Vilja breyta forgangsröðuninni Hjörvar Ólafsson skrifar 27. nóvember 2018 08:00 Aðalkosningaloforð Guðna Bergssonar var að setja á laggirnar starf yfirmanns knattspyrnumála hjá KSÍ. Það hefur ekki enn tekist. Fréttablaðið/Anton Brink Meðal þess sem rætt var á fundi forráðamanna aðildarfélaga KSÍ um helgina var staða yfirmanns knattspyrnumála. Staðan var auglýst laus til umsóknar í október síðastliðnum, umsóknarfrestur var til 15. nóvember og vonir stóðu til að ráðið yrði í starfið fyrir lok þessa árs. Í kjölfar fundarins tilkynnti Guðni Bergsson, formaður KSÍ, hins vegar að ráðningunni yrði frestað fram yfir ársþing KSÍ í febrúar á næsta ári. Guðni brást þannig við tillögu sem fram kom á fundinum þess efnis að heppilegra sé að ársþingið fái að koma að því að móta starfið og skuldbinda sambandið til framtíðar. Haraldur Haraldsson var mættur á fyrrgreindan fund sem framkvæmdastjóri Víkings og þar að auki sem formaður Íslensks toppfótbolta (ÍTF) sem eru hagsmunasamtök félaga sem eiga lið í tveimur efstu deildunum hér á landi. „Þetta var góður fundur þar sem málin væru rædd á yfirvegaðan og málefnalegan hátt. Við fengum þar ágætis svör við því hver áformin eru með stöðu yfirmanns knattspyrnumála og stöðu mála hvað Laugardalsvöll varðar,“ sagði Haraldur í samtali við Fréttablaðið. „Það er ekkert launungarmál að okkur sem störfum í hreyfingunni hefur fundist nokkuð óljóst hvert hlutverk þess manns sem á að sinna þessu starfi á að vera. Við fengum fína kynningu á því og það var svo niðurstaðan eftir fundinn að ársþingið fengi að ráða framhaldinu hvað varðar ferlið við að koma þessari stöðu á koppinn sem er bara mjög jákvætt,“ segir hann. „Við hjá ÍTF erum á þeirri skoðun að peningunum gæti mögulega verið betur varið í önnur verkefni. Það er því eðlilegt að hlustað verði á vilja félaganna þegar kemur að þessu máli. Það verður svo bara spennandi að sjá hvað félögin vilja gera í þessu máli þegar þar að kemur,“ segir Víkingurinn. „Þessa dagana er svo í gangi undirbúningur hjá ÍTF fyrir ársþingið þar sem við höfum hug á að koma fram sams konar eða svipuðum breytingum og á síðasta þingi. Það eru lagabreytingar sem snúa að því að ÍTF fái umboð til að semja um markaðsréttindin fyrir efstu deildirnar, þær fái aukið atkvæðavægi á ársþinginu og fellt verði út ákvæði þess efnis að aðilar geti eingöngu setið í nefndum og stjórnum á vegum KSí í 12 ár,“ segir Haraldur. „Við erum að freista þess að ná samkomulagi við stjórn KSí um að þessar lagabreytingar fái brautargengi á þinginu. Að öðrum kosti verður farin sama leið og síðast og tillögurnar lagðar fram í okkar nafni á þinginu og kosið um þær.“ Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
Meðal þess sem rætt var á fundi forráðamanna aðildarfélaga KSÍ um helgina var staða yfirmanns knattspyrnumála. Staðan var auglýst laus til umsóknar í október síðastliðnum, umsóknarfrestur var til 15. nóvember og vonir stóðu til að ráðið yrði í starfið fyrir lok þessa árs. Í kjölfar fundarins tilkynnti Guðni Bergsson, formaður KSÍ, hins vegar að ráðningunni yrði frestað fram yfir ársþing KSÍ í febrúar á næsta ári. Guðni brást þannig við tillögu sem fram kom á fundinum þess efnis að heppilegra sé að ársþingið fái að koma að því að móta starfið og skuldbinda sambandið til framtíðar. Haraldur Haraldsson var mættur á fyrrgreindan fund sem framkvæmdastjóri Víkings og þar að auki sem formaður Íslensks toppfótbolta (ÍTF) sem eru hagsmunasamtök félaga sem eiga lið í tveimur efstu deildunum hér á landi. „Þetta var góður fundur þar sem málin væru rædd á yfirvegaðan og málefnalegan hátt. Við fengum þar ágætis svör við því hver áformin eru með stöðu yfirmanns knattspyrnumála og stöðu mála hvað Laugardalsvöll varðar,“ sagði Haraldur í samtali við Fréttablaðið. „Það er ekkert launungarmál að okkur sem störfum í hreyfingunni hefur fundist nokkuð óljóst hvert hlutverk þess manns sem á að sinna þessu starfi á að vera. Við fengum fína kynningu á því og það var svo niðurstaðan eftir fundinn að ársþingið fengi að ráða framhaldinu hvað varðar ferlið við að koma þessari stöðu á koppinn sem er bara mjög jákvætt,“ segir hann. „Við hjá ÍTF erum á þeirri skoðun að peningunum gæti mögulega verið betur varið í önnur verkefni. Það er því eðlilegt að hlustað verði á vilja félaganna þegar kemur að þessu máli. Það verður svo bara spennandi að sjá hvað félögin vilja gera í þessu máli þegar þar að kemur,“ segir Víkingurinn. „Þessa dagana er svo í gangi undirbúningur hjá ÍTF fyrir ársþingið þar sem við höfum hug á að koma fram sams konar eða svipuðum breytingum og á síðasta þingi. Það eru lagabreytingar sem snúa að því að ÍTF fái umboð til að semja um markaðsréttindin fyrir efstu deildirnar, þær fái aukið atkvæðavægi á ársþinginu og fellt verði út ákvæði þess efnis að aðilar geti eingöngu setið í nefndum og stjórnum á vegum KSí í 12 ár,“ segir Haraldur. „Við erum að freista þess að ná samkomulagi við stjórn KSí um að þessar lagabreytingar fái brautargengi á þinginu. Að öðrum kosti verður farin sama leið og síðast og tillögurnar lagðar fram í okkar nafni á þinginu og kosið um þær.“
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti