Sigrún Sif mun leiða Ljósagöngu UN Women Atli Ísleifsson skrifar 25. nóvember 2018 10:30 Sigrún Sif Jóelsdóttir. Gangan hefst klukkan 17 á Arnarhóli. Fréttablaðið/Ernir Sigrún Sif Jóelsdóttir mun leiða Ljósagöngu UN Women sem fram fer klukkan 17 í dag, á alþjóðlegum baráttudegi Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi. Í tilkynningu frá samökunum segir að dagurinn marki upphaf sextán daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem UN Women á Íslandi ásamt öðrum félagasamtökum hér á landi eru í forsvari fyrir. Gangan hefst á Arnarhóli og verður gengið suður Lækjargötu, upp Amtmannsstíg að Bríetartorgi. „Yfirskrift Ljósagöngunnar í ár er #hearmetoo. Á undanförnum árum hafa raddir þolenda kynferðisofbeldis og aðgerðarsinna gegn kynbundnu ofbeldi fengið hljómgrunn í gegnum byltingar á borð við #metoo og #timesup. Í Ljósagöngunni í ár heiðrar UN Women á Íslandi hinar fjölmörgu hugrökku raddir sem ljáð hafa byltingunni reynslu sína og frásagnir en einnig þær konur sem ekki búa við frelsi til að geta tjáð sig um misréttið sem þær eru beittar og neyðast til að bera harm sinn í hljóði. Sigrún Sif Jóelsdóttir leiðir gönguna ásamt Olgu Ólafsdóttur, Hjördísi Svan og Hildi Björk Hörpudóttir sem allar hafa barist gegn ofbeldi á konum og börnum. Sigrún Sif flytur hugvekju en hún tók þátt í herferð UN Women á Íslandi Kynbundið ofbeldi er nær en þú heldur. Í myndbandi herferðarinnar sem fór eins og eldur um sinu netheima kom Sigrún ekki fram undir nafni en lánaði herferðinni sögu sína. Stuttu síðar steig hún fram til að undirstrika þau skilaboð að kynbundið ofbeldi er nær en þú heldur. Sigrún Sif Jóelsdóttir er jafnframt ein kvennanna í hópnum metoo fjölskyldutengsl og mun leiða Ljósagöngu UN Women í ár ásamt Olgu, Hjördísi og Hildi Björk í nafni allra þeirra kvenna sem þurft hafa að þola kynbundið ofbeldi,“ segir í tilkynningunni. Kynferðisofbeldi MeToo Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Sigur að segja frá Sigrún Sif Jóelsdóttir leiðir Ljósagönguna í ár. Hún segir það persónulegan sigur á árinu að fá viðurkenningu á reynslu sinni af ofbeldi. 24. nóvember 2018 00:01 Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
Sigrún Sif Jóelsdóttir mun leiða Ljósagöngu UN Women sem fram fer klukkan 17 í dag, á alþjóðlegum baráttudegi Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi. Í tilkynningu frá samökunum segir að dagurinn marki upphaf sextán daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem UN Women á Íslandi ásamt öðrum félagasamtökum hér á landi eru í forsvari fyrir. Gangan hefst á Arnarhóli og verður gengið suður Lækjargötu, upp Amtmannsstíg að Bríetartorgi. „Yfirskrift Ljósagöngunnar í ár er #hearmetoo. Á undanförnum árum hafa raddir þolenda kynferðisofbeldis og aðgerðarsinna gegn kynbundnu ofbeldi fengið hljómgrunn í gegnum byltingar á borð við #metoo og #timesup. Í Ljósagöngunni í ár heiðrar UN Women á Íslandi hinar fjölmörgu hugrökku raddir sem ljáð hafa byltingunni reynslu sína og frásagnir en einnig þær konur sem ekki búa við frelsi til að geta tjáð sig um misréttið sem þær eru beittar og neyðast til að bera harm sinn í hljóði. Sigrún Sif Jóelsdóttir leiðir gönguna ásamt Olgu Ólafsdóttur, Hjördísi Svan og Hildi Björk Hörpudóttir sem allar hafa barist gegn ofbeldi á konum og börnum. Sigrún Sif flytur hugvekju en hún tók þátt í herferð UN Women á Íslandi Kynbundið ofbeldi er nær en þú heldur. Í myndbandi herferðarinnar sem fór eins og eldur um sinu netheima kom Sigrún ekki fram undir nafni en lánaði herferðinni sögu sína. Stuttu síðar steig hún fram til að undirstrika þau skilaboð að kynbundið ofbeldi er nær en þú heldur. Sigrún Sif Jóelsdóttir er jafnframt ein kvennanna í hópnum metoo fjölskyldutengsl og mun leiða Ljósagöngu UN Women í ár ásamt Olgu, Hjördísi og Hildi Björk í nafni allra þeirra kvenna sem þurft hafa að þola kynbundið ofbeldi,“ segir í tilkynningunni.
Kynferðisofbeldi MeToo Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Sigur að segja frá Sigrún Sif Jóelsdóttir leiðir Ljósagönguna í ár. Hún segir það persónulegan sigur á árinu að fá viðurkenningu á reynslu sinni af ofbeldi. 24. nóvember 2018 00:01 Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
Sigur að segja frá Sigrún Sif Jóelsdóttir leiðir Ljósagönguna í ár. Hún segir það persónulegan sigur á árinu að fá viðurkenningu á reynslu sinni af ofbeldi. 24. nóvember 2018 00:01