Hafa áhyggjur af því að veip sé farið að leiða til grasreykinga Nadine Guðrún Yaghi skrifar 26. nóvember 2018 19:00 Magnús Þór Jónsson , formaður félags skólastjórnenda í Reykjavík, segir skólastjórnendur hafa áhyggjur af því að rafrettunotkun barna sé farin að leiða af sér aðra áhættuhegðun, svo sem grasreykingar. Það þurfi að taka á þeirri rafrettubylgju sem herjar nú yfir. Magnús Þór segir að skólastjórnendur hafi fyrst lýst áhyggjum sínum af rafrettunotkun barna- og unglinga fyrir um tveimur árum. „Og hversu einfalt það virtist vera fyrir börn að nálgast hana,“ segir Magnús Þór. Samkvæmt rannsókn um lýðheilsu ungs fólks sem nýlega var unnin var af rannsóknarmiðstöðinni Rannsóknum og greiningu höfðu rúm 45 prósent 10. bekkinga á landinu einhvern tímann prófað rafrettur. Ellefu prósent 10. bekkinga notuðu rafrettur daglega.Magnús Þór JónssonFormaður Félags skólastjórnenda í Reykjavík„Það eru auðvitað bara sláandi tölur og eitthvað sem við höfum ekki séð varðandi önnur vímuefni í áratug,“ segir Magnús sem segir ástandið slæmt. „Við greinum það í umhverfi okkar að við erum að eiga við ákveðna áhættuhegðun í öðrum þáttum sem við þurfum auðvitað að horfa til,“ segir Magnús Þór og útskýrir að þannig sé tilfinning skólastjórnenda að börn sem noti rafréttur séu orðin markhópur þeirra sem laumi að þeim öðrum efnum. „Að þetta hafi leitt krakka út í einhverskonar grasreykingar og aðra hluti sem við höfum ekki orðið vör við í langan tíma,“ segir Magnús Þór. Nýlega samþykkti Alþingi lög um rafrettur þar sem segir að ekki eigi að leyfa sölu á rafrettum til einstaklinga undir 18 ára aldri. Lögin taka hins vegar ekki gildi fyrr en þann 1. mars 2019 næstkomandi.Magnús segir að börn allt niður í 6 bekk fikti við rafrettur. Hins vegar sé það mun algengara í unglingadeildunum en eins og áður sagði höfðu rúm 45 prósent 10 bekkinga prófað rafrettur. „Þegar þú ert kominn með svona stóran fikthóp að þá erum við að tala um bylgju sem við vorum ekki nægilega undirbúin fyrir og verðum auðvitað sem samfélag að taka á,“ segir Magnús Þór. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segja rafrettu-æði unglinga áhyggjuefni Notkun ungmenna á rafrettum hefur aukist umtalsvert. Stærstur hluti grunnskólanema sem nota rafrettur notaði ekki tóbak áður. Deildarstjóri hjá frístundamiðstöð og verkefnastjóri hjá Landlækni hafa áhyggjur af þróuninni. 3. júlí 2018 06:00 Rafrettur notaðar til að neyta kannabisefna Nær helmingur þeirra sem koma á Vog og neyta kannabis reglulega hafa fiktað við að setja kannabisolíu í rafrettur. 2. ágúst 2018 19:00 Læknar vilja rafrettur úr sölu Læknafélag Íslands skorar á yfirvöld að stöðva tafarlaust sölu á rafrettum, eftir því fyrirkomulagi sem nú er, ella sé árangri Íslands á heimsmælikvarða í minnkun reykinga barna stefnt í hættu 13. nóvember 2018 07:30 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Magnús Þór Jónsson , formaður félags skólastjórnenda í Reykjavík, segir skólastjórnendur hafa áhyggjur af því að rafrettunotkun barna sé farin að leiða af sér aðra áhættuhegðun, svo sem grasreykingar. Það þurfi að taka á þeirri rafrettubylgju sem herjar nú yfir. Magnús Þór segir að skólastjórnendur hafi fyrst lýst áhyggjum sínum af rafrettunotkun barna- og unglinga fyrir um tveimur árum. „Og hversu einfalt það virtist vera fyrir börn að nálgast hana,“ segir Magnús Þór. Samkvæmt rannsókn um lýðheilsu ungs fólks sem nýlega var unnin var af rannsóknarmiðstöðinni Rannsóknum og greiningu höfðu rúm 45 prósent 10. bekkinga á landinu einhvern tímann prófað rafrettur. Ellefu prósent 10. bekkinga notuðu rafrettur daglega.Magnús Þór JónssonFormaður Félags skólastjórnenda í Reykjavík„Það eru auðvitað bara sláandi tölur og eitthvað sem við höfum ekki séð varðandi önnur vímuefni í áratug,“ segir Magnús sem segir ástandið slæmt. „Við greinum það í umhverfi okkar að við erum að eiga við ákveðna áhættuhegðun í öðrum þáttum sem við þurfum auðvitað að horfa til,“ segir Magnús Þór og útskýrir að þannig sé tilfinning skólastjórnenda að börn sem noti rafréttur séu orðin markhópur þeirra sem laumi að þeim öðrum efnum. „Að þetta hafi leitt krakka út í einhverskonar grasreykingar og aðra hluti sem við höfum ekki orðið vör við í langan tíma,“ segir Magnús Þór. Nýlega samþykkti Alþingi lög um rafrettur þar sem segir að ekki eigi að leyfa sölu á rafrettum til einstaklinga undir 18 ára aldri. Lögin taka hins vegar ekki gildi fyrr en þann 1. mars 2019 næstkomandi.Magnús segir að börn allt niður í 6 bekk fikti við rafrettur. Hins vegar sé það mun algengara í unglingadeildunum en eins og áður sagði höfðu rúm 45 prósent 10 bekkinga prófað rafrettur. „Þegar þú ert kominn með svona stóran fikthóp að þá erum við að tala um bylgju sem við vorum ekki nægilega undirbúin fyrir og verðum auðvitað sem samfélag að taka á,“ segir Magnús Þór.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segja rafrettu-æði unglinga áhyggjuefni Notkun ungmenna á rafrettum hefur aukist umtalsvert. Stærstur hluti grunnskólanema sem nota rafrettur notaði ekki tóbak áður. Deildarstjóri hjá frístundamiðstöð og verkefnastjóri hjá Landlækni hafa áhyggjur af þróuninni. 3. júlí 2018 06:00 Rafrettur notaðar til að neyta kannabisefna Nær helmingur þeirra sem koma á Vog og neyta kannabis reglulega hafa fiktað við að setja kannabisolíu í rafrettur. 2. ágúst 2018 19:00 Læknar vilja rafrettur úr sölu Læknafélag Íslands skorar á yfirvöld að stöðva tafarlaust sölu á rafrettum, eftir því fyrirkomulagi sem nú er, ella sé árangri Íslands á heimsmælikvarða í minnkun reykinga barna stefnt í hættu 13. nóvember 2018 07:30 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Segja rafrettu-æði unglinga áhyggjuefni Notkun ungmenna á rafrettum hefur aukist umtalsvert. Stærstur hluti grunnskólanema sem nota rafrettur notaði ekki tóbak áður. Deildarstjóri hjá frístundamiðstöð og verkefnastjóri hjá Landlækni hafa áhyggjur af þróuninni. 3. júlí 2018 06:00
Rafrettur notaðar til að neyta kannabisefna Nær helmingur þeirra sem koma á Vog og neyta kannabis reglulega hafa fiktað við að setja kannabisolíu í rafrettur. 2. ágúst 2018 19:00
Læknar vilja rafrettur úr sölu Læknafélag Íslands skorar á yfirvöld að stöðva tafarlaust sölu á rafrettum, eftir því fyrirkomulagi sem nú er, ella sé árangri Íslands á heimsmælikvarða í minnkun reykinga barna stefnt í hættu 13. nóvember 2018 07:30