Sport

Ásdís og Guðni valin best

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Guðni Valur Guðnason.
Guðni Valur Guðnason. Vísir/Getty
Ásdís Hjálmsdóttir, spjótkastari úr Ármanni, og Guðni Valur Guðnason, kringlukastari úr ÍR, voru valin frjálsíþróttafólk ársins á uppskeruhátíð FRÍ um helgina.

Ásdís hefur verið ofarlega á heimslistanum í spjótkasti í mörg ár og hefur keppt á fjölmörgum stórmótum, síðast á EM í Berlín í sumar þrátt fyrir að hafa verið að glíma við erfið meiðsli.

Kringlukastarinn Guðni Valur var valinn frjálsíþróttakarl ársins árið 2018 eftir að hafa keppt á EM í sumar. Þar átti hann stigahæsta afrek ársins samkvæmt stigatöflu IAAF.

Spretthlauparinn Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir úr ÍR var sigursæl á verðlaunahátíðinni. Guðbjörg fékk Jónsbikarinn fyrir besta spretthlaupsafrekið, viðurkenningu fyrir óvæntasta afrekið, var valin stúlka ársins 20 ára og yngri og einnig valin mikilvægasta frjálsíþróttakona ársins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×