Innlent

Eldur kom upp í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði

Atli Ísleifsson skrifar
Tveir voru fluttir á slysadeild til skoðunar.
Tveir voru fluttir á slysadeild til skoðunar. vísir/vilhelm
Allt tiltækt slökkvilið var kallað út eftir að eldur kom upp við eldamennsku í fjölbýlishúsi við Suðurhvamm í Hafnarfirði skömmu fyrir klukkan ellefu í morgun.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins náði eldurinn að læsa sig í háf og innréttingu.

Íbúum tókst að slökkva eldinn áður en slökkvilið kom á staðinn og var því öllum bílum nema einum snúið við. Hafi skipt sköpum að handslökkvitæki hafi verið í íbúðinni þannig að tókst að koma í veg fyrir frekara tjón.

Nokkrar skemmdir urðu í eldhúsinu, sem og reykskemmdir og var íbúðin því reykræst af slökkviliðsmönnum.

Tveir voru fluttir á slysadeild til skoðunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×