Skúli segir fleiri fjárfesta hafa áhuga á WOW air Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. nóvember 2018 15:37 Skúli Mogensen er stofnandi WOW air. Fréttablaðið/Anton Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri Wow air, segir að aðrir fjárfestar hafi sýnt flugfélaginu áhuga og að verið sé að fylgja þeim áhuga eftir samhliða viðræðum við Icelandair vegna fyrirhugaðra kaupa þess á WOW air. Þetta kemur fram í tölvupósti Skúla til starfsmanna flugfélagsins. Í dag tilkynnti Icelandair að ólíklegt væri að allir fyrirvarar í kaupsamningi félagsins á öllu hlutafé í WOW Air yrðu uppfylltir í tæka tíð fyrir hluthafafund félagsins þar sem hin fyrirhuguðu kaup verða tekin fyrir, næstkomandi föstudag.Áður höfðu viðskipti með hlutabréf í Icelandair verið stöðvuð í kauphöllinni að beiðni Fjármáleftirlitsins sem sagði það hafa verið gert til að vernda jafnræði fjárfesta. Í tölvupóstinum, sem skrifaður er á ensku, segir Skúli að ljóst sé að það muni taka lengri tíma en gert var ráð fyrir að ganga frá samningum við Icelandair og að kaupin séu eftir sem áður háð áreiðanleikakönnun (e. due dilligence). Í tilkynningu Icelandair um hin fyrirhuguðu kaup á WOW frá því í byrjun mánaðarins var einmitt vísað í að kaupin væru meðal annars háð niðurstöðu áreiðanleikakönnunar. Segir Skúli að ljóst sé að hin fyrirhuguðu kaup Icelandair á WOW séu flókin og því komi það ekki á óvart að þau séu að dragast lengur en áætlað var, enda þurfi að fá marga hluti á hreint á mjög skömmum tíma. Hlutabréf í Icelandair hækkuðu í morgun áður en viðskipti með bréfin voru stöðvuð. Frá því að opnað var fyrir viðskipti eftir hádegi hefur gengi bréfa félagsins lækkað um 5,57 prósent í 179 milljón króna viðskiptum. Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Viðskipti með bréf í Icelandair stöðvuð Kauphöllin hefur stöðvað öll viðskipti með bréf í flugfélaginu Icelandair. Hvorki er hægt að kaupa né selja bréf í flugfélaginu af þeim sökum. 26. nóvember 2018 10:50 Icelandair: Ólíklegt að allir fyrirvarar á kaupunum á WOW air verði uppfylltir fyrir hluthafafund Icelandair Group telur ólíklegt að allir fyrirvarar í kaupsamning félagsins á öllu hlutaféi í Wow Air verði uppfylltir í tæka tíð fyrir hluthafafund félagsins þar sem hin fyrirhuguðu kaup verða tekin fyrir. 26. nóvember 2018 12:05 Viðskipti með bréf Icelandair hafin á ný Viðskiptin voru stöðvuð klukkan 10:21 í morgun að beiðni Fjármálaeftirlitsins. 26. nóvember 2018 12:43 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri Wow air, segir að aðrir fjárfestar hafi sýnt flugfélaginu áhuga og að verið sé að fylgja þeim áhuga eftir samhliða viðræðum við Icelandair vegna fyrirhugaðra kaupa þess á WOW air. Þetta kemur fram í tölvupósti Skúla til starfsmanna flugfélagsins. Í dag tilkynnti Icelandair að ólíklegt væri að allir fyrirvarar í kaupsamningi félagsins á öllu hlutafé í WOW Air yrðu uppfylltir í tæka tíð fyrir hluthafafund félagsins þar sem hin fyrirhuguðu kaup verða tekin fyrir, næstkomandi föstudag.Áður höfðu viðskipti með hlutabréf í Icelandair verið stöðvuð í kauphöllinni að beiðni Fjármáleftirlitsins sem sagði það hafa verið gert til að vernda jafnræði fjárfesta. Í tölvupóstinum, sem skrifaður er á ensku, segir Skúli að ljóst sé að það muni taka lengri tíma en gert var ráð fyrir að ganga frá samningum við Icelandair og að kaupin séu eftir sem áður háð áreiðanleikakönnun (e. due dilligence). Í tilkynningu Icelandair um hin fyrirhuguðu kaup á WOW frá því í byrjun mánaðarins var einmitt vísað í að kaupin væru meðal annars háð niðurstöðu áreiðanleikakönnunar. Segir Skúli að ljóst sé að hin fyrirhuguðu kaup Icelandair á WOW séu flókin og því komi það ekki á óvart að þau séu að dragast lengur en áætlað var, enda þurfi að fá marga hluti á hreint á mjög skömmum tíma. Hlutabréf í Icelandair hækkuðu í morgun áður en viðskipti með bréfin voru stöðvuð. Frá því að opnað var fyrir viðskipti eftir hádegi hefur gengi bréfa félagsins lækkað um 5,57 prósent í 179 milljón króna viðskiptum.
Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Viðskipti með bréf í Icelandair stöðvuð Kauphöllin hefur stöðvað öll viðskipti með bréf í flugfélaginu Icelandair. Hvorki er hægt að kaupa né selja bréf í flugfélaginu af þeim sökum. 26. nóvember 2018 10:50 Icelandair: Ólíklegt að allir fyrirvarar á kaupunum á WOW air verði uppfylltir fyrir hluthafafund Icelandair Group telur ólíklegt að allir fyrirvarar í kaupsamning félagsins á öllu hlutaféi í Wow Air verði uppfylltir í tæka tíð fyrir hluthafafund félagsins þar sem hin fyrirhuguðu kaup verða tekin fyrir. 26. nóvember 2018 12:05 Viðskipti með bréf Icelandair hafin á ný Viðskiptin voru stöðvuð klukkan 10:21 í morgun að beiðni Fjármálaeftirlitsins. 26. nóvember 2018 12:43 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Viðskipti með bréf í Icelandair stöðvuð Kauphöllin hefur stöðvað öll viðskipti með bréf í flugfélaginu Icelandair. Hvorki er hægt að kaupa né selja bréf í flugfélaginu af þeim sökum. 26. nóvember 2018 10:50
Icelandair: Ólíklegt að allir fyrirvarar á kaupunum á WOW air verði uppfylltir fyrir hluthafafund Icelandair Group telur ólíklegt að allir fyrirvarar í kaupsamning félagsins á öllu hlutaféi í Wow Air verði uppfylltir í tæka tíð fyrir hluthafafund félagsins þar sem hin fyrirhuguðu kaup verða tekin fyrir. 26. nóvember 2018 12:05
Viðskipti með bréf Icelandair hafin á ný Viðskiptin voru stöðvuð klukkan 10:21 í morgun að beiðni Fjármálaeftirlitsins. 26. nóvember 2018 12:43