Fyrrum ráðgjafa Trump-framboðsins skipað að hefja afplánun Kjartan Kjartansson skrifar 26. nóvember 2018 08:25 Papadopoulos (f.m.) játaði upphaflega og lýsti iðrun. Undanfarna mánuði hefur hann hins vegar amast við Mueller-rannsókninni og dregið lögmæti hennar í efa. Vísir/EPA Bandarískur alríkisdómari hefur hafnað kröfu George Papadopoulosar, fyrrverandi ráðgjafa forsetaframboðs Donalds Trump, um að fresta afplánun á fangelsisdómi sem hann hlaut fyrir að ljúga að fulltrúum alríkislögreglunnar FBI. Þarf Papadopoulos því að hefja afplánunina í dag. Papadopoulos var ráðgjafi framboðsins í utanríkismálum. Hann var sakfelldur fyrir að hafa logið að alríkislögreglunni um samskipti sín við Rússa og hlaut tveggja vikna fangelsisdóm. Upphaf Rússarannsóknarinnar svonefndu á meintu samráði Trump-framboðsins við útsendara stjórnvalda í Kreml má rekja til yfirlýsinga Papadopoulosar við ástralskan erindreka í London árið 2016. Þar er Papadopoulos sagður hafa gefið í skyn að hann hefði vitneskju um að Rússar hefðu komist yfir mikið magn töluvpósta Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trump. Þá átti Papadopoulos fundi með maltverskum prófessor sem er talinn hafa verið milliliður fyrir rússneskstjórnvöld. Samskipti þeirra gengu meðal annars út á að koma á fundi á milli Trump og Vladímírs Pútín, forseta Rússlands. Saksóknarar Roberts Mueller, sérstaka rannsakandans sem stýrir Rússarannsókninni, segja að lygar Papadopoulosar hafi orðið til þess að þeir náðu ekki yfirheyra prófessorinn á meðan hann var í Bandaríkjunum. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Rússland Tengdar fréttir Ráðgjafi Trump dæmdur í fangelsi og segist hafa logið til að vernda sig og forsetann Saksóknarar fullyrtu að lygar Georges Papadopoulos hefðu hindrað rannsókn FBI á mikilvægum tímapunkti. Hann var dæmdur í tveggja vikna fangelsi vegna lyganna í dag. 7. september 2018 21:33 Mueller fer fram á 6 mánaða fangelsisdóm yfir George Papadopoulos Hinn sérstaki saksóknari Robert Mueller hefur farið fram á sex mánaða fangelsisdóm yfir George Papadopoulos, sem starfaði fyrir forsetaframboð Donalds Trump. 18. ágúst 2018 11:40 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Bandarískur alríkisdómari hefur hafnað kröfu George Papadopoulosar, fyrrverandi ráðgjafa forsetaframboðs Donalds Trump, um að fresta afplánun á fangelsisdómi sem hann hlaut fyrir að ljúga að fulltrúum alríkislögreglunnar FBI. Þarf Papadopoulos því að hefja afplánunina í dag. Papadopoulos var ráðgjafi framboðsins í utanríkismálum. Hann var sakfelldur fyrir að hafa logið að alríkislögreglunni um samskipti sín við Rússa og hlaut tveggja vikna fangelsisdóm. Upphaf Rússarannsóknarinnar svonefndu á meintu samráði Trump-framboðsins við útsendara stjórnvalda í Kreml má rekja til yfirlýsinga Papadopoulosar við ástralskan erindreka í London árið 2016. Þar er Papadopoulos sagður hafa gefið í skyn að hann hefði vitneskju um að Rússar hefðu komist yfir mikið magn töluvpósta Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trump. Þá átti Papadopoulos fundi með maltverskum prófessor sem er talinn hafa verið milliliður fyrir rússneskstjórnvöld. Samskipti þeirra gengu meðal annars út á að koma á fundi á milli Trump og Vladímírs Pútín, forseta Rússlands. Saksóknarar Roberts Mueller, sérstaka rannsakandans sem stýrir Rússarannsókninni, segja að lygar Papadopoulosar hafi orðið til þess að þeir náðu ekki yfirheyra prófessorinn á meðan hann var í Bandaríkjunum.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Rússland Tengdar fréttir Ráðgjafi Trump dæmdur í fangelsi og segist hafa logið til að vernda sig og forsetann Saksóknarar fullyrtu að lygar Georges Papadopoulos hefðu hindrað rannsókn FBI á mikilvægum tímapunkti. Hann var dæmdur í tveggja vikna fangelsi vegna lyganna í dag. 7. september 2018 21:33 Mueller fer fram á 6 mánaða fangelsisdóm yfir George Papadopoulos Hinn sérstaki saksóknari Robert Mueller hefur farið fram á sex mánaða fangelsisdóm yfir George Papadopoulos, sem starfaði fyrir forsetaframboð Donalds Trump. 18. ágúst 2018 11:40 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Ráðgjafi Trump dæmdur í fangelsi og segist hafa logið til að vernda sig og forsetann Saksóknarar fullyrtu að lygar Georges Papadopoulos hefðu hindrað rannsókn FBI á mikilvægum tímapunkti. Hann var dæmdur í tveggja vikna fangelsi vegna lyganna í dag. 7. september 2018 21:33
Mueller fer fram á 6 mánaða fangelsisdóm yfir George Papadopoulos Hinn sérstaki saksóknari Robert Mueller hefur farið fram á sex mánaða fangelsisdóm yfir George Papadopoulos, sem starfaði fyrir forsetaframboð Donalds Trump. 18. ágúst 2018 11:40