Versti ebólufaraldur í sögu Austur-Kongó Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 24. nóvember 2018 10:00 Sjúklingur fær meðferð hjá Læknum í Austur-Kongó. Nordicphotos/AFP Alþjóðaheilbrigðisstofnun Sameinuðu þjóðanna (WHO) hefur miklar áhyggjur af ebólufaraldri sem nú geisar í Austur-Kongó. Í vikulegri skýrslu, sem fréttaveita AP fjallaði um í gær, kom fram að 36 ný tilfelli hafi verið skráð í vikunni. Þar af greindust sjö börn undir tveggja ára aldri með sjúkdóminn. Það að svo ung börn veikist er áhyggjuefni, að mati WHO. Fá tilfelli þar sem börn hafa greinst með ebólu þekkjast en sérfræðingar stofnunarinnar telja að börnin í Kongó hafi veikst vegna sýktrar brjóstamjólkur eða annarrar umgengni við sýkt foreldri. Sjúkdómurinn berst manna á milli með líkamsvessum. Að sögn heilbrigðisyfirvalda í Afríkuríkinu eru alls 346 staðfest tilfelli frá því að faraldurinn braust út. Þar af hafa 39 heilbrigðisstarfsmenn sýkst og alls hafa 175 farist. Faraldurinn er sá versti í skráðri sögu ríkisins. Staðan gæti mögulega versnað en sérfræðingar WHO telja mikla hættu á því að faraldurinn leiti út fyrir Austur-Kongó. Í Úganda eru yfirvöld farin að bólusetja heilbrigðisstarfsmenn við sjúkdómnum en WHO hefur ekki enn mælt með ferðabanni. Þótt faraldurinn einn og sér teljist erfitt viðfangsefni hefur heilbrigðisfólk einnig þurft að hafa áhyggjur af átökum á svæðinu. Um síðustu helgi þurfti að rýma heilsugæslustöðvar og neyðarspítala WHO í borginni Beni eftir að skæruliðar gerðu árás. Þar af leiðandi þurfti að gera hlé á bólusetningum og allri hjálp við sjúka. Samkvæmt tilkynningu frá WHO um síðustu helgi særðist hins vegar enginn heilbrigðisstarfsmaður í árásunum. Átta friðargæsluliðar féllu. „WHO mun halda áfram að vinna með heilbrigðisráðuneytinu og samstarfsfólki til þess að ráða niðurlögum þessa ebólufaraldurs. Við munum heiðra minningu þeirra sem hafa dáið í þessari baráttu og fordæmum harkalega þessa viðvarandi ógn við öryggi heilbrigðisstarfsfólks,“ var haft eftir Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóra WHO, í tilkynningu um síðustu helgi. Afríka Austur-Kongó Birtist í Fréttablaðinu Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Sjá meira
Alþjóðaheilbrigðisstofnun Sameinuðu þjóðanna (WHO) hefur miklar áhyggjur af ebólufaraldri sem nú geisar í Austur-Kongó. Í vikulegri skýrslu, sem fréttaveita AP fjallaði um í gær, kom fram að 36 ný tilfelli hafi verið skráð í vikunni. Þar af greindust sjö börn undir tveggja ára aldri með sjúkdóminn. Það að svo ung börn veikist er áhyggjuefni, að mati WHO. Fá tilfelli þar sem börn hafa greinst með ebólu þekkjast en sérfræðingar stofnunarinnar telja að börnin í Kongó hafi veikst vegna sýktrar brjóstamjólkur eða annarrar umgengni við sýkt foreldri. Sjúkdómurinn berst manna á milli með líkamsvessum. Að sögn heilbrigðisyfirvalda í Afríkuríkinu eru alls 346 staðfest tilfelli frá því að faraldurinn braust út. Þar af hafa 39 heilbrigðisstarfsmenn sýkst og alls hafa 175 farist. Faraldurinn er sá versti í skráðri sögu ríkisins. Staðan gæti mögulega versnað en sérfræðingar WHO telja mikla hættu á því að faraldurinn leiti út fyrir Austur-Kongó. Í Úganda eru yfirvöld farin að bólusetja heilbrigðisstarfsmenn við sjúkdómnum en WHO hefur ekki enn mælt með ferðabanni. Þótt faraldurinn einn og sér teljist erfitt viðfangsefni hefur heilbrigðisfólk einnig þurft að hafa áhyggjur af átökum á svæðinu. Um síðustu helgi þurfti að rýma heilsugæslustöðvar og neyðarspítala WHO í borginni Beni eftir að skæruliðar gerðu árás. Þar af leiðandi þurfti að gera hlé á bólusetningum og allri hjálp við sjúka. Samkvæmt tilkynningu frá WHO um síðustu helgi særðist hins vegar enginn heilbrigðisstarfsmaður í árásunum. Átta friðargæsluliðar féllu. „WHO mun halda áfram að vinna með heilbrigðisráðuneytinu og samstarfsfólki til þess að ráða niðurlögum þessa ebólufaraldurs. Við munum heiðra minningu þeirra sem hafa dáið í þessari baráttu og fordæmum harkalega þessa viðvarandi ógn við öryggi heilbrigðisstarfsfólks,“ var haft eftir Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóra WHO, í tilkynningu um síðustu helgi.
Afríka Austur-Kongó Birtist í Fréttablaðinu Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Sjá meira