Innlent

Bein útsending: Fullveldishugtakið með tilliti til þjóðaröryggis

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Málþingið fer fram í Silfurbergi í Hörpu.
Málþingið fer fram í Silfurbergi í Hörpu. Vísir/Vilhelm
Þjóðaröryggisráð og Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands, í samstarfi við Háskólann á Akureyri, Háskólann í Reykjavík, Háskóla Íslands, Háskólann á Bifröst og Listaháskóla Íslands, standa fyrir málþingi um fullveldi í Silfurbergi í Hörpu í dag. Málþingið hefst klukkan 13 og stendur yfir til klukkan 18.

Fjallað verður um fullveldishugtakið með tilliti til þjóðaröryggis; hvernig það hefur þróast frá 1918 og hvaða áhrif hnattræn þróun, tæknileg þróun og loftslagsbreytingar kunna að hafa á inntak fullveldishugtaksins og allþjóðleg samskipti.

Beina útsendingu má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×