Erlent

Var vísað frá borði eftir sjálfsmyndatöku

Atli Ísleifsson skrifar
Manninum var sleppt eftir tíu tíma í haldi lögreglu.
Manninum var sleppt eftir tíu tíma í haldi lögreglu. Getty/William87
Farþega um borð í flugvél á Indlandi var á dögunum gert að yfirgefa vélina eftir að hafa tekið mynd af sjálfum sér um borð, sent félögum sínum myndina á Snapchat og skrifað „hryðjuverkamaður“ í myndatexta.

Lögregla á Indlandi segir að annar farþegi hafi gert áhöfn viðvart eftir að hafa séð umræddan farþega skrifa myndatexta þar sem orðið „hryðjuverkamaður“ kom fyrir með mynd af sjálfum sér um borð í vélinni.

Maðurinn var yfirheyrður og var sleppt eftir um tíu tíma í haldi. Hafði þá komið í ljós að hann hafði ritað myndatextann: „Hryðjuverkamaður um borð, ég hryggbrýt konur“.

„Við yfirheyrðum hann vel og lengi en fundum engin tengsl við hryðjuverkasamtök. Þetta voru skilaboð sem áttu einungis að rata til félaga hans og ekki hugsað sem hótun eða þá að særa neinn,“ segir lögreglumaðurinn Avvaru Ravindranath í samtali við AFP.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×