Umfjöllun og viðtöl: Keflavík-Snæfell 82-55 | Keflavík fór illa með Snæfell í toppslagnum Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar 25. nóvember 2018 22:00 Brittanny Dinkins átti frábæran leik Vísir/Daníel Keflvíkingar fóru illa með stöllur sínar í Snæfelli í toppslag Dominos-deildar kvenna í kvöld en lokatölur urðu 82-55. Keflavík byrjaði af krafti og setti tóninn strax í upphafi og var komið með tíu stiga forystu um miðbik fyrsta leikhluta. Forystuna létu Keflvíkingar aldrei af hendi. Snæfell komst þá aðeins inn í leikinn og náði að minnka muninn en frábærar lokamínútur í fyrsta leikhluta urðu til þess að Keflavík leiddi með fimmtán stigum að leikhlutanum loknum. Jafnræði var með liðunum í öðrum leikhluta en í þeim þriðja stakk Keflavík af og um miðbik leikhlutans var Keflavík komið með 20 stiga forystu. Þá var aldrei aftur snúið og héldu Keflvíkingar forystu sinni út allan leikinn og sigurinn aldrei í hættu. Af hverju vann Keflavík? Þær væri einfaldlega betri í kvöld. Skotin fóru niður og vörnin small saman. Í þessum gír getur verið erfitt að eiga við Keflavík. Hverjar stóðu upp úr? Vörn Keflavíkur var frábær í kvöld. Breiddin er mikil í Keflavíkurliðinu og fengu ellefu leikmenn góðar mínútur í kvöld, sem mun án efa reynast liðinu vel á tímabilinu. Brittanny Dinkins var líkt og svo oft áður best hjá Keflavík en hún skoraði 35 stig, tók 12 fráköst og gaf sex stoðsendingar. Bryndís Guðmundsdóttir átti einnig flottan leik, og þá sérstaklega í þriðja leikhluta, sem og Salbjörg Ragna. Keflavíkurliðið í heild sinni getur verið ánægt með leik sinn í kvöld. Hvað gekk illa? Spilamennska Snæfells gekk hreinlega bara illa yfir höfuð. Fátt sem gekk upp. Kristen McCarthy, besti leikmaður Snæfells átti ekki góðan leik í kvöld og munar um minna. Hún var að vísu stigahæst með 21 stig en hún klúðraði mörgum skotum. Hvað gerist næst? Keflavík fer vestur í Borgarnes þar sem þær mæta heimastúlkum í Skallagrím en Snæfell fær Stjörnuna í heimsókn. Bryndís: Loksins spilum við virkilega vel saman sem lið „Ég er bara gríðarlega ánægð. Loksins spilum við virkilega vel saman sem lið og það skóp sigurinn,“ voru fyrstu viðbrögð Bryndísar Guðmundsdóttur, leikmanns Keflavíkur eftir stórsigur liðsins á Snæfell í Dominos-deild kvenna í kvöld. Bryndís var að leika gegn sínum gömlum félögum í kvöld, en hún yfirgaf uppeldisfélag sitt, Keflavík og gekk til liðs við Snæfell áður en hún kom aftur til Keflavíkur. Bryndís segist hafa gaman að því að spila á móti Snæfelli og elski félagið. „Það er mjög gaman. Ég elska Snæfell jafn mikið og ég elska Keflavík. Mér finnst frábært að spila á móti þeim, auðvitað skrýtið en ég er uppalinn Keflvíkingur og þar slær hjartað aðeins meira.“ Keflavík byrjaði leikinn af krafti og náði góðri forystu snemma í fyrsta leikhluta. Forystuna létu Keflvíkingar aldrei af hendi. Bryndís segir það mikilvægt að ná forystu snemma leiksins. „Það er auðvitað mjög mikilvægt. Við spiluðum að mér finnst mjög góða liðsvörn. Þetta er það sem hefur vantað í leikinn hjá okkur. Þetta hefur verið að gerast síðustu fimm mínúturnar í leikjum hjá okkur en nú var þetta í 40 mínútur. Ég held að það hafi verið munurinn.“ Kristen McCarthy hefur verið öflug í liði Snæfells í vetur og var hún stigahæst með 21 stig. Keflavík spilaði hins vegar öfluga vörn á hana og þvingaði hana í erfið skot. Skotnýting McCarthy var því aðeins um 35% „Það var bara að spila góða liðsvörn og auðvitað halda henni fyrir framan sig og láta hana taka erfið skot. Þvinga hana í þessi skot og það gekk eftir.“ Berglind: Fókusinn ekki á þessum leik í kvöld Berglind Gunnarsdóttir var að vonum ósátt með stórtap Snæfells gegn Keflavík en Snæfellsliðið sýndi alls ekki sínar bestu hliðar í kvöld. „Við bara mættum ekki til leiks, engin af okkur. Það er búin að vera landsliðspása og við lítið náð að æfa saman en það er engin afsökun fyrir okkur. Svona er liðið okkar samsett og við verðum að finna leiðir til þess að vera betur samstilltar og koma einbeittari til leiks. Fókusinn var allavega ekki á þessum leik í dag.“ Dominos-deildin kvenna hófst aftur eftir landsliðspásu og segir Berglind að sú pása hafi haft eitthvað að segja með spilamennsku liðsins í kvöld. „Segja og ekki segja. Við æfðum ekki saman nema nokkrar æfingar fyrir leik. Við erum með tvískipt lið og tvær af okkur í landsliðsverkefni. Auðvitað er þetta erfiðara, við erum ekki með mannskap heima til að drilla og hlaupa í þessari pásu. Auðvitað hefur það áhrif en við ætluðum ekkert að láta þetta hafa áhrif. Þessi landsliðspása er komin til að vera þannig við verðum að finna betri leið til þess að koma betur fókuseraðar og samstilltari.“ Keflavík náði góðri forystu snemma leiks og segir Berglind það vera erfitt að þurfa elta jafn sterkt lið og Keflavík allan leikinn. „Það er auðvitað bara drullu erfitt. Ekki það að við höfum oft gert það áður, lent stórt undir í byrjun leiks og þurfa að elta allan leikinn og náð að knýja fram framlengingu eða eitthvað svoleiðis. En það er mjög dýrt á móti liði eins og Keflavík sem er frábærlega vel skipað og eru með djúpan bekk og mikið af mjög góðum stelpum.“ Þetta var annað tap Snæfells í vetur en eftir leiki kvöldsins eru þrjú lið jöfn á toppnum, Snæfell, Keflavík og KR. „Þetta er bara einn leikur og þetta er gríðarlega langt tímabil þannig við erum ekkert að stressa okkur yfir þessu. Bara áfram gakk.“ Dominos-deild kvenna
Keflvíkingar fóru illa með stöllur sínar í Snæfelli í toppslag Dominos-deildar kvenna í kvöld en lokatölur urðu 82-55. Keflavík byrjaði af krafti og setti tóninn strax í upphafi og var komið með tíu stiga forystu um miðbik fyrsta leikhluta. Forystuna létu Keflvíkingar aldrei af hendi. Snæfell komst þá aðeins inn í leikinn og náði að minnka muninn en frábærar lokamínútur í fyrsta leikhluta urðu til þess að Keflavík leiddi með fimmtán stigum að leikhlutanum loknum. Jafnræði var með liðunum í öðrum leikhluta en í þeim þriðja stakk Keflavík af og um miðbik leikhlutans var Keflavík komið með 20 stiga forystu. Þá var aldrei aftur snúið og héldu Keflvíkingar forystu sinni út allan leikinn og sigurinn aldrei í hættu. Af hverju vann Keflavík? Þær væri einfaldlega betri í kvöld. Skotin fóru niður og vörnin small saman. Í þessum gír getur verið erfitt að eiga við Keflavík. Hverjar stóðu upp úr? Vörn Keflavíkur var frábær í kvöld. Breiddin er mikil í Keflavíkurliðinu og fengu ellefu leikmenn góðar mínútur í kvöld, sem mun án efa reynast liðinu vel á tímabilinu. Brittanny Dinkins var líkt og svo oft áður best hjá Keflavík en hún skoraði 35 stig, tók 12 fráköst og gaf sex stoðsendingar. Bryndís Guðmundsdóttir átti einnig flottan leik, og þá sérstaklega í þriðja leikhluta, sem og Salbjörg Ragna. Keflavíkurliðið í heild sinni getur verið ánægt með leik sinn í kvöld. Hvað gekk illa? Spilamennska Snæfells gekk hreinlega bara illa yfir höfuð. Fátt sem gekk upp. Kristen McCarthy, besti leikmaður Snæfells átti ekki góðan leik í kvöld og munar um minna. Hún var að vísu stigahæst með 21 stig en hún klúðraði mörgum skotum. Hvað gerist næst? Keflavík fer vestur í Borgarnes þar sem þær mæta heimastúlkum í Skallagrím en Snæfell fær Stjörnuna í heimsókn. Bryndís: Loksins spilum við virkilega vel saman sem lið „Ég er bara gríðarlega ánægð. Loksins spilum við virkilega vel saman sem lið og það skóp sigurinn,“ voru fyrstu viðbrögð Bryndísar Guðmundsdóttur, leikmanns Keflavíkur eftir stórsigur liðsins á Snæfell í Dominos-deild kvenna í kvöld. Bryndís var að leika gegn sínum gömlum félögum í kvöld, en hún yfirgaf uppeldisfélag sitt, Keflavík og gekk til liðs við Snæfell áður en hún kom aftur til Keflavíkur. Bryndís segist hafa gaman að því að spila á móti Snæfelli og elski félagið. „Það er mjög gaman. Ég elska Snæfell jafn mikið og ég elska Keflavík. Mér finnst frábært að spila á móti þeim, auðvitað skrýtið en ég er uppalinn Keflvíkingur og þar slær hjartað aðeins meira.“ Keflavík byrjaði leikinn af krafti og náði góðri forystu snemma í fyrsta leikhluta. Forystuna létu Keflvíkingar aldrei af hendi. Bryndís segir það mikilvægt að ná forystu snemma leiksins. „Það er auðvitað mjög mikilvægt. Við spiluðum að mér finnst mjög góða liðsvörn. Þetta er það sem hefur vantað í leikinn hjá okkur. Þetta hefur verið að gerast síðustu fimm mínúturnar í leikjum hjá okkur en nú var þetta í 40 mínútur. Ég held að það hafi verið munurinn.“ Kristen McCarthy hefur verið öflug í liði Snæfells í vetur og var hún stigahæst með 21 stig. Keflavík spilaði hins vegar öfluga vörn á hana og þvingaði hana í erfið skot. Skotnýting McCarthy var því aðeins um 35% „Það var bara að spila góða liðsvörn og auðvitað halda henni fyrir framan sig og láta hana taka erfið skot. Þvinga hana í þessi skot og það gekk eftir.“ Berglind: Fókusinn ekki á þessum leik í kvöld Berglind Gunnarsdóttir var að vonum ósátt með stórtap Snæfells gegn Keflavík en Snæfellsliðið sýndi alls ekki sínar bestu hliðar í kvöld. „Við bara mættum ekki til leiks, engin af okkur. Það er búin að vera landsliðspása og við lítið náð að æfa saman en það er engin afsökun fyrir okkur. Svona er liðið okkar samsett og við verðum að finna leiðir til þess að vera betur samstilltar og koma einbeittari til leiks. Fókusinn var allavega ekki á þessum leik í dag.“ Dominos-deildin kvenna hófst aftur eftir landsliðspásu og segir Berglind að sú pása hafi haft eitthvað að segja með spilamennsku liðsins í kvöld. „Segja og ekki segja. Við æfðum ekki saman nema nokkrar æfingar fyrir leik. Við erum með tvískipt lið og tvær af okkur í landsliðsverkefni. Auðvitað er þetta erfiðara, við erum ekki með mannskap heima til að drilla og hlaupa í þessari pásu. Auðvitað hefur það áhrif en við ætluðum ekkert að láta þetta hafa áhrif. Þessi landsliðspása er komin til að vera þannig við verðum að finna betri leið til þess að koma betur fókuseraðar og samstilltari.“ Keflavík náði góðri forystu snemma leiks og segir Berglind það vera erfitt að þurfa elta jafn sterkt lið og Keflavík allan leikinn. „Það er auðvitað bara drullu erfitt. Ekki það að við höfum oft gert það áður, lent stórt undir í byrjun leiks og þurfa að elta allan leikinn og náð að knýja fram framlengingu eða eitthvað svoleiðis. En það er mjög dýrt á móti liði eins og Keflavík sem er frábærlega vel skipað og eru með djúpan bekk og mikið af mjög góðum stelpum.“ Þetta var annað tap Snæfells í vetur en eftir leiki kvöldsins eru þrjú lið jöfn á toppnum, Snæfell, Keflavík og KR. „Þetta er bara einn leikur og þetta er gríðarlega langt tímabil þannig við erum ekkert að stressa okkur yfir þessu. Bara áfram gakk.“
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum