Starfsmenn Icelandair nýtast á Grænhöfðaeyjum Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. nóvember 2018 14:30 Það er ekki síst í þessari staðsetningu eyjanna sem Loftleiðir sjá mörg tækifæri, að sögn Erlends Svavarssonar, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Loftleiða. vísir/vilhelm Framkvæmdastjóri hjá Loftleiðum segir mikil tækifæri fólgin í kaupunum á ríkisflugfélagi Grænhöfðaeyja. Þeim mun fylgja fjölda tækifæri, ekki síst í ljósi landfræðilegrar legu eyjanna auk þess sem árstíðasveiflur flugfélagsins og Icelandair eru öfugar. Um er að ræða ríkisflugfélagið Cabo Verde Airlines, sem gæti einfaldlega útlagst sem Flugfélag Grænhöfðaeyja á íslensku. Eyjarnar liggja í sunnanverðu Atlantshafi - undan norðvesturströnd Afríku.Staðsetning eyjannaÞað er ekki síst í þessari staðsetningu eyjanna sem Loftleiðir sjá mörg tækifæri, að sögn Erlends Svavarssonar, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Loftleiða. Hann er staddur í Lissabon þessa stundina, nýkomin frá Grænhöfðaeyjum þar sem undirritun kauptilboðsins fór fram. „Landfræðileg lega Cabo Verde er þannig að það liggur vel við að tengja Evrópu við Suður-Ameríku og Norður-Ameríku við Afríku. Við munum nýta okkur þá staðreynd að Cabo Verde Airlines er eitt sex flugfélaga í Afríku sem hefur leyfi fyrir beinu flugi til Bandaríkjanna.“ Þar komi alþjóðleg reynsla Loftleiða af tengiflugi milli heimsálfa að góðum notum. „Loftleiðir sjá tækifæri til þess að nýta bæði þá alþjóðlegu reynslu sem Loftleiðir hafa af flugi víða um heim. Við erum eitt fárra fyrirtækja í heiminum sem hefur gert samninga og verið með starfsemi í öllum sjö heimsálfum og við getum bætt þar við þeirri miklu reynslu og þekkingu sem systurfyrirtæki okkar, Icelandair og fleiri innan samstæðunnar hafa af rekstri á alþjóðlegum tengiflugsbanka. Þetta tvennt saman teljum við að séu mjög álitlegur kostur fyrir okkur.“ Þannig að Grænhöfðaeyjar gætu því orðið sambærilegur tengibanki og Ísland þarna í Suður-Atlantshafi?„Já, ríkisstjórn Grænhöfðaeyja horfði til þess þegar hún valdi okkur sem kjölfestufjárfesti í ríkisflugfélaginu, að tengimiðstöðin Ísland og þau áhrif sem sú tengimiðstöð og ferðamennska hafa haft á íslenska hagkerfið, eru grundvallarástæða þess að þeir vilja fá okkur þarna að borðinu.“Betri nýting út úr starfsfólkiErlendur segir að með kaupunum megi ná betri nýtingu út úr starfsfólki og búnaði Loftleiða. Félagið hafi til að mynda aðstoðað Cabo Verde Airlines við reksturinn frá því í ágúst og nýtt við það fjölda íslenskra starfsmanna, svo sem flugvirkja og flugmenn. „Í þessum töluðum orðum er flugvél og mannskapur frá okkur á Grænhöfðaeyjum að fljúga fyrir Cabo Verde Airlines,“ segir Erlendur. „Við gerum ráð fyrir að það verði framhald á því þar sem árstíðasveifla Cabo Verde Airlines er öfug við sveiflu Icelandair. Þar með getum við nýtt þá flugmenn og flugvélar sem ekki nýtast Icelandair á fullu á veturna í þetta verkefni. Eins sjáum við fram á samlegðaráhrif varðandi skipulag flotamála til lengri tíma,“ segir Erlendur Svavarsson frá Lissabon. Afríka Fréttir af flugi Grænhöfðaeyjar Tengdar fréttir Dótturfélag Icelandair kaupir meirihluta í Cabo Verde Airlines Loftleiðir Icelandic, dótturfélag Icelandair Group, hefur ásamt íslenskum fjárfestum lagt inn bindandi kauptilboð í 51% hlut í ríkisflugfélaginu Cabo Verde Airlines á Grænhöfðaeyjum. 23. nóvember 2018 22:06 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Framkvæmdastjóri hjá Loftleiðum segir mikil tækifæri fólgin í kaupunum á ríkisflugfélagi Grænhöfðaeyja. Þeim mun fylgja fjölda tækifæri, ekki síst í ljósi landfræðilegrar legu eyjanna auk þess sem árstíðasveiflur flugfélagsins og Icelandair eru öfugar. Um er að ræða ríkisflugfélagið Cabo Verde Airlines, sem gæti einfaldlega útlagst sem Flugfélag Grænhöfðaeyja á íslensku. Eyjarnar liggja í sunnanverðu Atlantshafi - undan norðvesturströnd Afríku.Staðsetning eyjannaÞað er ekki síst í þessari staðsetningu eyjanna sem Loftleiðir sjá mörg tækifæri, að sögn Erlends Svavarssonar, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Loftleiða. Hann er staddur í Lissabon þessa stundina, nýkomin frá Grænhöfðaeyjum þar sem undirritun kauptilboðsins fór fram. „Landfræðileg lega Cabo Verde er þannig að það liggur vel við að tengja Evrópu við Suður-Ameríku og Norður-Ameríku við Afríku. Við munum nýta okkur þá staðreynd að Cabo Verde Airlines er eitt sex flugfélaga í Afríku sem hefur leyfi fyrir beinu flugi til Bandaríkjanna.“ Þar komi alþjóðleg reynsla Loftleiða af tengiflugi milli heimsálfa að góðum notum. „Loftleiðir sjá tækifæri til þess að nýta bæði þá alþjóðlegu reynslu sem Loftleiðir hafa af flugi víða um heim. Við erum eitt fárra fyrirtækja í heiminum sem hefur gert samninga og verið með starfsemi í öllum sjö heimsálfum og við getum bætt þar við þeirri miklu reynslu og þekkingu sem systurfyrirtæki okkar, Icelandair og fleiri innan samstæðunnar hafa af rekstri á alþjóðlegum tengiflugsbanka. Þetta tvennt saman teljum við að séu mjög álitlegur kostur fyrir okkur.“ Þannig að Grænhöfðaeyjar gætu því orðið sambærilegur tengibanki og Ísland þarna í Suður-Atlantshafi?„Já, ríkisstjórn Grænhöfðaeyja horfði til þess þegar hún valdi okkur sem kjölfestufjárfesti í ríkisflugfélaginu, að tengimiðstöðin Ísland og þau áhrif sem sú tengimiðstöð og ferðamennska hafa haft á íslenska hagkerfið, eru grundvallarástæða þess að þeir vilja fá okkur þarna að borðinu.“Betri nýting út úr starfsfólkiErlendur segir að með kaupunum megi ná betri nýtingu út úr starfsfólki og búnaði Loftleiða. Félagið hafi til að mynda aðstoðað Cabo Verde Airlines við reksturinn frá því í ágúst og nýtt við það fjölda íslenskra starfsmanna, svo sem flugvirkja og flugmenn. „Í þessum töluðum orðum er flugvél og mannskapur frá okkur á Grænhöfðaeyjum að fljúga fyrir Cabo Verde Airlines,“ segir Erlendur. „Við gerum ráð fyrir að það verði framhald á því þar sem árstíðasveifla Cabo Verde Airlines er öfug við sveiflu Icelandair. Þar með getum við nýtt þá flugmenn og flugvélar sem ekki nýtast Icelandair á fullu á veturna í þetta verkefni. Eins sjáum við fram á samlegðaráhrif varðandi skipulag flotamála til lengri tíma,“ segir Erlendur Svavarsson frá Lissabon.
Afríka Fréttir af flugi Grænhöfðaeyjar Tengdar fréttir Dótturfélag Icelandair kaupir meirihluta í Cabo Verde Airlines Loftleiðir Icelandic, dótturfélag Icelandair Group, hefur ásamt íslenskum fjárfestum lagt inn bindandi kauptilboð í 51% hlut í ríkisflugfélaginu Cabo Verde Airlines á Grænhöfðaeyjum. 23. nóvember 2018 22:06 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Dótturfélag Icelandair kaupir meirihluta í Cabo Verde Airlines Loftleiðir Icelandic, dótturfélag Icelandair Group, hefur ásamt íslenskum fjárfestum lagt inn bindandi kauptilboð í 51% hlut í ríkisflugfélaginu Cabo Verde Airlines á Grænhöfðaeyjum. 23. nóvember 2018 22:06