í fyrstu neituðu yfirvöld Rússlands að viðurkenna að þar væru hermenn þeirra á ferð en Vladimir Pútín, forseti Rússlands, viðurkenndi það seinna meir. Innlimunin hefur ekki verið viðurkennd af alþjóðasamfélaginu. Brú var byggð yfir Kerchsund eftir innlimun Krímskaga og var hún opnuð fyrr á þessu ári. Síðan þá hafa Rússar aukið umsvif sín í Asóvshafi og að undanförnu hafa Rússar farið um borð í öll skip sem siglt er til eða frá höfnum Úkraínu og leitað þar um borð.Hér að neðan má sjá kort af svæðinu. Hægt er að smella á táknin til að fá frekari upplýsingar um hvað þau tákna. Rússar segja skip Úkraínu hafa siglt inn í lögsögu þeirra, án leyfis. Úkraínumenn segja þó að skipaferðirnar hafi verið samkvæmt lögum og að Rússar hafi þar að auki verið látnir vita af þeim. Yfirvöld Úkraínu segja að skipin hafi verið á leið frá Odessa til borgarinnar Mariupol. Sú borg er undir stjórn yfirvalda í Kænugarði og er nálægt yfirráðasvæði aðskilnaðarsinnanna. Evrópusambandið og Bandaríkin hafa heitið stuðningi við Úkraínu og hafa leiðtogar nokkurra ríkja Evrópu rætt sín á milli að beita Rússa viðskiptaþvingunum vegna málsins. 24 úkraínskir sjóliðar eru í haldi Rússa á Krímskaga. Þeir hafa verið ákærðir vegna málsins og eiga yfir höfði sér allt að sex ára fangelsisvist. Rússland Úkraína Tengdar fréttir Ræða um nýjar þvinganir gegn Rússum Leiðtogar Evrópusambandsríkja velta fyrir sér nýjum þvingunum gegn Rússum vegna hertöku úkraínskra herskipa á Asovshafi. Yfirmaður úkraínska sjóhersins segir Rússa þrýsta á, jafnvel pynta, sjóliða í haldi. 28. nóvember 2018 07:30 Rússar vara við auknum átökum vegna herlaga Yfirvöld Rússlands segja að herlög í Úkraínu muni leiða til aukinna átaka í austurhluta landsins þar sem aðskilnaðarsinnar, sem Rússar styðja, hafa tekið stjórnina. 27. nóvember 2018 11:31 Úkraínska þingið setur herlög Úkraínska þingið samþykkti í kvöld að setja herlög í landinu. 26. nóvember 2018 20:35 Trump íhugar að aflýsa fundi með Pútín vegna hertöku skipanna Donald Trump Bandaríkjaforseti segist íhuga að aflýsa fundi sínum og Vladímírs Pútín Rússlandsforseta á G20 ráðstefnunni í Argentínu síðar í mánuðinum vegna hertöku Rússa á þremur skipum sjóhers Úkraínu. 27. nóvember 2018 23:22 Poroshenko vill sjóliðana úr haldi Sjóher Úkraínu segir að sex sjóliðar hafi særst þegar skotið var á skip Úkraínu og þau handsömuð. 26. nóvember 2018 11:00 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Yfirvöld Rússlands tilkynntu í morgun að flytja ætti loftvarnarkerfi til Krímskaga og koma þeim þar fyrir. Spennan á milli Rússlands og Úkraínu hefur aukist til muna eftir að Rússar hertóku þrjú skip sjóhers Úkraínu og handsömuðu áhafnir skipanna. Þing Úkraínu samþykkti í kjölfarið að setja herlög á í stórum hlutum landsins.Samkvæmt AP fréttaveitunni, sem vísar í fjölmiðla í Rússlandi, sagði æðsti yfirmaður rússneska hersins á svæðinu að loftvarnarkerfi af gerðinni S-400 yrði komið fyrir á Krímskaga, til viðbótar við þrjú sem eru þar fyrir. Til stendur að kerfið verði virkt fyrir áramót.Með þessum loftvörnum hafa Rússar stjórn á himninum yfir stórum hluta Svartahafs og öllu Asóvshafi. Þá segir Reuters að rússnesku herskipi, Vice-Admiral Zakharin, hafi verið siglt um Kerchsund og inn á Asóvshaf.Ríkin gerðu samkomulag árið 2003 um að Asóvshaf væri sameiginlegt hafsvæði þeirra. Asóvsaf liggur austur af Krímskaga og suður af landsvæði Úkraínu og yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu, sem studdir eru af Rússlandi. Rússar innlimuðu Krímskaga af Úkraínu árið 2014 og tóku óeinkennisklæddir sérsveitarmenn þátt í innlimuninni. Í fyrstu neituðu yfirvöld Rússlands að viðurkenna að þar væru hermenn þeirra á ferð en Vladimir Pútín, forseti Rússlands, viðurkenndi það seinna meir. Innlimunin hefur ekki verið viðurkennd af alþjóðasamfélaginu. Brú var byggð yfir Kerchsund eftir innlimun Krímskaga og var hún opnuð fyrr á þessu ári. Síðan þá hafa Rússar aukið umsvif sín í Asóvshafi og að undanförnu hafa Rússar farið um borð í öll skip sem siglt er til eða frá höfnum Úkraínu og leitað þar um borð.Hér að neðan má sjá kort af svæðinu. Hægt er að smella á táknin til að fá frekari upplýsingar um hvað þau tákna. Rússar segja skip Úkraínu hafa siglt inn í lögsögu þeirra, án leyfis. Úkraínumenn segja þó að skipaferðirnar hafi verið samkvæmt lögum og að Rússar hafi þar að auki verið látnir vita af þeim. Yfirvöld Úkraínu segja að skipin hafi verið á leið frá Odessa til borgarinnar Mariupol. Sú borg er undir stjórn yfirvalda í Kænugarði og er nálægt yfirráðasvæði aðskilnaðarsinnanna. Evrópusambandið og Bandaríkin hafa heitið stuðningi við Úkraínu og hafa leiðtogar nokkurra ríkja Evrópu rætt sín á milli að beita Rússa viðskiptaþvingunum vegna málsins. 24 úkraínskir sjóliðar eru í haldi Rússa á Krímskaga. Þeir hafa verið ákærðir vegna málsins og eiga yfir höfði sér allt að sex ára fangelsisvist.
Rússland Úkraína Tengdar fréttir Ræða um nýjar þvinganir gegn Rússum Leiðtogar Evrópusambandsríkja velta fyrir sér nýjum þvingunum gegn Rússum vegna hertöku úkraínskra herskipa á Asovshafi. Yfirmaður úkraínska sjóhersins segir Rússa þrýsta á, jafnvel pynta, sjóliða í haldi. 28. nóvember 2018 07:30 Rússar vara við auknum átökum vegna herlaga Yfirvöld Rússlands segja að herlög í Úkraínu muni leiða til aukinna átaka í austurhluta landsins þar sem aðskilnaðarsinnar, sem Rússar styðja, hafa tekið stjórnina. 27. nóvember 2018 11:31 Úkraínska þingið setur herlög Úkraínska þingið samþykkti í kvöld að setja herlög í landinu. 26. nóvember 2018 20:35 Trump íhugar að aflýsa fundi með Pútín vegna hertöku skipanna Donald Trump Bandaríkjaforseti segist íhuga að aflýsa fundi sínum og Vladímírs Pútín Rússlandsforseta á G20 ráðstefnunni í Argentínu síðar í mánuðinum vegna hertöku Rússa á þremur skipum sjóhers Úkraínu. 27. nóvember 2018 23:22 Poroshenko vill sjóliðana úr haldi Sjóher Úkraínu segir að sex sjóliðar hafi særst þegar skotið var á skip Úkraínu og þau handsömuð. 26. nóvember 2018 11:00 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Ræða um nýjar þvinganir gegn Rússum Leiðtogar Evrópusambandsríkja velta fyrir sér nýjum þvingunum gegn Rússum vegna hertöku úkraínskra herskipa á Asovshafi. Yfirmaður úkraínska sjóhersins segir Rússa þrýsta á, jafnvel pynta, sjóliða í haldi. 28. nóvember 2018 07:30
Rússar vara við auknum átökum vegna herlaga Yfirvöld Rússlands segja að herlög í Úkraínu muni leiða til aukinna átaka í austurhluta landsins þar sem aðskilnaðarsinnar, sem Rússar styðja, hafa tekið stjórnina. 27. nóvember 2018 11:31
Úkraínska þingið setur herlög Úkraínska þingið samþykkti í kvöld að setja herlög í landinu. 26. nóvember 2018 20:35
Trump íhugar að aflýsa fundi með Pútín vegna hertöku skipanna Donald Trump Bandaríkjaforseti segist íhuga að aflýsa fundi sínum og Vladímírs Pútín Rússlandsforseta á G20 ráðstefnunni í Argentínu síðar í mánuðinum vegna hertöku Rússa á þremur skipum sjóhers Úkraínu. 27. nóvember 2018 23:22
Poroshenko vill sjóliðana úr haldi Sjóher Úkraínu segir að sex sjóliðar hafi særst þegar skotið var á skip Úkraínu og þau handsömuð. 26. nóvember 2018 11:00