Þarf að snúa 85 þingmönnum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 26. nóvember 2018 06:30 Michel Barnier, formaður samninganefndar ESB, og kollegi hans, Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, fallast í faðma. Nordicphotos/AFP AP/Geert Vanden Wijngaert Leiðtogaráð Evrópusambandsins fundaði í belgísku höfuðborginni Brussel í gær og samþykkti þau skjöl sem lágu fyrir vegna útgöngu Bretlands úr sambandinu. Annars vegar 599 blaðsíðna útgöngusamning, bindandi skjal sem snýst um skilmála útgöngunnar og felur meðal annars í sér 39 milljarða punda skilnaðargreiðslur og fyrirkomulag landamæra Bretlands og Írlands, og hins vegar rúmlega tuttugu blaðsíðna pólitíska yfirlýsingu um framtíðarsamband Bretlands og ESB er snýst meðal annars um fyrirkomulag verslunar og öryggismála. Þótt rúmlega árslöngum viðræðum sé nú að mestu lokið sáu leiðtogarnir ekki mikið tilefni til þess að fagna í gær. „Þetta er sorgardagur. Samningurinn er sá besti sem hægt var að ná en þetta er hvorki tími til að gleðjast né fagna. Þetta er sorgarstund og þetta er harmleikur,“ sagði Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB. Þessi ummæli Junckers, og annarra leiðtoga sem létu svipuð ummæli falla, um að samningurinn sé sá besti í stöðunni má túlka sem orðsendingu til breskra þingmanna. Þeir þurfa nú að samþykkja útgöngusamninginn og hefur stjórnmálaskýrandi BBC spáð að atkvæðagreiðslan fari fram snemma í næsta mánuði. Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Bretlands, sagði í gær að stærðfræðin á þingi væri afar erfið og flókin. Hann sagði að ekkert væri hægt að útiloka ef Theresa May forsætisráðherra nær ekki meirihlutafylgi við samninginn. Ríkisstjórnin gæti fallið. Að þessari stærðfræði. 650 eru í neðri deild þingsins, þeirri deild sem málið fer fyrir. Sinn Fein er með sjö þingmenn en flokkurinn tekur ekki þátt í þingstörfum. Forseti þingsins og þrír varaforsetar greiða heldur ekki atkvæði þannig að 639 munu geta greitt atkvæði um málið. Forsetar þingsins geta hins vegar greitt atkvæði ef staðan er jöfn og greiða þá atkvæði með því að núverandi ástand haldist, samkvæmt reglum þingsins. May þarf því 320 já á þingi. Íhaldsflokkur May hefur 316 þingmenn og Lýðræðislegi sambandsflokkurinn (DUP), sem ver stjórn May vantrausti, hefur tíu. Það gerir 326 sem er meirihluti. Málið er því miður flóknara en svo fyrir May. DUP-liðar munu að öllum líkindum ekki greiða atkvæði með vegna þess að Norður-Írland verður sett undir reglur tollabandalagsins og innri markaðar ESB og þar með aðrar reglur en restin af Bretlandi til að fyrirbyggja sýnileg landamæri við Írland. Samkvæmt Bloomberg má reikna með að um 150 þingmenn Íhaldsflokksins séu skuldbundnir til að greiða atkvæði með May vegna þess að þeir gegna starfi innan framkvæmdavaldsins. Þá eru um 85 þingmenn Íhaldsflokksins til viðbótar taldir áreiðanlegir. May hefur sum sé um 235 atkvæði. Enn vantar 85 upp á og stærðfræðin orðin erfið, eins og Hunt sagði. May getur reynt að sækja atkvæði allt að 25 þingmanna Verkamannaflokksins sem eru annaðhvort hlynntir útgöngu eða í Brexit-sinnuðum kjördæmum. Allt að tólf þingmenn Íhaldsflokksins eru Evrópusinnar og allt að 65 eru harðir Brexit-sinnar, ósáttir við málamiðlanir sem May hefur gert. Svo gæti May reynt að snúa þessum tíu þingmönnum DUP. Trúlega verður ómögulegt að snúa Skoska þjóðarflokknum, Frjálslyndum demókrötum eða meginþorra Verkamannaflokksins. Ef May nær að snúa 85 af fyrrnefndum 112 atkvæðum kemur hún samningnum í gegn. Og jafnvel ef hún nær því sagði Arlene Foster, formaður DUP, í gær að hún myndi vilja endurskoða samstarfið við Íhaldsflokkinn ef þingið samþykkir samninginn. Ríkisstjórnin gæti því fallið jafnvel ef May fær sitt fram. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Leiðtogaráð Evrópusambandsins fundaði í belgísku höfuðborginni Brussel í gær og samþykkti þau skjöl sem lágu fyrir vegna útgöngu Bretlands úr sambandinu. Annars vegar 599 blaðsíðna útgöngusamning, bindandi skjal sem snýst um skilmála útgöngunnar og felur meðal annars í sér 39 milljarða punda skilnaðargreiðslur og fyrirkomulag landamæra Bretlands og Írlands, og hins vegar rúmlega tuttugu blaðsíðna pólitíska yfirlýsingu um framtíðarsamband Bretlands og ESB er snýst meðal annars um fyrirkomulag verslunar og öryggismála. Þótt rúmlega árslöngum viðræðum sé nú að mestu lokið sáu leiðtogarnir ekki mikið tilefni til þess að fagna í gær. „Þetta er sorgardagur. Samningurinn er sá besti sem hægt var að ná en þetta er hvorki tími til að gleðjast né fagna. Þetta er sorgarstund og þetta er harmleikur,“ sagði Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB. Þessi ummæli Junckers, og annarra leiðtoga sem létu svipuð ummæli falla, um að samningurinn sé sá besti í stöðunni má túlka sem orðsendingu til breskra þingmanna. Þeir þurfa nú að samþykkja útgöngusamninginn og hefur stjórnmálaskýrandi BBC spáð að atkvæðagreiðslan fari fram snemma í næsta mánuði. Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Bretlands, sagði í gær að stærðfræðin á þingi væri afar erfið og flókin. Hann sagði að ekkert væri hægt að útiloka ef Theresa May forsætisráðherra nær ekki meirihlutafylgi við samninginn. Ríkisstjórnin gæti fallið. Að þessari stærðfræði. 650 eru í neðri deild þingsins, þeirri deild sem málið fer fyrir. Sinn Fein er með sjö þingmenn en flokkurinn tekur ekki þátt í þingstörfum. Forseti þingsins og þrír varaforsetar greiða heldur ekki atkvæði þannig að 639 munu geta greitt atkvæði um málið. Forsetar þingsins geta hins vegar greitt atkvæði ef staðan er jöfn og greiða þá atkvæði með því að núverandi ástand haldist, samkvæmt reglum þingsins. May þarf því 320 já á þingi. Íhaldsflokkur May hefur 316 þingmenn og Lýðræðislegi sambandsflokkurinn (DUP), sem ver stjórn May vantrausti, hefur tíu. Það gerir 326 sem er meirihluti. Málið er því miður flóknara en svo fyrir May. DUP-liðar munu að öllum líkindum ekki greiða atkvæði með vegna þess að Norður-Írland verður sett undir reglur tollabandalagsins og innri markaðar ESB og þar með aðrar reglur en restin af Bretlandi til að fyrirbyggja sýnileg landamæri við Írland. Samkvæmt Bloomberg má reikna með að um 150 þingmenn Íhaldsflokksins séu skuldbundnir til að greiða atkvæði með May vegna þess að þeir gegna starfi innan framkvæmdavaldsins. Þá eru um 85 þingmenn Íhaldsflokksins til viðbótar taldir áreiðanlegir. May hefur sum sé um 235 atkvæði. Enn vantar 85 upp á og stærðfræðin orðin erfið, eins og Hunt sagði. May getur reynt að sækja atkvæði allt að 25 þingmanna Verkamannaflokksins sem eru annaðhvort hlynntir útgöngu eða í Brexit-sinnuðum kjördæmum. Allt að tólf þingmenn Íhaldsflokksins eru Evrópusinnar og allt að 65 eru harðir Brexit-sinnar, ósáttir við málamiðlanir sem May hefur gert. Svo gæti May reynt að snúa þessum tíu þingmönnum DUP. Trúlega verður ómögulegt að snúa Skoska þjóðarflokknum, Frjálslyndum demókrötum eða meginþorra Verkamannaflokksins. Ef May nær að snúa 85 af fyrrnefndum 112 atkvæðum kemur hún samningnum í gegn. Og jafnvel ef hún nær því sagði Arlene Foster, formaður DUP, í gær að hún myndi vilja endurskoða samstarfið við Íhaldsflokkinn ef þingið samþykkir samninginn. Ríkisstjórnin gæti því fallið jafnvel ef May fær sitt fram.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent