Við erum svona fólk Ingileif Friðriksdóttir og María Rut Kristinsdóttir skrifar 28. nóvember 2018 10:33 Hönd í hönd röltum við hjónin upp Hverfisgötuna í gær, á leið í bíó. Við smelltum kossi hvor á aðra áður en við gengum inn í Bíó Paradís, þangað sem við vorum komnar til að sjá frumsýningu heimildarmyndarinnar Svona fólk. Við vorum svolítið á síðustu stundu en náðum með naumindum að næla okkur í sæti í næst-öftustu röð, í smekkfullum salnum. Við horfðumst í augu og brostum hvor til annarrar áður en myndin hófst, fullar eftirvæntingar. Skömmu síðar vorum við hins vegar slegnar með blautri tusku í andlitið. Ekki leið að löngu þar til tárin voru farin að falla, og það sem eftir lifði myndar kreistum við hönd hvorrar annarrar fast á milli sætanna. Þarna sátum við, ekki orðnar þrítugar, og hlýddum á raunverulegar sögur samkynhneigðs íslensks fólks sem lifði í felum á áttunda og níunda áratug síðustu aldar, varð fyrir grófu ofbeldi, missti vinnu og húsnæði, flúði land og var ofsótt fyrir það eitt að vera það sjálft. Sögur fólks sem margt hvert ber enn ör þess tíma sem samfélagið útskúfaði það. Og sögur fólks sem sumt hvert lifði ekki af. Við höfðum vissulega lesið ýmislegt um réttindabaráttuna hér á landi og þekktum sumar sögurnar – en að horfa á andlitin á bakvið sögurnar og heyra þau segja frá í sínum orðum, hafði þó djúpstæðari áhrif á okkur en okkur grunaði. Fólk eins og við, sem ekki gat leiðst hönd í hönd, og hvað þá kysst hvort annað á almannafæri. Og þarna sátum við, nýgiftu hjónin, og grétum í faðmlögum yfir veruleika þeirra. Veruleika sem er svo fjarri okkur, en samt svo nálægt. Veruleika fólks eins og okkar, því við erum svona fólk. Það eru aðeins tæpir fimm mánuðir síðan við gengum í hjónaband og fögnuðum ástinni með fjölskyldum okkar og vinum. Sjálfsagður hlutur fyrir par sem hefur verið saman í fimm ár og hyggst verja ævinni saman. En þó ekki svo sjálfsagður. Í dag eru aðeins 27 lönd í heiminum sem heimila hjónabönd samkynhneigðra. 27 af 195. Það eru ekki nema 8 ár síðan samkynja hjónabönd voru færð í lög hér á landi, og vegferðin að þeirri lögleiðingu var síður en svo áfallalaus. Það nægir að lesa umsagnir um málið á sínum tíma til að sjá fordómana og hræðsluna við ástina. Á þeim tíma sem myndin tók til var slík athöfn í besta falli langþráður draumur. Þá barðist samkynhneigt fólk fyrir tilverurétti sínum í þessu landi, fyrir því að vera ekki kallað kynvillingar og fyrir fordómalausu Íslandi. En það sem mætti þeim var skilningslaust samfélag, þar sem ekki mátti segja orðin hommi og lesbía upphátt. Þar sem slík orð voru jafnvel bönnuð í útvarpi og sjónvarpi. Sem betur fer erum við komin óralangt frá þessum veruleika, og í ár fagna Samtökin ’78 fjörtíu ára afmæli sínu. En þrátt fyrir að vera komin langt má þó enn finna foróma og skilningsleysi víða. Því er mikilvægt að sofna ekki á verðinum og halda á lofti þeim kyndli sem Hörður Torfason kveikti á sínum tíma. Takk, Hörður og þið öll sem rudduð brautina; Guðni Baldursson, Þorvaldur Kristjánsson, Ragnhildur Sverrisdóttir og aðrir viðmælendur myndarinnar, sem sögðu frá á svo fallegan og einlægan en oft átakalegan hátt. Og takk, Hrafnhildur Gunnarsdóttir fyrir að fanga söguna og baráttuna svona fallega. Það er ykkur að þakka að við stöndum hér í dag og fáum að elska hvora aðra í samfélagi sem leyfir okkur að vera við sjálfar. Heimildarmyndin verður frumsýnd í Bíó Paradís í kvöld og verður í sýningu næstu daga. Við hvetjum alla til að fara í bíó og horfast í augu við söguna. Því þetta er svo einfalt og snýst bara um eitt: lífshamingju. Höfundar eru hjón og stofnendur Hinseginleikans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Rut Kristinsdóttir Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Sjá meira
Hönd í hönd röltum við hjónin upp Hverfisgötuna í gær, á leið í bíó. Við smelltum kossi hvor á aðra áður en við gengum inn í Bíó Paradís, þangað sem við vorum komnar til að sjá frumsýningu heimildarmyndarinnar Svona fólk. Við vorum svolítið á síðustu stundu en náðum með naumindum að næla okkur í sæti í næst-öftustu röð, í smekkfullum salnum. Við horfðumst í augu og brostum hvor til annarrar áður en myndin hófst, fullar eftirvæntingar. Skömmu síðar vorum við hins vegar slegnar með blautri tusku í andlitið. Ekki leið að löngu þar til tárin voru farin að falla, og það sem eftir lifði myndar kreistum við hönd hvorrar annarrar fast á milli sætanna. Þarna sátum við, ekki orðnar þrítugar, og hlýddum á raunverulegar sögur samkynhneigðs íslensks fólks sem lifði í felum á áttunda og níunda áratug síðustu aldar, varð fyrir grófu ofbeldi, missti vinnu og húsnæði, flúði land og var ofsótt fyrir það eitt að vera það sjálft. Sögur fólks sem margt hvert ber enn ör þess tíma sem samfélagið útskúfaði það. Og sögur fólks sem sumt hvert lifði ekki af. Við höfðum vissulega lesið ýmislegt um réttindabaráttuna hér á landi og þekktum sumar sögurnar – en að horfa á andlitin á bakvið sögurnar og heyra þau segja frá í sínum orðum, hafði þó djúpstæðari áhrif á okkur en okkur grunaði. Fólk eins og við, sem ekki gat leiðst hönd í hönd, og hvað þá kysst hvort annað á almannafæri. Og þarna sátum við, nýgiftu hjónin, og grétum í faðmlögum yfir veruleika þeirra. Veruleika sem er svo fjarri okkur, en samt svo nálægt. Veruleika fólks eins og okkar, því við erum svona fólk. Það eru aðeins tæpir fimm mánuðir síðan við gengum í hjónaband og fögnuðum ástinni með fjölskyldum okkar og vinum. Sjálfsagður hlutur fyrir par sem hefur verið saman í fimm ár og hyggst verja ævinni saman. En þó ekki svo sjálfsagður. Í dag eru aðeins 27 lönd í heiminum sem heimila hjónabönd samkynhneigðra. 27 af 195. Það eru ekki nema 8 ár síðan samkynja hjónabönd voru færð í lög hér á landi, og vegferðin að þeirri lögleiðingu var síður en svo áfallalaus. Það nægir að lesa umsagnir um málið á sínum tíma til að sjá fordómana og hræðsluna við ástina. Á þeim tíma sem myndin tók til var slík athöfn í besta falli langþráður draumur. Þá barðist samkynhneigt fólk fyrir tilverurétti sínum í þessu landi, fyrir því að vera ekki kallað kynvillingar og fyrir fordómalausu Íslandi. En það sem mætti þeim var skilningslaust samfélag, þar sem ekki mátti segja orðin hommi og lesbía upphátt. Þar sem slík orð voru jafnvel bönnuð í útvarpi og sjónvarpi. Sem betur fer erum við komin óralangt frá þessum veruleika, og í ár fagna Samtökin ’78 fjörtíu ára afmæli sínu. En þrátt fyrir að vera komin langt má þó enn finna foróma og skilningsleysi víða. Því er mikilvægt að sofna ekki á verðinum og halda á lofti þeim kyndli sem Hörður Torfason kveikti á sínum tíma. Takk, Hörður og þið öll sem rudduð brautina; Guðni Baldursson, Þorvaldur Kristjánsson, Ragnhildur Sverrisdóttir og aðrir viðmælendur myndarinnar, sem sögðu frá á svo fallegan og einlægan en oft átakalegan hátt. Og takk, Hrafnhildur Gunnarsdóttir fyrir að fanga söguna og baráttuna svona fallega. Það er ykkur að þakka að við stöndum hér í dag og fáum að elska hvora aðra í samfélagi sem leyfir okkur að vera við sjálfar. Heimildarmyndin verður frumsýnd í Bíó Paradís í kvöld og verður í sýningu næstu daga. Við hvetjum alla til að fara í bíó og horfast í augu við söguna. Því þetta er svo einfalt og snýst bara um eitt: lífshamingju. Höfundar eru hjón og stofnendur Hinseginleikans.
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar