Hægri, vinstri, snú Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 24. nóvember 2018 07:30 Athyglisvert samtal fór fram í breskum spjallþætti á dögunum. Þáttastjórnandinn, Jeremy Vine – þekktur fyrir að fara allra sinna ferða á reiðhjóli – ræddi hjólreiðar við vel valda gesti. Ein þeirra fullyrti að hjólreiðamenn væru plássfrekir á götunum, og þyrftu að taka tillit til þeirra sem nota aðra fararskjóta. Einkum bílstjóra. Annar sagði ótrúlegt að ökumenn kvörtuðu yfir hjólreiðafólki. Staðreyndin væri sú að í Bretlandi létust þúsundir árlega í umferðarslysum, þar ríkti offitufaraldur og sannað væri að þeir sem færu allra sinna ferða í bílum glímdu frekar við þunglyndi en þeir sem nota aðra fararskjóta. Nær væri að verðlauna hjólreiðamenn en úthrópa þá. Þetta er laukrétt. Fyrir liggur að einkabíllinn er sennilega stærsta vandamálið í borgarskipulagi nútímans. Staðreynd er að einkabíllinn mengar ekki bara, heldur ýtir undir lífsstíl sem einkennist af hreyfingarleysi, ofáti og inniveru. Bíllinn er auðvitað góður og þægilegur fararskjóti svo langt sem það nær, en sem grunnstoð samgöngukerfis í nútímaborg er hann beinlínis skaðlegur. Þetta ætti að blasa við öllum sem kynna sér málið. Það vill gleymast í umræðu um uppbyggingu svokallaðrar borgarlínu hvað það kostar að halda áfram að byggja upp samgöngukerfi, sem einblínir á einkabílinn. Hversu mikið af verðmætu landi fer undir bílastæði til að mæta fólksfjölgun? Hvaða nauðsynlegu vegaframkvæmdir og úrbætur þarf að ráðast í til að mæta stórauknum bílafjölda? Í Reykjavík virðast sumir hægri sinnaðir pólitíkusar líta á það sem sérstakt hlutverk sitt að standa vörð um einkabílinn og raunar flugvöll í miðju borgarlandinu líka. Ekki er gott að sjá hvernig þetta fólk hefur fundið það út að þetta sé sérstök hægri- eða frjálslyndisstefna. Í erlendum stórborgum hafa tveir af hægrisinnuðustu meginstraumsstjórnmálamönnum samtímans átt þátt í að byggja upp nýtt samgöngukerfi. Michael Bloomberg í New York hefur leitt stóraukna áherslu á hjólreiðar. Og Boris Johnson í London lagði „hraðbrautir“ fyrir hjólreiðafólk. Hann gekk skrefinu lengra með því að hækka verulega vegatolla á ökumenn sem villast inn í miðborgina á einkabílnum. Sumir hérlendir hægrimenn virðast hafa gleymt því að kjarni hægristefnunnar er að fólk á að hafa frelsi til athafna svo lengi sem það skaðar ekki aðra. Einkabíllinn er þeirrar gerðar að hann skemmir út frá sér og hefur ýmis óæskileg áhrif. Því er óskiljanlegt að sumir stjórnmálamenn telji það sérstaka köllun sína að hygla einkabílnum umfram aðra samgöngumáta sem ekki eru jafn skaðlegir. Stjórnmálamenn þurfa að hafa hugrekki til að leggja fram hugmyndir og fylgja þeim eftir, en stökkva ekki endalaust eftir kreddum í baklandinu. Einkabíllinn er ekki framtíðarferðamáti í nútímaborg. Alveg sama hversu oft frekir kallar af báðum kynjum tönnlast á því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Halldór 05.04.2025 Halldór Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl Skoðun Skoðun Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Sjá meira
Athyglisvert samtal fór fram í breskum spjallþætti á dögunum. Þáttastjórnandinn, Jeremy Vine – þekktur fyrir að fara allra sinna ferða á reiðhjóli – ræddi hjólreiðar við vel valda gesti. Ein þeirra fullyrti að hjólreiðamenn væru plássfrekir á götunum, og þyrftu að taka tillit til þeirra sem nota aðra fararskjóta. Einkum bílstjóra. Annar sagði ótrúlegt að ökumenn kvörtuðu yfir hjólreiðafólki. Staðreyndin væri sú að í Bretlandi létust þúsundir árlega í umferðarslysum, þar ríkti offitufaraldur og sannað væri að þeir sem færu allra sinna ferða í bílum glímdu frekar við þunglyndi en þeir sem nota aðra fararskjóta. Nær væri að verðlauna hjólreiðamenn en úthrópa þá. Þetta er laukrétt. Fyrir liggur að einkabíllinn er sennilega stærsta vandamálið í borgarskipulagi nútímans. Staðreynd er að einkabíllinn mengar ekki bara, heldur ýtir undir lífsstíl sem einkennist af hreyfingarleysi, ofáti og inniveru. Bíllinn er auðvitað góður og þægilegur fararskjóti svo langt sem það nær, en sem grunnstoð samgöngukerfis í nútímaborg er hann beinlínis skaðlegur. Þetta ætti að blasa við öllum sem kynna sér málið. Það vill gleymast í umræðu um uppbyggingu svokallaðrar borgarlínu hvað það kostar að halda áfram að byggja upp samgöngukerfi, sem einblínir á einkabílinn. Hversu mikið af verðmætu landi fer undir bílastæði til að mæta fólksfjölgun? Hvaða nauðsynlegu vegaframkvæmdir og úrbætur þarf að ráðast í til að mæta stórauknum bílafjölda? Í Reykjavík virðast sumir hægri sinnaðir pólitíkusar líta á það sem sérstakt hlutverk sitt að standa vörð um einkabílinn og raunar flugvöll í miðju borgarlandinu líka. Ekki er gott að sjá hvernig þetta fólk hefur fundið það út að þetta sé sérstök hægri- eða frjálslyndisstefna. Í erlendum stórborgum hafa tveir af hægrisinnuðustu meginstraumsstjórnmálamönnum samtímans átt þátt í að byggja upp nýtt samgöngukerfi. Michael Bloomberg í New York hefur leitt stóraukna áherslu á hjólreiðar. Og Boris Johnson í London lagði „hraðbrautir“ fyrir hjólreiðafólk. Hann gekk skrefinu lengra með því að hækka verulega vegatolla á ökumenn sem villast inn í miðborgina á einkabílnum. Sumir hérlendir hægrimenn virðast hafa gleymt því að kjarni hægristefnunnar er að fólk á að hafa frelsi til athafna svo lengi sem það skaðar ekki aðra. Einkabíllinn er þeirrar gerðar að hann skemmir út frá sér og hefur ýmis óæskileg áhrif. Því er óskiljanlegt að sumir stjórnmálamenn telji það sérstaka köllun sína að hygla einkabílnum umfram aðra samgöngumáta sem ekki eru jafn skaðlegir. Stjórnmálamenn þurfa að hafa hugrekki til að leggja fram hugmyndir og fylgja þeim eftir, en stökkva ekki endalaust eftir kreddum í baklandinu. Einkabíllinn er ekki framtíðarferðamáti í nútímaborg. Alveg sama hversu oft frekir kallar af báðum kynjum tönnlast á því.
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun