Skallagrímur er án þjálfara í Domino's deild kvenna, Ari Gunnarsson er hættur sem þjálfari liðsins.
Meistaraflokksráð kvenna hjá Skallagrími sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöld þar sem kom fram að ráðið og Ari hafi komist að samkomulagi um að hann hætti þjálfun liðsins.
Ari tók við Skallagrími í upphafi þessa árs eftir að Spánverjinn Richardo Gonzales var rekinn úr starfi. Hann stýrði liðinu í úrslitakeppnina á síðasta tímabili en þar töpuðu Skallarnir fyrir Haukum í undanúrslitunum.
Skallagrímur er eins og er í sjötta sæti Domino's deildar kvenna, fjórum stigum frá fjórða sætinu og fjórum stigum frá botninum.
Ari hættur með Skallagrím
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið


Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út
Enski boltinn



Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni
Íslenski boltinn


55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri
Íslenski boltinn


