Erfið staða Liverpool eftir tap Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 28. nóvember 2018 22:00 Henderson og félagar áttu erfiðan dag á skrifstofunni vísir/getty Paris Saint-German vann mikilvægan sigur í baráttunni um sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu þegar Liverpool mætti í heimsókn til Frakklands. Fyrir leiki kvöldsins hefði sigur á PSG getað dugað Liverpool til að tryggja sig upp úr riðlinum ef úrslit úr hinum leik riðilsins hefðu verið þeim hliðholl. Lærisveinar Jurgen Klopp eru hins vegar í erfiðum málum eftir 2-1 tap fyrir Parísarliðinu. Fyrsta mark leiksins kom á 13. mínútu þegar Juan Bernat skoraði eftir undirbúning frá ungstirninu Kylian Mbappe. Heimamenn höfðu verið sterkari aðilinn í leiknum og uppskáru með marki. PSG var með tökin á leiknum og voru líklegri til þess að bæta við en gestirnir að jafna. Það kom upp á daginn, Neymar tvöfaldaði forystu PSG þegar hann setti frákstið af skoti Edinson Cavani framhjá Alisson og í marknetið. Á síðustu augnablikum fyrri hálfleiks fékk Liverpool vítaspyrnu. Angel di Maria fer í mjög klaufalega tæklingu á Sadio Mane, er langt frá því að taka boltann og vítaspyrna réttilega dæmd. James Milner steig á punktinn og skoraði örugglega. Liverpool fékk senda líflínu rétt áður en liðin gengu til búningsherbergja. Bæði lið voru hættuleg fram á við í seinni hálfleik og varnarleikur beggja liða ekki upp á marga fiska. Mohamed Salah var nálægt því að jafna leikinn fyrir Liverpool og PSG hefði mögulega átt að fá vítaspyrnu þegar Virgil van Dijk virtist hafa brotið á sér en dómari leiksins leyfði varnarmanninum að njóta vafans. Fleiri urðu mörkin ekki og lokatölur 2-1. Vítaspyrna James Milner var eina skot Liverpool á markrammann í leiknum. Í hinum leik riðilsins vann Napólí 3-0 sigur á Rauðu stjörnunni. Napólí og Liverpool mætast í lokaleik riðilsins og þar þarf Liverpool að vinna til þess að komast áfram. 1-0 sigur dugar Liverpool en skori Napólí á Anfield þurfa þeir að vinna með tveggja marka mun. Meistaradeild Evrópu
Paris Saint-German vann mikilvægan sigur í baráttunni um sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu þegar Liverpool mætti í heimsókn til Frakklands. Fyrir leiki kvöldsins hefði sigur á PSG getað dugað Liverpool til að tryggja sig upp úr riðlinum ef úrslit úr hinum leik riðilsins hefðu verið þeim hliðholl. Lærisveinar Jurgen Klopp eru hins vegar í erfiðum málum eftir 2-1 tap fyrir Parísarliðinu. Fyrsta mark leiksins kom á 13. mínútu þegar Juan Bernat skoraði eftir undirbúning frá ungstirninu Kylian Mbappe. Heimamenn höfðu verið sterkari aðilinn í leiknum og uppskáru með marki. PSG var með tökin á leiknum og voru líklegri til þess að bæta við en gestirnir að jafna. Það kom upp á daginn, Neymar tvöfaldaði forystu PSG þegar hann setti frákstið af skoti Edinson Cavani framhjá Alisson og í marknetið. Á síðustu augnablikum fyrri hálfleiks fékk Liverpool vítaspyrnu. Angel di Maria fer í mjög klaufalega tæklingu á Sadio Mane, er langt frá því að taka boltann og vítaspyrna réttilega dæmd. James Milner steig á punktinn og skoraði örugglega. Liverpool fékk senda líflínu rétt áður en liðin gengu til búningsherbergja. Bæði lið voru hættuleg fram á við í seinni hálfleik og varnarleikur beggja liða ekki upp á marga fiska. Mohamed Salah var nálægt því að jafna leikinn fyrir Liverpool og PSG hefði mögulega átt að fá vítaspyrnu þegar Virgil van Dijk virtist hafa brotið á sér en dómari leiksins leyfði varnarmanninum að njóta vafans. Fleiri urðu mörkin ekki og lokatölur 2-1. Vítaspyrna James Milner var eina skot Liverpool á markrammann í leiknum. Í hinum leik riðilsins vann Napólí 3-0 sigur á Rauðu stjörnunni. Napólí og Liverpool mætast í lokaleik riðilsins og þar þarf Liverpool að vinna til þess að komast áfram. 1-0 sigur dugar Liverpool en skori Napólí á Anfield þurfa þeir að vinna með tveggja marka mun.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti